England - Tripical

England

Sjá myndir

England

Almennar upplýsingar:

Fjöldi fólks: 65.640.000

  • Stærð að flatarmáli: 242,495 km²
  • Opinbert tungumál: Enska
  • Gjaldmiðill: Breskt pund
  • Hitastig: 7°-30°
  • Tímabelti: 0-1 tímum á undan Íslandi

Íbúatala á Bretlandi er í kringum 65 og hálf milljón. Bretlandi og íbúum þess má skipta í fjóra parta sem eru eftirfarandi:

  • England er stærst og fjömennast Bretlandseyja.
  • Skotland liggur norðan við England, næst stærst Bretlandseyja. Skotar tala flestir ensku, en þó með sínum sterka hreim. Einnig er skosk gelíska töluð á einstaka svæði.
  • Wales liggur vestan við England. Walesverjar eiga sitt eigið keltneska tungumál, sem yfirleitt er kallað Waleska. Flestir í Wales tala þó einnig ensku.
  • Norður-Írland er hluti af Írlandi og liggur vestan við England. Þar er töluð írska, sem er keltneskt tungumál, en einnig enska.

Englendingar eru mjög blönduð fjölmenningarþjóð og þannig hefur það verið um aldir. Eins og víða annars staðar má þar finna fólk sem er óvinveitt erlendum gestum, en landið er þó þekkt fyrir að vera eitt af vinsamlegri löndum gagnvart útlendingum og rasismi er þar t.a.m. í miklu lágmarki samanborið við ýmsar aðrar þjóðir. Reglan hér er: Brostu, vertu kurteis, og ekki riðjast. Þá eru þér allir vegir færir á Bretlandseyjum öllum.

Þótt oft sé gert grín að enskri matargerð og því haldið fram að hún sé alls ekki góð, eiga Englendingar nokkra fræga rétti sem matreiddir eru víða um heim. Þar má nefna Beef Wellington og Steak and Kidney Pie, og svo auðvitað gamla góða samlokan! England er þó í dag svo fjölmenningarlegt samfélag að auðvelt er að hafa upp á stöðum sem bjóða upp á fyrsta flokks rétti hvaðan æva að úr heiminum. Hér eru æðislegir indverskir og ítalskir veitingastaðir, og auk þess endalaust úrval af asískum stöðum.

England

Hópferð til Brighton

Gott frí í höfn - velkomin til Brighton! Brighton er enskur strandbær í klukkutíma fjarlægð með lest frá London, og mjög vinsæll fyrir dagsferðir frá höfuðborginni. Þar er löng strandlengja, mjög áhugaverður skemmtigarður og margar fallegar 18. aldar byggingar. Brighton...