Árshátíð erlendis

14.03.2022

Árshátíð erlendis

Fastur liður í rekstri á góðu fyrirtæki er hin árlega uppskeruhátíð, sjálf árshátíðin! Á þeim tímamótum er margt hægt að gera til að lyfta starfsandanum á annað level, og veita hópnum umbun fyrir vel unnin störf. Til dæmis má, með einföldum hætti, halda árshátíð erlendis. Einhvern tíma hefur sú hugmynd þótt nokkuð glæfraleg, en í dag er þetta alls ekkert stórmál, enda fjölgar stöðugt þeim fyrirtækjum sem ákveða að halda sína árshátíð erlendis, og þar kemur þjónusta okkar hjá Tripical að frábærum notum.

Við leggjum mikinn metnað í okkar árshátíðarferðir hvert út í heim sem er. Við finnum með ykkur heppilegan áfangastað, gistingu að ykkar óskum, skemmtilega afþreyingu á meðan dvölinni stendur, finnum réttu barina og veitingahúsin, og svo auðvitað það mikilvægasta, góðan stað fyrir hátíðina sjálfa. Eruð þið í leit að skemmtiatriðum fyrir árshátíðina? Við aðstoðum með það líka. Við aðstoðum með allt!

Ýttu hér til að skoða árshátíðarferðir sem eru í boði hjá Tripical!

Árshátíð erlendis bætir svo mörgu góðu við, það sem áður var gaman verður enn meira gaman. Möguleikarnir verða miklu fleiri og veðrið miklu betra. Nema kannski ef fyrirtækið kýs að halda hátíðina sína á Jan Mayen eða Suðurskautslandinu, sem er vissulega dálítið sérstök ákvörðun en við myndum sannarlega vinna með hana eins og allar aðrar fyrirspurnir og búa til frábæra ferð.

Aðalmálið er að ferðin veiti mikla gleði og ánægju, að allt gangi smurt og vel, og að hópurinn komi heim endurnærður og hlaðinn góðum og skemmtilegum minningum.

Viljið þið halda árshátíð erlendis? Skoðið hugmyndir og möguleika hér, og ef þið finnið þær ekki látið okkur vita. Við erum alltaf til í nýjar hugmyndir. Kíkið í kaffi til okkar og treystið okkur fyrir væntingum ykkar. Leyfið okkur að gera þær að veruleika.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í árshátíðarferðum!