Starfsmannaferðir
Ert þú að velta fyrir þér starfsmannaferð af einhverju tagi? Viltu senda fólkið þitt á nýjan stað til að öðlast meiri vitneskju og skoða sams konar starfsemi í öðru landi? Viltu örva huga þess með nýrri og ferskri upplifun á menningu og sögu? Eða langar þig einfaldlega að bjóða upp á góða skemmtun og stuð í öðru landi? Skapa stemmingu. Þetta eru allt góðar og gildar ástæður. Starfsmannaferðir eiga sér alls konar aðdraganda en eitt er víst, við hjá Tripical leggjum metnað í að skipuleggja fyrir þig hina fullkomnu starfsmannaferð. Við viljum að allir fari ánægðir af stað og komi í skýjunum heim.
Tripical býr yfir víðtækri reynslu af starfsmannaferðum af öllu tagi. Hvort sem hópurinn er stór eða lítill, og hvort sem tilgangurinn er mestmegnis fræðsla með dassi af gleði, gleðiferð með fræðsluívafi eða bara eintóm gleði og góð stemming, þá erum við aldeilis reiðubúin að skipuleggja með þér ferð sem eftir verður munað.
Ýttu hér til að skoða starfsmannaferðir sem eru í boði hjá Tripical!
Hjá okkur eru engin takmörk, veröldin öll er okkar leikvöllur og við erum tilbúin að skipuleggja ferð í hvaða átt sem er, langt sem stutt. Hvaða staður heimsins hentar best þinni starfsmannaferð? Hvaða hlutir skipta máli, áhugaverðar skoðunarferðir, fallegt landslag, stórbrotnar byggingar, bestu veitingastaðirnir, besti bjórinn, bongóblíða eða kuldi og kósý? Eins og þú sérð er hlaðborðið stórt og úr miklu að velja. Það er þó óþarfi að hafa áhyggjur, því við hjá Tripical erum afar góð í að afstýra ástæðulausum valkvíða og finnum með þér allt sem þú ert að leita að fyrir þína einstöku starfsmannaferð.
Kíktu endilega til okkar í kaffi og við tökum vel á móti þér. Leyfðu okkur að hanna með þér starfsmannaferð sem hittir í mark.
Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í starfsmannaferðum!
.