Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Gestgjafaumsókn
Tripical
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Gestgjafaumsóknir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Um Áfangastað
  • Aðrar Upplýsingar

Hópferð til Búdapest

Lengd ferðar:
3 dagar/4 nætur
Land:
Ungverjaland
Gjaldmiðill:
Ungversk fórinta

París austursins

Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning. Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, geturðu skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi frá jörðu er vinsæll orkugjafi fyrir fjölmargar heilsulindir borgarinnar. Þá þykir sólsetur í Búdapest eitt það fegursta í allri Evrópu og margir sem leggja ýmislegt á sig til að verða vitni að því. Með öðrum orðum, hér er í boði algjör fjársjóður. Við köllum Búdapest ekki  París austursins að ástæðulausu!

Nokkur lönd í einni borg!

Ungverjar segja sjálfir að fortíðin geymi í raun sögu annarar þjóðar. Það hefur gengið á ýmsu í Ungverjalandi í gegnum tíðina.  Sjáðu byssukúluörin og ummerki eftir sprengjur seinni heimstyrjaldarinnar og frá uppreisninni 1956, sem finna má víða um borgina. Það er í raun eins og að fara í litla Evrópureisu þegar maður sekkur sér í ævisögu borgarinnar. Ekki skemmir fyrir að árið 1987 var Búdapest bætt á heimsminjaskrá UNESCO  fyrir menningar- og byggingarsögu sína.

Margt í boði

Það eru fleiri en ein leið til að uppgötva Búdapest. Hvort sem þú ert að koma í fyrsta skipti eða ekki, þá bjóðum við upp á topplista yfir hluti til  að skoða og gera!

Taktu dýfu í einu af frægu böðum borgarinnar, bragðaðu á matnum, skoðaðu nokkrar flottar, fönkí verslanir, labbaðu yfir keðjubrúnna eða sestu niður,  slakaðu á og horfðu á mannlífið á einhverju kósý kaffihúsi.

  1. Uppgötvaðu hina sögulegu Castle Hill í skemmtilegri gönguferð
  2. Skoðaðu Dóná á skemmtiferðaskipi og njóttu fallegs útsýnis
  3. Vertu menningarleg/ur og farðu á óperusýningu í hinu heimsþekkta óperuhúsi borgarinnar
  4. Dýfðu þér í böðin
  5. Labbaðu yfir Chain Bridge, sem var fyrsta brúin til að tengja Buda og Pest
  6. Prófaðu ekta ungverskan mat, og dreyptu á einhverju geggjuðu ungversku víni með

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Borgin að kvöldi til
  • favorite
    Byggingalistin
  • favorite
    Næturlífið
  • favorite
    Maturinn
  • favorite
    Slaka og njóta

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • 3 nætur á hóteli í Búdapest
  • Morgunmatur
  • Flutningar til og frá velli
  • Ótrúlega mikið fjör!

Ekki innifalið

  • Hádegismatur
  • Kvöldmatur
  • Sérstakar skoðunarferðir
  • Ferð í Eiffelturninn (hann er í hinni raunverulegu París)

Ungverjaland

Frábær leið til þess að kynnast Austur-Evrópu

Ungverjaland, með það mörgum landamærum að þú myndir líklegast sofna ef við myndum ætla að telja þau öll upp fyrir þig. Mikil saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning. Hitauppstreymi frá jörðu sem er notað fyrir spa, eitthvað sem við ættum að þekkja. Ofan á þetta er höfuðborgin, eftir að sólin sest, líklegast einhver mest spennandi og flottasta borg heims. Þetta eru svona helstu spilin sem landið hefur að spila.

Mjá bjóða þér að hlusta á ungverska tónlist á meðan lestri stendur?


https://tripical.is/wp-content/uploads/2017/11/Hungarian-folk-music-Sugalló.mp3

Almennar upplýsingar:

  • Fjöldi fólks: 9.797.500
  • Stærð að flatamáli: 93.030 km2
  • Opinbert Tungumál: Ungverska
  • Gjaldmiðill: Ungversk fórinta/ 1Ft=0,40kr
  • Hitastig: Yfir sumar 20-25°C að meðaltali. Vetur 8-11°C að meðaltali
  • Tímabelti: 1 klukkutímum á undan Íslandi, 2 yfir sumartímann

Byggingarnar maður!

Náttúrulegt landslag Ungverjalands á líklega eftir að gleðja þig með blíðum armi þess frekar enn að koma þér á óvart eins og barn á hrekkjavöku. Það getum við alls ekki sagt um manngerða landslag landins. Arkitektúr Ungverjalands er fjársjóður, allt frá rómverskum rústum og miðalda þorpshúsum til barrokkkirkjanna, glæsilegar opinberar byggingar og baðhús og skólar. Punkurinn, ef þú villt verða agndofa yfir byggingum, farðu til Ungverjalands. Við erum ekki bara að tala um Búdapest. Þú getur labbað í gegnum Szeged eða Kecskemét, Debrecen og Sopron sama hvert þú ferð munt þú uppgötva byggingarlistar-gimsteina sama hvert þú snýrð þér.

Elskaðu matinn og vatnið

Ungverjar elska heita vatnið sitt, og hafa gert alla tíð, þeir nota heita vatnið sem kemur úr jörðunni til lækninga, meðferða og afþreyingar. Tyrknesku baðhúsin byggð snemma á 16. öld, eðlilega eitt það vinsælasta samt þú getur skoðað. Settu það á to do listann þinn

Ungaverski maturinn er sá háþróaðasti matarstíll í Austur-Evrópu. Ekki nóg með það þá vilja heimamenn meina að það séu þrjár tegundir af matargerð sem fólk þarf að smacka á ævinni, franska, kínverska og jú, þú lílegast giskaðir á það, þeirra eigin.

Budapest

París Austursins

Búdapest er paradís fyrir landkönnuðinn. Fegurðin í Búdapest er ekki öll af Guði gefin. Mannkynið hefur gegnt lykilhlutverki í að móta þessa drauma borg. Algjör fjársjóður. Þegar borg er kölluð París Austursins þá má gera ráð fyrir að hún sé framúrskarandi flott.

Árið 1987 var Búdapest bætt við á heimsminjaskrá UNESCO List fyrir menningarlega og byggingarlega þýðingu sína.

Skoðaðu nokkur lönd í einni borg!

Ungverjar segja að fortíðin eða saga landsins sé í raun bara annað land. Sjáðu holurnar eftir byssukúlurnar og ummerki eftir sprengjur á byggingum frá seinni heimsstyrjöldinni og uppreisninni 1956. Sagan er mikil og þú gætir í raun skoðað mörg lönd í einu með því að kafa vel inn í sögu borgarinnar.

Margt í boði

Það er meira en ein leið til að uppgötva Búdapest. Hvort sem þú ert að koma í fyrsta skiptið eða bara að leita að nýjum hlutum til að sjá og gera þá höfum við gert lista fyrir þig með 10 hlutum til þess að gera í Búdapest. Taktu dýfa í allavegana eitt af frægum böðum borgarinnar, bragðaðu á matnum, skoðaðu nokkrar af flottum, funkí verslunum sem eru með hönnun af svæðinu, labbaðu yfir keðjubrúnna eða sestu bara og slakaðu á og horfðu mannlífið frá góðum stað á næsta kaffihúsi, jafnvel á köldum vetrardegi.

Aðrar Upplýsingar

Tillögur að dagsviðburðum, stórum og smáum

Baðhús/Spa

Búdapest er hvað frægast fyrir glæsilegu baðhúsin. Líklegast er Széchenyi baðhúsð fallegast af þeim öllum. Enda staðsett í fallegu City Park. Þarna getur tekið sundsprett í bæði inni og úti laug. Dást að sögulegu mósaíkinni. Þessvegna bara tekið eina skák í lauginni.


Ruin Pubs 

Búdapest hefur orðið á nokkrum árum að vinsælli partíborg þökk sé vaxandi útbreiðslu hinna svokölluðu “rústbara”. Sem eru yfirgefin rými breytt í bari eða klúbbaa af heimamönnum. Inn á staðnum er síðan að finna lifuð húsgögn sem byrjuðu líf sitt sem eitthvað allt annað en þau eru núna. Þú gætir þess vegna verið að sitja á gömlu baðkari.


Vajdahunyad Kastalinn

Staðsettur í City Park, sem er alls ekki langt frá Szechenyi baðhúsinu. Vajdahunyad kastalinn var byggð árið 1896 og er í raun samansafn af 21 byggingu sem er gert til þess að sýna og fagna öllum þeim mismunandi arkitekts stílum sem er að finna í Ungverjalandi.


Sigling um Dóná

Ein virkilega skemmtileg leið til þess að skoða stóran hluta Búdapest er að taka siglinguna um Dóná. Bæði færðu að sigla á næst stærstu á Evrópu og sömuleiðis færðu að sjá meiri og stærri hluta Búdapest en þú nærð að gera á fótunum einum sér.

 


Vínsmakk 

Hvernig hljómar það að taka sér 4-5 tíma til þess að bragða á gæða víni á fallegum héröðum í nágreni við Búdapest. Best væri að Googla sig svolítið áfram og komast að því hvaða vínsmakk er mest spennandi. En ef þú er sannkallaður víngæðingur þá lætiru þetta ekki fram hjá þér fara!

Smelltu á play á myndbandinu og undirbúðu þig fyrir að verða spennt/ur fyrir Budapest!

Verð frá 92.000 kr.
(Á mann í tvíbýli)

Fyrirspurn um ferð

Tripical

Borgartúni 8, 105 Reykjavík

+354 519 8900

hallo@tripical.com

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Balí
  • Búlgaría
  • Króatía
  • Lettland
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Pólland
  • Rússland
  • Skotland
  • Srí Lanka
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap