Fimmtudagur
Fyrsti áfangastaðurinn í 200 klukkustunda ferðalagi Snorra og Sveins í kringum heiminn: Amsterdam. Snorri lenti í Amsterdam á fimmtudagsmorguninn, eftir um þriggja klukkustunda svefn í flugvél. Fyrsti sitjandi svefninn af mörgum. Áður en ævintýraferðin gat hafist fyrir alvöru þurfti Snorri að pikka upp ferðafélagann, Svein, sem var staðsettur í háskólabænum Maastricht þar sem hann lærir sálfræði.
Snorri og Sveinn hafa verið vinir í mörg ár, en þeir voru saman í Verzló. Sveinn er að sögn Snorra „ævintýragjarnasti vinur sinn“ og því fullkominn ferðafélagi í eitthvað jafnklikkað og heimsreisu á 200 tímum. Við efumst ekki um það.
Eftir stutt GPS–ævintýri þar sem Snorri þurfti að nýta alla sína útsjónarsemi og stóla á Maps í símanum sínum til að rata komst hann til Maastricht á nokkuð góðum tíma. Það voru miklir fagnaðarfundir þegar þeir félagarnir hittust og því var fagnað með góðum umræðutíma í sálfræði við Háskólann í Maastricht, #wholesome. Eftir stutt stopp í Maastricht, góða heimaklippingu í boði Sveins og léttan hjólatúr um bæinn voru þeir félagar tilbúnir í háttinn. Í annað skiptið á sólarhring eru þrjár klukkustundir í „wake–up“.Um nóttina er komið að næsta stoppi: Brussel, þaðan sem félagarnir munu fljúga til hafnarborgarinnar Larnaca sem er staðsett á sunnanverðri Kýpur. Eftir örstutt belgískt vöfflustopp á flugvellinum (það má ekki gleyma að upplifa menninguna þó maður sé á hraðferð) setjast þeir félagar upp í flugvél og reyna að leggja sig smá áður en ævintýrið heldur áfram.
Næsta stopp: Larnaca, Kýpur
Fylgist með Snorra og Sveini á Snapchat — @snorribjorns
Ferðasagan mun birtast hér jafnóðum, haldið ykkur fast því við erum rétt að byrja!