Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning. Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, geturðu skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi frá jörðu er vinsæll orkugjafi fyrir fjölmargar heilsulindir borgarinnar. Þá þykir sólsetur í Búdapest eitt það fegursta í allri Evrópu og margir sem leggja ýmislegt á sig til að verða vitni að því. Með öðrum orðum, hér er í boði algjör fjársjóður. Við köllum Búdapest ekki París austursins að ástæðulausu!
Ungverjar segja sjálfir að fortíðin geymi í raun sögu annarar þjóðar. Það hefur gengið á ýmsu í Ungverjalandi í gegnum tíðina. Sjáðu byssukúluörin og ummerki eftir sprengjur seinni heimstyrjaldarinnar og frá uppreisninni 1956, sem finna má víða um borgina. Það er í raun eins og að fara í litla Evrópureisu þegar maður sekkur sér í ævisögu borgarinnar. Ekki skemmir fyrir að árið 1987 var Búdapest bætt á heimsminjaskrá UNESCO fyrir menningar- og byggingarsögu sína.
Það eru fleiri en ein leið til að uppgötva Búdapest. Hvort sem þú ert að koma í fyrsta skipti eða ekki, þá bjóðum við upp á topplista yfir hluti til að skoða og gera!
Taktu dýfu í einu af frægu böðum borgarinnar, bragðaðu á matnum, skoðaðu nokkrar flottar, fönkí verslanir, labbaðu yfir keðjubrúnna eða sestu niður, slakaðu á og horfðu á mannlífið á einhverju kósý kaffihúsi.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Ungverjaland á sér stóra og mikla sögu, og þjóðin hefur gengið í gegnum tímana tvenna. Þetta má sjá í töfrandi arkitektúr, höllum, kirkjum og öðrum stórbrotnum gömlum byggingum víða um landið. Þannig er höfuðborgin Búdapest sannkölluð nautn fyrir augað.
Landið býr yfir jarðhita, og þar má finna heilsulindir og böð sem nýta sér náttúrulegt hitauppstreymi. Það er ekki alls staðar sem sundglaðir Íslendingar geta fundið aðstöðu í líkingu við það sem þeir eiga að venjast hér heima, en í Ungverjalandi eru hinar fínustu útilaugar, með heitum pottum og alles.
Höfuðborgin Búdapest er sérstakur staður og af mörgum talin einhver mest spennandi og fallegasta borg heims.
Það er vel þess virði að fara út fyrir borg og bæi og njóta sín í landslaginu sem þar bíður. Iðjagræn og skógivaxin náttúra, sem róar þandar og þreyttar taugar.
Borgir landsins skrúfa svo VÁ! áhrifin upp í hæsta styrk. Þar eru magnaðar byggingar, allt frá rómverskum rústum til barrokk kirkja, glæsilegar opinberar byggingar, baðhús og skólar. Umhverfi sem gerir þig agndofa. Við erum ekki eingöngu að tala um sjálfa Búdapest. Þú getur heimsótt staði eins og Szeged eða Kecskemét, Debrecen og Sopron. Þarna mæta þér alls kyns byggingagimsteinar, hvert sem þú snýrð þér. Það er líka mjög gaman að kíkja í minni þorp og bæi, þar eru víða eins og maður hreinlega stígi úr tímavél inn í miðaldir.
Ungverjar elska heita vatnið sitt og nota það í lækninga- og heilsumeðferðir af ýmsu tagi, og auðvitað líka bara í einfalda slökun og afþreyingu. Það er tilvalið að skella á „to do“ listann heimsókn í tyrkneskt baðhús, mörg þeirra eru byggð snemma á 16. öld.
Ungverjar eru einnig afar stoltir af matarmenningu sinni. Þar stendur ofarlega gúllasið, sem löngu er orðið frægt um allan heim. Heimamenn hika ekki við að halda því fram að það sé hverjum manni nauðsyn að smakka þrenns konar matargerð um ævina: franskan mat, kínverskan og síðast en alls ekki síst þann ungverska.
Höfuðborg Ungverja er sannkölluð paradís. Búdapest að kvöldi til er hreinlega eins og af annarri veröld, svo mikil er fegurðin. Upplýstar hallir, brýr og byggingar. Borgin hefur stundum verið kölluð París Austursins, og stendur fyllilega undir því nafni.
Árið 1987 var Búdapest sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir óumdeilda menningarlega þýðingu sína og gildi í byggingarsögu heimsins.
Það hefur ekki alltaf ríkt sátt og friður í þessu einstaka landi. Búdapest og aðrir staðir bera þess merki og víða má finna holur eftir byssukúlur og ummerki eftir sprengjur, bæði frá seinni heimsstyrjöldinni og uppreisninni 1956. Stórbrotin saga í hverju skrefi.
Það eru margar leiðir að því að uppgötva Búdapest. Hvort sem þú kemur einu sinni eða oftar er alltaf eitthvað nýtt að skoða og upplifa. Böðin, maturinn, byggingarnar, brýrnar, eða komstu aðallega til að versla? Hér er nóg af verslunum, bæði þekktustu merkin og minni búðir, flottar og fönký. Svo er líka bara hægt að slaka, setjast niður á góðu kaffihúsi eða skemmtilegum bar og skoða mannlífið. Þetta er góður kostur bæði á ungversku sumri, eða köldum kósý vetrardegi.
Búdapest er hvað frægast fyrir glæsilegu baðhúsin. Líklegast er Széchenyi baðhúsð fallegast af þeim öllum. Enda staðsett í fallegu City Park. Þarna getur tekið sundsprett í bæði inni og úti laug. Dást að sögulegu mósaíkinni. Þessvegna bara tekið eina skák í lauginni.
Búdapest hefur orðið á nokkrum árum að vinsælli partíborg þökk sé vaxandi útbreiðslu hinna svokölluðu „rústbara“. Sem eru yfirgefin rými breytt í bari eða klúbbaa af heimamönnum. Inn á staðnum er síðan að finna lifuð húsgögn sem byrjuðu líf sitt sem eitthvað allt annað en þau eru núna. Þú gætir þess vegna verið að sitja á gömlu baðkari.
Staðsettur í City Park, sem er alls ekki langt frá Szechenyi baðhúsinu. Vajdahunyad kastalinn var byggð árið 1896 og er í raun samansafn af 21 byggingu sem er gert til þess að sýna og fagna öllum þeim mismunandi arkitekts stílum sem er að finna í Ungverjalandi.
Ein virkilega skemmtileg leið til þess að skoða stóran hluta Búdapest er að taka siglinguna um Dóná. Bæði færðu að sigla á næst stærstu á Evrópu og sömuleiðis færðu að sjá meiri og stærri hluta Búdapest en þú nærð að gera á fótunum einum sér.
Hvernig hljómar það að taka sér 4-5 tíma til þess að bragða á gæða víni á fallegum héröðum í nágreni við Búdapest. Best væri að Googla sig svolítið áfram og komast að því hvaða vínsmakk er mest spennandi. En ef þú er sannkallaður víngæðingur þá lætiru þetta ekki fram hjá þér fara!