Svartfjallaland (Montenegro) er hluti af hinum mjög svo fallega Balkanskaga sem liggur við Adríahafið. Landið er með landamæri að Króatíu og Bosníu- Hersegóvínu til norðurs, Serbíu til norð-austurs, Kosovo til austurs og Albaníu til suðurs. Til vesturs er svo Adríahafið.
Ferðamannaiðnaður Svartfjellinga varð fyrir miklu áfalli í hinu hryllilega stríði sem háð var á skaganum og fyrrum Júgóslavíu á 9. áratug síðustu aldar. Síðustu ár hefur ástandið verið mjög stöðugt og túrisminn verið að aukast og dafna að nýju. Þangað ferðast nú gestir hvaðanæva að úr heiminum. Vegakerfið var tekið í gegn, fjöldi hótela hafa verið endurbyggð og nýjar hótelbyggingar risið.
Svartfjallaland er kannski ekki stórt, en býr yfir mikilli náttúrufegurð. Fjallasýn þar er engu lík, strandirnar hreinar og fallegar og sjórinn kristaltær. Það er því ekki að ástæðulausu að svæðið er mjög vinsæll staður yfir sumartímann, en það er ekki úr vegi að finna annan árstíma til að heimsækja landið. Bæði vorið og haustið er yndæll tími. Ef ekki er um annan tíma að ræða, er þó hiklaust hægt að mæla með heimsókn yfir sumarið og njóta magnaðrar náttúru, strandanna, eða til að skoða miðaldabyggingar sem finna má víða.
Fjöllin í Svartfjallalandi bjóða upp á einstakt útsýni. Þar er líka að finna hið stóra ferskvatns stöðuvatn Skadar, sem Svartfjallaland deilir með nágrönnum sínum Albönum. Margir möguleikar eru fyrir hvers kyns gönguferðir, fuglaskoðunarferðir og fleira. Þá er gaman að heimsækja vinalegt sjávarþorp við ströndina, eins og til dæmis Virpazar. Hægt er að mæla eindregið með að skoða Tara River gljúfrið, með sínum svimandi háu klettaveggjum sem rísa um 1300 metra upp með ánni. Gljúfrið er það næst stærsta í heiminum og er staðsett í Durmitor þjógarðinum, sem er þekktur fyrir önnur tignarleg gljúfur og afar fjölbreytt gróðurfar. Þar renna nokkrar jökulár, vinsælust þeirra á meðal ferðamanna er Svartá (Black Lake) sem er í göngufæri frá bænum Žabljak. Þar er miðstöð fyrir ýmis konar fjalla- og vetrarferðamennsku.
Íslendingar hafa ekki áður lagt Svartfjallaland undir sig í stórum hópum. Þeir eru þó ávallt til í að kanna nýja staði til að heimsækja og það er okkur sönn ánægja að bjóða upp á þennan möguleika á ferðum til lands hinna svörtu fjalla.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Almennar upplýsingar
Það er nánast ómögulegt að skoða ferðasíður, þar sem Svartfjallaland er ekki nefnt sem eitt af heitustu stöðunum þessi misserin. Og þrátt fyrir að heimsóknum hafi vissulega fjölgað, halda íbúar landsins ró sinni og koma fram við gesti sína fullir einlægri gestrisni og sjarma.
Strandlína landsins er um 300 km löng og þar er að finna einhvert stórkostlegasta strandútsýni sem finna má í Evrópu. Ofan við strandirnar hvíla svo tignarleg fjöllin og vofa yfir landinu. Gömul þorp hanga í hlíðunum og renna niður að sjónum, rétt eins og þau séu að dífa tánni ofan í tæran sjóinn. Yfir sumartímann bætist svo fjölskrúðugur gróðurinn við þessa dásamlega fallegu mynd, sem ekki er stærri en tveir þriðju hlutar af Wales svo dæmi sé tekið.
Þegar strendurnar eru fullar af fólki er hægt að ganga af stað upp hina fjölmörgu stíga fjallana, heimsækja til dæmi Biogradska Gora skóginn og heimsækja dæmigert þorp, og fylgjast með daglegu hversdagslífi hins venjulega Svarfjallabúa. Farðu í reiðtúr, fjallahjólatúr eða í kayakferð og þú átt mögulega von á að hafa landslagið í kringum þig alveg útaf fyrir þig.
Allt frá því að rómverska stórveldið leið undir lok og skiptist í tvennt fyrir um 1600 árum síðan, hefur Svartfjallaland legið á landamærum austurs og vesturs. Ever since the Roman Empire split in two 1600 years ago, Montenegro has sat on the borderline between east and west. Hina fjölbreyttu menningarsögu er að finna glæsilegum mósaík byggingum, skrautlega máluðum Orthodox klaustrum, kaþólskum kirkjum og fallegum moskum. Ofan á þetta bætist 50 ára saga þar sem svæðið var hlutlaust kommúnistaríki, óháð bæði austur og vesturblokkinni. Þetta er því sérstaklega áhugaverður staður fyrir fróðleiksfúsa söguunnendur að heimsækja.
Þetta æðislega hótel er fullkomið fyrir hópa sem vilja njóta þess lúxus sem 5 sjörnu hótel bíður upp á. Hótelið er staðsett niður við höfn í UNESCO friðuðu víkinni „Boka Bay.“
Hótelið er byggt í feneyskum lúxus stíl og þykir það eitt flottasta í Svartfjallalandi. Það er úti- og innisundlaug á hótelinu ásamt dekur spa. Herbergin eru annaðhvort með svölum eða verönd og skarta öllu því besta sem hægt er að bjóða upp á.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hér er um að ræða nútímalegt 4-stjörnu hótel sem var gert upp 2016 í fallegum og stílhreinum stíl. Hótelið stendur í Tivat víkinni, við hliðina á einkaströnd sem er aðeins fyrir gesti hótelsins.
Það er stór veitingastaður á hótelinu sem bíður upp á stórt úrval af „gúrmei“ mat. Öll herbergi eru með Wi-fi, loftræstingu og baðherbergi með sturtu.
Sjáðu meira um hótelið hér.