Hvers vegna eru fyrirtækjaferðir mikilvægar?
Fyrirtækjaferðir njóta sívaxandi vinsælda, og ánægjulegt að sjá fjölbreytta vinnustaði nýta tækifærið, nú þegar losnað hefur almennilega um faraldurshöft og bönn. Oft er um að ræða ferðir sem búið var að plana fyrir löngu, en þurftu að liggja tímabundið á ís, þar til ófremdar-covid-tíminn rynni sitt skeið. En hvers vegna eru fyrirtækjaferðir mikilvægar?
Fyrirtæki taka sér ferðir á hendur af ýmsum ástæðum, þær eru allt frá því að vera eingöngu skemmtilegar djammferðir, yfir í fræðslu-, kynningar- og fundaferðir. Flestar eiga þær þó eitt sameiginlegt. Í þeim felst mun meiri ávinningur og hagkvæmni til lengri tíma en gert er ráð fyrir, og uppskera þeirra getur verið talsvert ríkuleg fyrir fyrirtæki sem skipuleggja ferðir fyrir starfsfólk sitt. Kannanir hafa sýnt að slíkt getur hreinlega aukið hag fyrirtækja á margvíslegan hátt.
Fyrirtækjamenning
Orðið ,,fyrirtækjamenning“ verður stöðugt meira áberandi í umræðunni, og er mikilvægur þáttur í lífi hvers einstaklings, sem eyðir stórum hluta ævinnar á sínum vinnustað. Heilbrigð og jákvæð fyrirtækjamenning er auk þess heillavænleg fyrir fyrirtækið sjálft, því kannanir leiða ótvírætt í ljós sterka tengingu milli hennar og bættari afkomu í rekstri.
Einn fyrir alla – allir fyrir einn
Eitt af lykilaatriðum í góðri fyrirtækjamenningu snýr að sterkum tengslum milli starfsfólks og stjórnenda, og að hver og einn starfskraftur njóti jafnræðis og skilnings, finni sig sem part af heildinni og fái að þróast og dafna í starfi sínu. Velvilji vinnustaðarins í garð starfsmanna sinna, eykur í jöfnu hlutfalli bæði á tryggð þeirra, starfsgetu og framleiðni.
Samskipti, vinnuálag, ásamt hinum ýmsu áskorunum í starfi er háð persónuleika og sérkennum starfsmanna. Að ferðast saman og tengjast sem teymi er frábær leið til að draga fram góðan liðsanda innan starfshópsins. Slíkar ferðir sýna þakklæti og eru skýr skilaboð til starfsfólks um að vinnustaðurinn þeirra kann að meta þeirra framlag. Þær eru hvatning til frekari dáða, þær sanna að fyrirtækinu er annt um þig sem manneskju, og lítur ekki á þig eingöngu sem hentugan starfskraft.
Alls konar fyrirtækjaferðir
Eins og áður sagði eru fyrirtækjaferðir jafn mismunandi og vinnustaðirnir eru margir. Þær geta beinst að ákveðnum deildum og teymum eða starfshópnum í heild, og markmið þeirra er fjölbreytt. Við hjá Tripical búum yfir áralangri og víðtækri reynslu af skipulagningu starfsmannaferða af mörgu tagi, sérsniðnar að ykkar væntingum. Við sérhæfum okkur í árshátíðarferðum fyrirtækja sem og ýmis konar hópaferðum af öllum stærðum og gerðum, og leggjum metnað okkar í að allir njóti ferðalagsins á sem allra besta hátt. Við tryggjum að fyrirtækjaferðin ykkar skili árangri, og að hópurinn komi heim ánægður og reynslunni ríkari!