Höfuðborg Wales státar af heillandi mannlífi, töfrandi köstulum og öðrum fornum glæsibyggingum. Kröftuga Cardiff er að verða einn af vinsæl-ustu áfangastöðum Bretlands. Ekki seinna vænna að skella sér!
Cardiff (á walesku: Caerdydd) var lítill bær fram á fyrri hluta 19. aldar, þegar kaupmenn fóru að átta sig á hentugri staðsetningu staðarins fyrir skipakomur. Hún er í dag stærsta borg Wales og þar búa um 360.000 manns. Cardiff býr yfir margra alda sögu og þar má finna margar stórbrotnar byggingar því til staðfestingar. Fremstan má telja Cardiff kastalann frá 11. öld, en einnig má nefna Beaupre kastalann og Llandaf dómkirkjuna. Miðbærinn er einkar glæsilegur, en þar blandast gömul tignarleg mannvirki á skemmtilegan hátt saman við nútíma arkitektúr.
Það er af mörgu að taka í Cardiff þegar kemur að góðri stemmingu og skemmtilegri menningarupplifun. Hafnarhverfið Mermaid Quay iðar alla daga af lífi og gleði, þar eru verslanir, veitingastaðir og krár í úrvali og gaman að ganga um og afar auðvelt að gleyma sér. Þá má hiklaust mæla með að leigja sér hjól og skoða hafnarsvæðið með þeim hætti. Þjóðminjasafnið er ansi magnað og heimsóknar virði, enda fáir jafn stoltir af uppruna sínum og Wales búar.
Það telst eiginlega sem skylda að heimsækja St. Fagans National Museum of History, sem er stórglæsilegt virki, umkringt einstaklega flottu útisafni og fallegum görðum. Hér finnurðu vandlega endurgerðar byggingar sem sýna líf Walesbúa á mismunandi tímum, frá upphafi og til dagsins í dag. Safnið er staðsett tæpa 20 km frá miðbænum og vel þess virði að taka sér þá ferð á hendur.
Innan borgarinnar má einnig nefna Butetown (Tiger Bay), sem er eitt af skemmtilegustu hverfum borgarinnar, en byggð þar má rekja til 19. aldar. Hér kynnistu hinni sönnu Cardiff. Þá er auðvelt að fara í siglingu á flóanum fyrir utan borgina og sjá kennileiti eins og Wales Millennium Centre og Mermaid Quay frá öðru og nýrra sjónarhorni. Gönguferð um hinn heillandi almenningsgarð Bute Park er líkaa ávísun á mikla gæðastund og fáir staðir betri á góðviðrisdegi. Þar liggja göngustígar þvers og kruss og um að gera að velja sér leið af handahófi, alls staðar finnurðu skemmtilega skúlptúra eða þægilegar lautir eða velli til að setjast og njóta kyrrðarinnar.
Það eru líka fáir sem kunna jafn vel að sletta ærlega úr klaufunum, næturlífið í Cardiff er frægt, og þar finnurðu allt sem þig langar að eyða kvöldinu í, hvort sem það er góður matur, þægilegur pöbb (Tiny Rebel er geggjaður kraftbar) eða hávært og taktfast dansstuð (þá er Metro klúbburinn). Eins og hér má sjá er Cardiff ekki vinsæl að ástæðulausu og auðvelt að finna hvers kyns afþreyingu og eftirminnilega skemmtun!
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Almennar upplýsingar:
Fjöldi fólks: 65.640.000
Íbúatala á Bretlandi er í kringum 65 og hálf milljón. Bretlandi og íbúum þess má skipta í fjóra parta sem eru eftirfarandi:
Englendingar eru mjög blönduð fjölmenningarþjóð og þannig hefur það verið um aldir. Eins og víða annars staðar má þar finna fólk sem er óvinveitt erlendum gestum, en landið er þó þekkt fyrir að vera eitt af vinsamlegri löndum gagnvart útlendingum og rasismi er þar t.a.m. í miklu lágmarki samanborið við ýmsar aðrar þjóðir. Reglan hér er: Brostu, vertu kurteis, og ekki riðjast. Þá eru þér allir vegir færir á Bretlandseyjum öllum.
Þótt oft sé gert grín að enskri matargerð og því haldið fram að hún sé alls ekki góð, eiga Englendingar nokkra fræga rétti sem matreiddir eru víða um heim. Þar má nefna Beef Wellington og Steak and Kidney Pie, og svo auðvitað gamla góða samlokan! England er þó í dag svo fjölmenningarlegt samfélag að auðvelt er að hafa upp á stöðum sem bjóða upp á fyrsta flokks rétti hvaðan æva að úr heiminum. Hér eru æðislegir indverskir og ítalskir veitingastaðir, og auk þess endalaust úrval af asískum stöðum.
Þetta 4-stjörnu lúxushótel er staðsett í miðbænum, í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá Cardiff-kastala, og býður upp á glæsileg herbergi með ókeypis Wi-Fi Interneti. Það er 20 metra innisundlaug og líkamsræktarstöð.
Herbergin eru með flottri hönnun og eru öll vel búin með sjónvarpi með Freeview-rásum, te/kaffiaðstöðu og sérbaðherbergi.
Í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá Park Plaza Cardiff er Principality-leikvangurinn en Cardiff’s St Davids 2-verslunarmiðstöðin er í 5 mínútna göngufjarlægð.
Hið nýja Laguna Health and Spa býður upp á nuddpott, stóra líkamsræktarstöð og eimbað. Heilsulindin býður upp á mikið úrval af lúxus Pevonia meðferðum.
Laguna Kitchen and Bar á jarðhæðinni framreiðir bæði staðbundna og alþjóðlega matargerð með fersku staðbundnu hráefni. Gestir geta notið máltíðar á veröndinni yfir hlýrri mánuði.
Radisson Blu Hotel er staðsett í miðbænum og býður upp á borgarútsýni, loftkæld herbergi og ókeypis Wi-Fi Internet. Aðallestarstöðin í Cardiff er í nágrenninu.
Radisson Blu Hotel Cardiff er í göngufæri frá Cardiff International Arena, Principality Stadium og St. David’s 2 verslunarsamstæðunni.
Herbergin á Radisson Blu eru með flatskjásjónvarpi og öryggishólfi.
Veitingastaður hótelsins og barinn framreiðir breska rétti.
Þetta 4-stjörnu lúxushótel er á frábærum stað í miðbænum og er með sundlaug, líkamsræktarstöð og heilsulind. Aðalverslunarhverfið er í 5 mínútna göngufjarlægð. Það er ókeypis Wi-Fi Internet og bílastæði á staðnum gegn aukagjaldi.
Mörg af lúxus, nútímalegum herbergjum Mercure Cardiff Holland House Hotel & Spa eru með töfrandi víðáttumiklu borgarútsýni.
Gestir geta notið glæsilegs setustofubars og verðlaunaðs veitingastaðar með nútímalegum matseðli. Hinn frábæri tómstundaklúbbur inniheldur nuddpott, gufubað, eimbað og þolfimi og líkamsræktarstofu.