Utanlandsferðir fyrirtækja

07.03.2022

Utanlandsferðir fyrirtækja

Aldrei hefur verið auðveldara að flakka milli landa, ferðast heimshorna á milli, fara um heiminn allan. Þetta eru hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki að átta sig æ betur á, og utanlandsferðir fyrirtækja verða stöðugt algengari. Við búum á afskekktri eyju norður í úthafi, við aðstæður sem oft kalla á þörf fyrir tilbreytingu, nýja upplifun, fjölbreyttari skemmtun, já eða bara hlýrra loftslag og heita sól. Í dag er auðvelt að svala slíkum þörfum, ekki síst með aðstoð Tripical, en við búum yfir mjög góðri reynslu og miklum áhuga á að aðstoða með hvers kyns utanlandsferðir fyrirtækja sem á borð okkar koma.

Utanlandsferðir fyrirtækja geta verið með ýmsu móti, enda ástæður fyrir þeim margs konar. Stundum er rík áhersla lögð á upplýsingaöflun og kynningu á stofnunum eða fyrirtækjum sem starfa á sama vettvangi í öðru landi. Stundum er slíkt  aðeins partur af ferðinni, en alls ekki aðalatriðið, og stundum eru ferðirnar eingöngu hugsaðar sem kærkomið frí frá amstrinu hér heima, kannski með afslappaðri stemmingu og áhugaverðum skoðunarferðum, eða með heljarinnar djammi og helling af stuði. Þá eru sólríkar strendur alltaf vinsælar, við styðjum svoleiðis heilshugar. Athyglisverðar og sögulegar borgir, stórar og smáar, bíða um allan heim. Við styðjum góða borgarferð. Við styðjum allt sem utanlandsferð ykkar fyrirtækis kallar á, og hvert út í heim sem þið viljið halda. Það sem þið ætlið ykkur og viljið, framkvæmum við.

Ýttu hér til að skoða utanlandsferðir fyrir fyrirtækið sem eru í boði hjá Tripical!

Við höfum skipulagt utanlandsferðir fyrirtækja af öllu tagi og skilað hópunum okkar heim með gleði í hjarta og reynslunni ríkari. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur, kíkið í kaffi og við förum yfir ykkar hugmyndir og óskir. Saman búum við til ykkar bestu ferð, sem við svo skipuleggjum og látum verða að veruleika.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical!

.