[soliloquy id=”7213″]

Vertu í sambandi við sérfræðinga okkar í hópferðum fyrirtækja varðandi ALLT sem þarf að vera á hreinu fyrir þína ferð. Skilaboð á hallo@tripical.com og þú er svo gott sem á leiðinni á vit ævintýranna!

Starfsmannaferðir erlendis er ein besta fjárfesting fyrirtækja í ánægju starfsmanna. Það getur þó reynst flókið verkefni og tímafrekt að finna hinn rétta áfangastað, þá skemmtun sem hentar hópnum og passar tímasetningu, umfangi og fjárhag. Rétt hótel með veislusal. Er svið og hljóðkerfi, hvað með skemmtikraft og tónlist… Sérfræðingar Tripical í starfsmannaferðum eru á hverjum degi að klæðskerasauma ferðir fyrir fjölda fyrirtækja og hafa á undanförnum árum séð um undirbúning og framkvæmd árshátíðaferða ótal ánægðra starfsmanna fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum. Vel heppnuð árshátíðarferð á að vera öllum áhyggjulaus, full af gleði og góðum minningum.

Til að auðvelda þér valið kjósum við að skipta þessum fjölmörgu spenanndi áfangastöðum í fjóra flokka. Vinsælu borgirnar eru þær sem er mikið beðið um þessa dagana. Í flokk framúrskarandi borga veljum við áfangastaði sem hafa allt til að bera og svo bara svo miklu meira. Eðlilega eru ferðir þangað engu líkar. Þær sem við köllum góðar eru þessar sígildu sem flestir þekkja og alltaf taka vel á móti manni. Við fórum svo að hugsa um þessar borgir sem eru að koma sterkar inn, sérstaklega fyrir fjölskrúðugt mannlíf, listir og menningu, sem iða allan ársins hring. Svo eru fjöldi borga sem bara standa fyrir sínu sem eftirminnilegur áfangastaður. Hvað heillar þig?
Vinsælar
Framúrskarandi
Góðar
Iðandi
Eftirminnilegar
Share via
Copy link
Powered by Social Snap