Árshátíðarferðir

10.03.2022

Árshátíðarferðir

Fleiri og fleiri fyrirtæki taka þá skemmtilegu ákvörðun að gera eitthvað meira úr árshátíðum sínum. Eitthvað allt annað, nýtt og ferskt. Í stað þess að leigja sal úti í bæ, hengja upp blöðrur og ráða góðan dídjei, verður nú æ algengara að starfsmannahópurinn taki saman flugið út fyrir landsteinana á vit nýrra ævintýra. Fari saman í árshátíðarferð! Þetta finnst okkur hjá Tripical mjög frábært. Við elskum að ferðast, og við elskum að hjálpa öðrum að njóta þess besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Með bættum samgöngum og auðveldara aðgengi að flugi til allra átta verður heimurinn stöðugt minni. Það er lítið mál að fara með hópinn í árshátíðarferð hvert út í heim sem er. Og ef dídjei-inn er einfaldlega of góður til að sleppa honum, þá kemur hann bara með!

Ýttu hér til að skoða árshátíðarferðir sem eru í boði hjá Tripical!

Árshátíðarferðir slá líka fleiri en eina flugu, þær eru geggjuð hugmynd á svo margan hátt. Að ferðast sem hópur á nýjar slóðir þjappar fólki enn betur saman, og bætir starfsandann um leið. Þá eru árshátíðarferðir oft hæfileg blanda af tíma sem hópurinn eyðir saman, og tíma sem hver og einn hefur út af fyrir sig. Sem er gott, því þarfir fólks eru misjafnar og áhugasviðin jafnvel ólík. Svo er það auðvitað þessi merkilega staðreynd: Það er gaman að skemmta sér heima á Íslandi, en það er enn skemmtilegra að skemmta sér í fríi í útlöndum! Og í árshátíðarferðum er aldeilis tilefni til að sletta úr klaufunum!

Tripical leggur mikinn metnað í að skipuleggja árshátíðarferðir af öllum stærðum og gerðum, sérsniðnar að ykkar væntingum. Við hvetjum ykkur til að hafa samband, setjast með okkur yfir kaffibolla og segja okkur frá þeim óskum sem þið viljið að rætist.

Hver er drauma árshátíðarferðin þín?

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í árshátíðarferðum!

sitges spánn