Marokkó
Marokkó er staðsett í Norður-Afríku og liggur strandlengjan bæði að Norður-Atlandshafi og Miðjarðarhafi. Marokkóþjóðin samanstendur að mestu leyti af Aröbum og aðaltungumál eru arabíska og Tamazight. Þó eiga margir íbúar Marokkó uppruna sinn að rekja til Spánar og Portúgal.
Marokkó er sannkallaður draumastaður. Landið nýtur æ meiri vinsælda hjá ferðamönnum, enda instagramvæn í meira lagi.
Marokkó býður upp á framandi menningarheim, þar er afar margt að upplifa og skoða, því þetta heillandi land með magnaða sögu.
Marrakech
Nafnið Marrakech kemur frá orðinu amur (n) kush sem þýðir ,,Land Guðsins“. Borgin er þriðja stærsta borg Marokkó á eftir Casablanca og Fez, staðsett í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Sahara eyðimörkinni.
Marrakech er suðupottur menningar og fegurðar, skylduviðkomustaður fyrir alla sem koma til Marokkó. Borgin skiptist í tvo parta, annars vegar Medina, sem er hin sögulega borg, og hins vegar nýja hverfið sem kallað er Gueliz eða Ville Nouvelle. Medina býður upp á söguupplifun, gamlar byggingar og þröngar götur með lókalbúðum. Gueliz er aftur á móti með nýtískulegri blæ, veitingastaðakeðjum og stórum verslunum.
Almennar upplýsingar
- Fjöldi fólks: 32.725. 847
- Stærð að flatamáli: 446.550 km²
- Opinbert tungumál: Arabíska og Tamazight
- Gjaldmiðill: Marokkó Dirham / 1 Dirham = 12 ISK
- Hitastig: 13°-29°
- Tímabelti: 1-2 tímum á undan Íslandi