Ævintýraborgin Barcelona

18.04.2023

Ævintýraborgin Barcelona

Barcelona er stórkostleg borg, fögur, fjörug og með frábært úrval af afþreyingu. Sumt er vel þekkt og á allra vörum, en þar er líka ýmislegt minna þekkt, en ekki síður ótrúlega spennandi. Hvort sem að þú ert prjónandi eða ekki, þá bíða þín ógleymanlegar stundir í ævintýraborginni Barcelona.

Skoðaðu hópferð til Barcelona hérna.

Stórkostleg kirkjubygging

The Crypt of the Colonia Güell er kirkja staðsett í bænum Santa Coloma de Cervelló, rétt utan við borgina. Hún var hönnuð af hinum fræga katalónska arkitekt Antoni Gaudí og er talið eitt af hans mikilvægustu verkum. Kirkjan var byggð fyrir starfsmenn nærliggjandi textílverksmiðju sem var í eigu Güell fjölskyldunnar. Framkvæmdir hófust árið 1898 og lauk árið 1914, en kirkjan var aldrei fullgerð vegna fjárskorts. Þrátt fyrir það þykir hún merkilegt dæmi um einstakan byggingarstíl Gaudí, með bylgjuðum veggjum, skrautlegum smáatriðum og nýstárlegri notkun á ljósi og rými. Byggingin var friðuð af heimsminjaskrá UNESCO árið 2005, er opin gestum og gangandi og hiklaust hægt að mæla með heimsókn.

Útsýni allan hringinn

The Bunkers del Carmel, einnig þekkt sem Turó de la Rovira, er fyrrverandi loftvarnarbyrgi staðsett á hæð í Carmel hverfinu og býður upp á 360 gráðu útsýni yfir borgina og út á Miðjarðarhaf.  Byrgið var byggt í spænsku borgarastyrjöldinni á þriðja áratugnum, til að verja borgina fyrir loftárásum, en er nú vinsæll útsýnisstaður sem býður upp á 360 gráðu yfirsýn yfir borgina og út á Miðjarðarhaf. Það er sérstaklega vinsælt og þykir töfrandi upplifun að vera staddur þar upp frá við sólsetur. Byrgið hefur skipað sér sess í menningar- og sögulegu tilliti, og þar eru reglulega sýningar sem minnast borgarastyrjaldarinnar og hlutverk staðarins í vörnum Barcelona borgar.

Lifandi turnar

Human Towers („Castells“ á katalónsku), er stórskemmtilegt sport sem stundað er í Katalóníu, og felur í sér að byggja mannaturna eins hátt upp í loft og hægt er. Athæfið er upprunnin í bænum Valls á 18. öld og hefur síðan þá breiðst út um héraðið. Turnarnir eru byggðir af hópum fólks (kallaðir “colles”), sem vinna saman að því að búa til pýramída úr einstaklingum, með minnstu og léttustu þátttakendurna efst. Grunnur turnsins er myndaður af hópi sterkra, traustra einstaklinga, sem standa undir þyngd turnsins og veita stöðugan grunn. Turnarnir geta náð allt að tíu hæðum og tugir manna mynda hvert stig. Turninn er fullgerður þegar síðasta turn persónan kemst á toppinn og réttir upp hönd sína. Það er kallað „pom de dalt“. Human Towers er einnig keppnisíþrótt, og lið keppa á hátíðum víða um héraðið. Mikilvægust af þeim keppnum er haldin í Tarragona á tveggja ára fresti og heitir Concurs de Castells. Í Barcelona er hefðinni fagnað á hinni árlegu La Mercè hátíð, þar sem nokkrir collas koma saman til að byggja mannturna á aðaltorgi borgarinnar, Plaça de Catalunya. Það er einstök og áhrifamikil sjón að sjá turnana rísa og ógleymanleg upplifun fyrir alla sem heimsækja Barcelona á hátíðinni.

Ýttu hér til að skoða fleiri hópferðir sem eru í boði hjá Tripical!

Besta stellingin?

The Erotic Museum of Barcelona er staðsett í hjarta gotneska hverfisins í borginni. Safnið opnaði árið 1997 og er eitt af fáum erótískum söfnum í heiminum. Sérstaða þess felst í hinni vinsælu sýningu safnsins 1000 Positions Room, en þar sýna skúlptúrar ​​í raunstærð hinar ýmsu og misflóknu kynlífsstöður úr Kama Sutra og öðrum erótískum textum. Aðrar sýningar innihalda safn af erótískum kvikmyndum og bókmenntum, auk sýninga á sögu kynlífsleikfanga og getnaðarvarna.

Skinkusafn

Museu de la Xocolata i la Xarcuteria er safn tileinkað skinku og öðru kjöti og staðsett í gotneska hverfinu. Safnið sýnir sögu skinkunnar, framleiðslu hennar og mikilvægt hlutverk í spænskri menningu og matargerð, í Katalóníu og um allan Spán. Þar má finna mismunandi tegundir af skinku, og að sjáfsögðu er gestum boðið að smakka. Auk þess má versla sína uppáhalds skinku í verslun safnsins. Auk sýninga býður safnið einnig upp á vinnustofur og viðburði allt árið, þar á meðal smökkun, matreiðslunámskeið og aðra menningarstarfsemi sem tengist framleiðslu og neyslu skinkunnar.

Völundarhús

Völundargarðurinn í Horta, einnig þekktur sem Parc del Laberint d’Horta, er heillandi almenningsgarður, staðsettur í Horta-Guinardó hverfinu. Svæðið byggir á nokkrum görðum, sem hver ber sitt einkenni, tjarnir og fossa. Það er þó mest þekkt fyrir glæsilega gróðurskúlptúra, og ekki síst stórt völundarhús sem þar er að finna. Það er byggt úr risalimgerði sem nær allt að 3 metrum á hæð, og þekur um 750 fermetra svæði. Þetta er friðsæl vin í hjarta Barcelona, þar sem gott er að taka hlé frá skarkala borgarinnar.

Útfaravagnasafn

Í Barcelona má finna lítið safn sem sýnir einstakt úrval af útfaravögnum allt frá 18. öld. Museu de Carrosses Fúnebres er staðsett í hverfinu Poble Sec og er tileinkað varðveislu á þessum einkar fallegu vögnum, smíðuðum úr viði, málmi og gleri. Safnið býður gestum að fræðast um mismunandi tegundir jarðarfararvagna, ásamt því að kynna hinar ýmsu hefðir og siði sem hafa tengst jarðarförum í Barcelona í gegnum aldirnar. Þá er einnig að finna sýnishorn af öðrum mikilvægum hlutum fyrir útfarir, eins og kistur, duftker og sorgarfatnað. Vissulega dálítið sérstakt safn en sannarlega eftirminnileg upplifun að kíkja.

Gotneska hverfið með nýjustu tækni

Gothic Quarter Virtual Tour eru sýndarveruleikaferðir um gotneska hverfið, og gera gestum kleift að skoða eitt af elstu og sögufrægustu hverfum borgarinnar á nýjan hátt. Gestir bera sýndarveruleikagleraugu og heyrnartól og fá með því 360 gráðu útsýni. Jafnframt eru hljóðskýringar sem veita upplýsingar um sögu hverfisins, byggingarlist þess og menningarlega þýðingu. Gestir geta einnig interaktað við ákveðna hluti og þætti í sýndarumhverfinu, opnað hurðir og séð byggingar í návígi. Ferðin tekur þig um hlykkjóttar götur, sögulegar byggingar og falin útskot. Talsvert framboð er af ferðum sem þessum, og mælt með því að fólk kynni sér þær og lesi umsagnir áður en ferðin er valin, til að tryggja að um virtan þjónustuaðila og hágæða upplifun sé að ræða.

Myndlist úti á götu

El Raval er hverfi í Barcelona sem er þekkt fyrir líflega götulistarsenu. Verkin þar endurspegla sögu og menningu hverfisins, og leggja mörg hver áherslu á félagsleg og pólitísk málefni, auk þess að fagna fjölmenningarlegri sjálfsmynd svæðisins. Sem dæmi um  þekktustu verkin í El Ravel má nefna risastóra veggmynd af andliti konu eftir listamanninn Aryz og litríkt verk eftir listamanninn El Pez. Hér er umhverfið þó í stöðugri þróun, ný verk birtast reglulega og eldri verkum er skipt út eða málað yfir þau. Besta leiðin til að kanna El Raval hverfið er að fara í gönguferð með leiðsögn sem beinist sérstaklega að götulist.

Búbblandi gleðigjafi

Cava er freyðivín framleitt í Katalóníuhéraði og oft líkt við kampavín. Að skella sér í Cava smakkferð er frábær leið til að fræðast um þetta fræga vín, og það sem er enn betra: smakka á því, um leið og þú nýtur dásemdarlandslags Katalóníusvæðisins. Til eru nokkrar tegundir af Cava, hver með sitt bragð og eiginleika. Margar slíkar ferðir eru í boði, oftar en ekki fylgir þeim matarsmakk á ostum, skinku og smáréttum. Hægt er að velja sér stærri hópferðir, en einnig má mæta í fámennari hóp, sem gerir upplifunina persónulegri. Hér er mikilvægt að kynna sér hvað er í boði, og velja þá ferð sem best hentar.

Byggingarlistaverk

Casa de les Punxes er einstök bygging staðsett í Eixample hverfinu. Hún  var hönnuð af móderníska arkitektinum Josep Puig i Cadafalch, fullgerð árið 1905 og þykir eitt skýrasta dæmi um katalónskan módernisma í byggingarlist. Byggingin ber áberandi oddhvassa turna („punxes“ á katalónsku). Framhliðina prýða flóknar skreytingar, þar á meðal skúlptúrar, mósaík og litaðir glergluggar, en þeir voru gerðir af hópi listamanna undir forystu hins fræga móderníska málara, Alexandre de Riquer. Þarna er líka þakverönd, sem býður upp á töfrandi útsýni yfir Eixample-hverfið og sjóndeildarhring borgarinnar.

Töfrabrunnur

The Magic Fountain of Montjuïc er stór skrautbrunnur staðsettur í Montjuïc hverfinu. Brunnurinn var smíðaður árið 1929 og varð fljótt ástsælt kennileiti borgarinnar. Hann er frægur fyrir stórbrotna vatns- og ljósasýningu sem fram fer á hverju kvöldi og hefur mikið aðdráttarafl. Þá má benda á að Montjuïc hverfið á sér fleiri áhugaverð kennileiti, eins og Montjuïc kastalann, Listasafn Joan Miró og Þjóðlistasafn Katalóníu. Gestir geta einnig farið í kláfferju frá hverfinu til nærliggjandi hafnarsvæðis, sem býður upp á töfrandi útsýni yfir borgina og Miðjarðarhafið.

Nammi namm

Barcelona er fræg fyrir súkkulaði og sætabrauð og sælkeraferð er frábær leið til að kynna sér sætmeti borgarinnar, smakka úrval af ljúffengu súkkulaði, sætabrauði og eftirréttum, um leið og hægt er að fræðast um sögu og framleiðslu á súkkulaði í Barcelona. Ferðirnar fela venjulega í sér heimsóknir í nokkrar af frægustu súkkulaðibúðum og bakaríum borgarinnar, þar sem gestir læra um mismunandi afbrigði og bragð. Sem dæmi má nefna Escribà, sem er þekkt fyrir ljúffengar kökur og sætabrauð, og Chök, nútíma súkkulaðibúð sem sérhæfir sig í skapandi súkkulaðigerð.

 

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í hópferðum!