Í kringum heiminn á 8 dögum

16.02.2017

Við hjá Tripical erum með eitt markmið: að gera ferðalagið þitt að ógleymanlegu ævintýri.

En það er eitt að segja og annað að framkvæma, þess vegna ákváðum við að senda félagana Snorra Björns og Svein Breka Hróbjartsson í smá ævintýraferð… í kringum heiminn!

Snorri flaug í morgun til Amsterdam og keyrði þaðan beinustu leið til Maastricht. Hann hefur nú sameinast Sveini Breka vini sínum og þeir eru við það að hefja 200 klukkustunda ferðalag í kringum heiminn. Tveir vinir, 13 áfangastaðir, 8 dagar.

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum Snorra.

Snapchat & Instagram: snorribjorns

Ferðasagan mun svo birtast hér jafnóðum og á Instagram–reikningi Tripical: @tripicaltravel