Búlgaría - Tripical

Búlgaría

Sjá myndir

Búlgaría

Perlan við Svartahaf

Búlgaría verður sífellt vinsælli ferðamannastaður og skyldi engan undra. Ásamt því að búa yfir öllu því sem góð frí þurfa, trónir landið ofarlega á lista yfir ódýrustu áfangastaði Evrópu. Hluti Búlgaríu liggur að Svartahafinu, þar sem veðurfar er hlýtt og gott yfir sumartímann, hitastig á milli 25–30 gráður.

Búlgaría á sér landamæri að fimm ríkjum og í landinu blandast saman margir ólíkir menningarheimar. Það státar af fögrum byggingum og stórbrotnum arkitektúr, sólríkum ströndum, gómsætum mat og bjór sem virðist hreinlega alltaf vera á afslætti.

Saga Búlgaríu spannar þúsundir ára. Í gegnum aldirnar hefur landið verið eign Þrakverja, Grikkja, Rómverja og Tyrkja. Plovdiv er elsta borg Búlgaríu, yfir 6000 ára gömul. Margir fræðimanna fullyrða reyndar að um sé að ræða elstu borg Evrópu.

Búlgaría var eftir seinni heimsstyrjöld partur af austurblokk Sovétríkjanna og þar ríkti gallharður kommúnismi um árabil. Eftir hina miklu byltingu, og fall Berlínarmúrsins árið 1989, gaf Kommúnistaflokkurinn eftir völd sín, kosningar voru gefnar frjálsar, og landið hefur síðan verið lýðræðisríki. Búlgaría er aðili að Evrópusambandinu.

Höfuðborgin Sofia er ein ódýrasta borg Evrópu. Þar má gera ráð fyrir að kílómetraakstur með leigubíl kosti undir 100 kr. og hamborgarinn litlu minna. Þá er matarmenning Búlgaríu afskaplega spennandi. Skoðaðu búlgarska matarbloggið okkar hérna!

Búlgaría er oft kallað Land rósanna, en yfir 85% af framleiðslu á rósaolíu í heiminum kemur þaðan. Auk þess eru Búlgarar einnig stórtækir í framleiðslu á lavenderolíu. Þetta sýnir vel hve gróðursælt landið er, loftslagið er hlýtt og náttúran fjölskrúðug.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi íbúa: 7.101.859
  • Stærð að flatarmáli: 110.993 km²
  • Opinbert tungumál: Búlgarska
  • Gjaldmiðill: Búlgarskt lef 
  • Hitastig: 3°-22°
  • Tímabelti: 2-3 tímum á undan Íslandi

Burgas er fjórða stærsta borg Búlgaríu, og í nágrenni hennar er að finna hið rómaða strandsvæði Sunny Beach, sem er einn vinsælasti sumarleyfisstaður í allri Evrópu, og laðar að sér fjölda gesta ár hvert. Ströndin er í um 30 mínútna fjarlægð frá Burgas og þar er að finna eitthvað fyrir alla, eins og  tívolí, vatnsrennibrautagarða, alls konar sjávarsport, hjólatúra og veitingastaði af ýmsu tagi. Strandlengjan er um átta kílómetra löng og skiptist upp í mismunandi svæði.

Nyrst  á strandlengjunni má finna algjöra fjölskylduparadís með fjölda stórra og glæsilegra hótela ásamt fjölskylduvænum útisvæðum.

Neðar við ströndina er svo kjarni svæðisins, og þar ríkir vægast sagt allt önnur, háværari og líflegri stemning. Við Flower Street götuna,  sem liggur þvert á strandgötuna er að finna fjölmarga veitingastaði, næturklúbba og bari. Þar safnast fólk saman á kvöldin til að skemmta sér fram á nótt. Fyrir neðan þennan kjarna er bærinn Nessebar, sem skiptist í tvennt, þ.e. gamla og nýja hlutann. Í nýja hlutanum eru mörg kaffihús  og litlar götur, en þangað sækja aðallega innfæddir. Gamli bærinn, sem stendur á eyju neðst við strandlengjuna, er yfir 3000 ára gamall og er á heimsminjaskrá UNESCO. Gamli bærinn býður upp á öðruvísu andrúmsloft en ofar á strandlengjunni. Þar er að finna mikið af litlum verslunum, líflegum mörkuðum og handunninni vöru. Gott úrval veitingastaða eru á svæðinu, margir sjávarréttastaðir, sem og  margir fínni veitingastaðir. Byggingastíll bæjarins er líka allt annar, göturnar eru hellulagðar með litlum múrsteinum og húsin lágreist. Í miðbænum má finna gamlar rústir frá þeim tíma er  svæðið var í eigu Grikkja og Rómverja.

Varna er þriðja stærsta borg Búlgaríu, en Tripical býður upp á ferðir til Albena strandsvæðisins og golfferðir á golfvellina í kringum Varna. Albena strandsvæðið er nokkuð ólíkt Sunny Beach að því leyti að þar er áhersla lögð á að gera vel við fjölskyldufólk. Þar er auðvitað mikið af börum og veitingastöðum en stemmingin allt önnur. Svæðið er minna í sniðum og fyrst og fremst mjög öruggt og barnvænt. Ýmis þjónustu tengd vellíðan er í boði á svæðinu, til dæmis má  skella sér í spa eða fara í ýmis konar dekur.  Áreiti er lítið og staðurinn því tilvalinn til að baða sig í sólinni  og taka lífinu rólega.

Golfvellirnir í kringum Varna eru heimsþekktir og hafa hlotið mjög góða einkunn gesta, þá sérstaklega Thracian Cliffs og Lighthouse golfvellirnir. Thracian Cliffs er 18 holu völlur og var valinn besti golfvollur Evrópu 2014. Hann er staðsettur í Marina Village. Lítil strönd er nálægt vellinum, þar sem hægt er að fara í sólbað og njóta lífsins eftir hring á golfvellinum. Lighthouse Golf and Spa er eins og nafnið gefur til kynna golfvöllur sem einnig býður upp á heilsulind. Hann er staðsettur nálægt Varna. Völlurinn sjálfur er hannaður af Ian Woosnam, einum af færastu kylfingum heims, í samvinnu við EGD (European Gold Design) í Búlgaríu. Frá árinu 2016 hefur Lighthouse verið einn af áfangastöðum Evrópsku mótaraðarinnar. Á svæðinu er svo fimm stjörnu lúxushótel þar sem öll þjónusta innifalin.

Kynntu þér ferðirnar okkar til Búlgaríu. Við vitum að þú munt elska þær.