Næsta sumar mun Tripical bjóða upp á flug til Burgas og Varna í Búlgaríu. Búlgaría er sífellt að verða vinsælli sem ferðamannastaður, enda er ekki að undra þar sem landið er næstódýrasta land Evrópu og hefur ótalmargt að bjóða. Búlgaría liggur við Svartahafið og veðrið er mjög gott þar á sumrin, um 25–30 stig. Í Búlgaríu skarast ótal menningarheimar þar sem landið á landamæri að fimm löndum. Þá er einnig að finna þar ríka matarmenningu og góðan mat.
Kíktu endilega á bloggið okkar um búlgarska matargerð. Varúð: ekki fyrir mjög svanga!
Burgas er fjórða stærsta borg Búlgaríu. Aðalaðdráttaraflið þar er strandsvæðið Sunny Beach, einn vinsælasti sumarleyfisáfangastaður í allri Evrópu. Ströndin er í um 30 mínútna fjarlægð frá Burgas og býður upp á eitthvað fyrir alla; tívolí, vatnsrennibrautagarða, alls konar sjávarsport, hjólatúra og veitingastaði af ýmsu tagi. Strandlengjan er um fimm kílómetra löng og skiptist upp í mismunandi svæði.
Efst á strandlengjunni er sannkölluð fjölskylduparadís með fjölda stórra og glæsilegra hótela með fjölskylduvænum útisvæðum. Þar fyrir neðan er svo kjarni svæðisins og stemningin vægast sagt allt önnur. Á götunni Flower Street, sem liggur þvert á strandgötuna er að finna fjölmarga veitingastaði, næturklúbba og bari. Þar safnast fólk saman á kvöldin til þess að skemmta sér fram á nótt.Fyrir neðan kjarnann er að finna Nessebar, sem skiptist í gamla og nýja hlutann. Í nýja hlutanum er mikið af kaffihúsum og litlum götum en þangað sækja helst innfæddir. Gamli bærinn er á eyju neðst af strandlengjunni og er um 2500 ára gamall. Þessi hluti er UNESCO friðarsvæði. Gamli bærinn býður upp á allt aðra stemningu en ofar á strandlengjunni. Þar er mikið af litlum verslunum, lifandi mörkuðum og handunninni vöru. Veitingastaðir í miklu úrvali eru á svæðinu, mikið af sjávarréttarstöðum og aðeins fínni stöðum. Byggingastílinn þar er líka allt annar, allar götur eru hellulagðar með litlum múrsteinum og húsin eru lágreist. Í miðjum bænum er hægt að sjá gamlar rústir síðan svæðið var í eigu Grikkja og gömlu kirkjuna.
Varna er þriðja stærsta borg Búlgaríu, en Tripical mun bjóða upp á ferðir til Albena strandsvæðisins og golferðir á golfvellina í kringum Varna.Albena strandsvæðið er nokkuð ólíkt Sunny Beach að því leiti að fókusinn á Albena er að gera vel við fjölskyldufólk. Þar er auðvitað mikið af börum og veitingastöðum en stemningin er önnur. Svæðið er afmarkaðra, minna í sniðum og fyrst og fremst mjög öruggt og barnvænt. Það er meiri lúxusfílingur á svæðinu og hægt að skella sér í spa eða dekurtrítment. Áreitið er mun minna og staðurinn því tilvalinn til þess að fara í sólbað og taka lífinu rólega.
Golfvellirnir í kringum Varna eru heimsþekktir og fá mjög góða einkunn, þá sérstaklega Thracian Cliffs og Lighthouse golfvellirnir. Thracian Cliffs er 18 holu völlur og var valinn besti golfvollur Evrópu 2014. Hann er staðsettur í Marina Village. Lítil strönd er nálægt vellinum þar sem hægt að fara í sólbað og njóta sín eftir daginn.Lighthouse Golf and Spa er eins og nafnið gefur til kynna golfvöllur með spa ívafi. Hann er staðsettur nálægt Varna og völlurinn sjálfur er hannaður af Ian Woosnam, einum færasta kylfing heimsins í samvinnu við EGD (European Gold Design) í Búlgaríu. Frá árinu 2016 er Lighthouse einn af áfangastöðum Evrópsku mótaraðarinnar. Á svæðinu er svo 5 stjörnu lúxushótel þar sem hægt er að fá allt innifalið.
Kynntu þér ferðirnar okkar til Búlgaríu í sumar. Flogið verður frá 31. maí – 10. júní til að byrja með og svo frá miðjum júlí fram undir miðjan ágúst.