Af hverju er eyjasigling um Króatíu fullkomin fyrir þig?

06.10.2022

Af hverju er eyjasigling í Króatíu fullkomin fyrir þig? Fyrir því eru ýmsar ástæður, allar jafn lokkandi og magnaðar þeim mikla seiði sem strendur Króatíu og hið silfurtæra Adríahaf kalla fram. Tripical býður upp á dásamlegar hópferðir á lúxussnekkju við strendur Króatíu á næsta ári, og því er tilvalið að nefna nokkur atriði sem gætu mögulega sannfært þig um hvað svona frí er fullkomið, og akkúrat það sem þig og vinahópinn þinn dreymir um.

Áfangastaðir

Siglingin sem um ræðir er ekki um hvaða eyjur sem er. Hér er umhverfið allt töfrum líkast, staðirnir sem við heimsækjum hver með sín einstöku sérkenni og aðdráttarafl, og bjóða upp á afar fjölbreytta upplifun á þeim 7 dögum sem ferðin tekur. Við leggjum m.a. við bryggju á hinni heillandi Hvar, sem státar af því að vera einn sólríkasti staður Króatíu, auk þess sem eyjan er einn af  vinsælli ferðamannastöðum landsins. Lífleg og fjörug borg, og allt eins líkur á að þú rekist á þinn uppáhalds leikara eða leikkonu, en Hvar er vinsæll staður hjá súperstjörnum.

Á eyjunni Mljet tekur svo allt annað við, en hún er einstök náttúruparadís, að stórum hluta skógi lögð. Þar er staðsettur samnefndur þjóðgarður, þar sem finna má fágætt ósnortið skóglendi og fallegustu saltvatnslón. Hinn mikli sjarmi eyjarinnar er skráð í fornar bækur, sem segja frá því að hin mikla hetja Ódysseifur hafi á ferðum sínum eftir Trójustríðið dvalið mörg ár á Mljet vegna hinnar einstöku fegurðar sem þar er að finna.

Þá má líka nefna aðra eyju sem við rennum upp að og skoðum okkur um, en hana hafa margir barið augum á bíótjaldi eða sjónvarpsskjá, og mögulega brostið í söng í leiðinni. Þetta er eyjan Vis, og þar var kvikmyndin Mamma Mia! 2  (Here we go again) tekin upp.

Við látum þessi dæmi um áfangastaði nægja, en af mörgu öðru er að taka og ljóst að enginn verður svikinn af þessari ótrúlegu lúxusferð.

bátur siglingar

Snekkjan

Fararskjótinn er svo sannarlega enginn slordallur, hinn glæsilegi MS Oscar er einstök lúxussnekkja þar sem hugsað hefur verið um hvert smáatriði, til að fullkomna ferðina þína á allan hátt. Hún tekur að hámarki 40 farþega, og eru allar káetur búnar rúmum, 200×80 cm eða 200×160 cm, loftræstingu, fataskáp og geymslurými undir rúmum, flatskjá, öryggishólfi, hárþurrku, auk sér baðherbergis með sturtu. 220V tengi, björgunarvesti og brunavarnarkerfi.  Á snekkjunni er lounge bar við rúmgóða verönd, glæsilegur veitingastaður, þar sem matseðillinn helgast af ljúfengum Miðjarðarhafsmat og víni úr héraði.  Þar er einnig stór sólpallur með sólbekkjum, stólum og heitum potti, og sundpallur með tveimur stigum fyrir greiðan aðgang í sjóinn. Þá er einnig boðið upp á ýmis konar afþreyingu, eins og snorkeling, kayak róður, SUP og jet ski gegn aukagjaldi.

Annar gæsibátur sem  í boði er, MS Ambassador, er í sama gæðaflokki og MS Oscar og býr yfir öllum sömu eiginleikum og smáatriðum og vinur hans MS Oscar.

Báðar þessar lúxussnekkjur sjá til þess að ekkert vantar upp á til að gera siglinguna þína að ógleymanlegu ævintýri.

Dubrovnik

Síðast en ekki síst er mikilvægt að nefna, að áður en haldið er úr höfn, gistir hópurinn eina nótt í hinni stórkostlegu Dubrovnik, og fólk fær tækifæri til að upplifa eina af best varðveittu sögulegu borgum heims, af mörgum talin sú fallegasta í heimi. Það er auðvelt að gleyma sér á rölti um ranghala og torg hinnar mögnuðu Dubrovnik, eða setjast á einhvern góðan stað yfir drykk eða mat og leyfa sér að njóta þess að ævintýrið er rétt að byrja. Þetta er fullkominn staður til að koma sér í ferðagírinn og búa sig undir draumasiglinguna sem þú átt í vændum.