Næststærsta borg Marokkó – oft kölluð rauða borgin, eða Red City – er hin töfrandi Marrakech. Þar búa um það bil 800.000 manns og flest húsin eru rauð á litinn, sem útskýrir gælunafn borgarinnar. Marrakech er virkilega skemmtileg og sannkölluð perla Marokkó. Þar er afar áhugavert að ganga um götur, þetta er staður sem er sannarlega engum öðrum líkur!
Borgin samanstendur af óteljandi litlum götum og torgum, og ávallt eitthvað spennandi að sjá. Litlir markaðir og sölubásar, þar sem innfæddir bjóða fallega muni sem þeir búa til á staðnum, eða heimatilbúin krydd. Hér er gott að týnast og drekka í sig sanna marokkóska menningu.
Eftir gott ráp um um götur Marrakech er upplagt að fara á Jeema el Fna torgið. Þar finnurðu matarsölubása í miklu magni og getur smakkað ekta marokkóskan mat og svalað þér á ljúffengu tei. Á meðan hlustarðu á tónlistamenn spila ljúfa tóna, lætur spákonur spá hver er ástin í lífi þínu eða fylgist með snákum dansa lóðrétt upp úr bastkörfunum sínum.
Matarmenningin í Marokkó mun koma þér skemmtilega á óvart og mjög víða færðu tækifæri til að smakka hitt og þetta sem heimamenn hafa upp á að bjóða. Þar ráða bragðmikil krydd ferðinni. Kryddað lambakjöt, couscous og rúsínur eru allt hráefni sem eru mjög tíð í matargerð og þú átt ekki eftir að sjá eftir því að fá þér smakk! Við mælum svo eindregið með matreiðslunámskeiði þar sem þú lærir öll helstu handbrögðin við marokkóska matargerð.
Það er svo margt sem hægt er að gera í Marrakech og ógerlegt að telja það allt upp! Við skulum þó nefna nokkra hluti sem þú mátt ekki missa af. Stærsta moska borgarinnar, Koutoubia Mosque, er mögnuð sjón. Hana er auðvelt að finna, þar sem hún gnæfir yfir lágreista borgina. Þá er El Badi höllin afar mögnuð og tilkomumikil. Við mælum svo eindregið með spennunni sem fylgir því að prútta við sölufólk á götum borgarinnar um kryddpoka eða jafnvel eins og eitt teppi. Ekki eru allir jafn spenntir fyrir þeim verslunarmáta, en hér í borg lifa sölumennirnir fyrir gott prútt!
Ef yfir þig leggst letikast, þá er bara að njóta lífsins á sundlaugabakkanum, og sýna six-packið sem þú ert búinn að vinna svo hart að. Eða ekki.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Marokkó er staðsett í Norður-Afríku og liggur strandlengjan bæði að Norður-Atlandshafi og Miðjarðarhafi. Marokkóþjóðin samanstendur að mestu leyti af Aröbum og aðaltungumál eru arabíska og Tamazight. Þó eiga margir íbúar Marokkó uppruna sinn að rekja til Spánar og Portúgal.
Marokkó er sannkallaður draumastaður. Landið nýtur æ meiri vinsælda hjá ferðamönnum, enda instagramvæn í meira lagi.
Marokkó býður upp á framandi menningarheim, þar er afar margt að upplifa og skoða, því þetta heillandi land með magnaða sögu.
Nafnið Marrakech kemur frá orðinu amur (n) kush sem þýðir ,,Land Guðsins“. Borgin er þriðja stærsta borg Marokkó á eftir Casablanca og Fez, staðsett í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Sahara eyðimörkinni.
Marrakech er suðupottur menningar og fegurðar, skylduviðkomustaður fyrir alla sem koma til Marokkó. Borgin skiptist í tvo parta, annars vegar Medina, sem er hin sögulega borg, og hins vegar nýja hverfið sem kallað er Gueliz eða Ville Nouvelle. Medina býður upp á söguupplifun, gamlar byggingar og þröngar götur með lókalbúðum. Gueliz er aftur á móti með nýtískulegri blæ, veitingastaðakeðjum og stórum verslunum.
Almennar upplýsingar
Pestana CR7 Marrakech er með útisundlaug, líkamsræktarstöð, garð og verönd í Marrakech. Þetta 4 stjörnu hótel er með ókeypis WiFi, veitingastað og bar. Menara-garðarnir eru í 1,9 km fjarlægð og Marrakesh-lestarstöðin er í 1,3 km fjarlægð frá hótelinu. Hótelið býður gestum upp á loftkæld herbergi með skrifborði, katli, örbylgjuofni, minibar, öryggishólfi, flatskjá og sérbaðherbergi með sturtu. Herbergin á Pestana CR7 Marrakech eru með rúmföt og handklæði. Morgunverðarhlaðborð er í boði á hverjum morgni á gististaðnum.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Radisson Blu Hotel Marrakech Carré Eden er í Marrakech og býður upp á útisundlaug og veitingastað. Ókeypis WiFi er í boði. Öll herbergin eru með loftkælingu, svalir og verönd. Sérbaðherbergið er með baðkar, sturtu og hárþurrku. Gestir geta notið útsýnisins yfir borgina og sundlaugina frá herberginu. Á Radisson Blu Hotel Marrakech Carré Eden er líkamsræktaraðstaða. Á meðal annars sem gististaðurinn býður upp á eru upplýsingaborð ferðaþjónustu, farangursgeymsla og krakkaklúbbur. Ókeypis bílastæði eru í boði. Hótelið er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Marrakesh-lestarstöðinni og í 5 mínútna göngufjarlægð frá Marrakech Plaza. Marrakech-Menara-flugvöllur er í 4 km fjarlægð.
Sjáðu meira um hótelið hér.