Ert þú að klára framhaldsskólanámið næsta vor? Hlakkarðu til að grípa útskriftarskírteinið með annarri, skella upp húfunni góðu með hinni, smæla breiðu hell yeah brosi framan í heiminn og… það sem mestu máli skiptir: Viltu komast í hina fullkomnu útskriftarferð 2023? Þetta er svo sannarlega tilefni til að fagna, fljúga út í sól og sumar, gleyma sér með vinunum á ströndinni eða sundlaugarbakkanum, tana, dansa og djamma, borða góðan mat, tana, skoða skemmtilega og áhugaverða staði, versla, djamma kannski aðeins meira, tana aðeins meira og njóta áhyggjulaus í sælu og gleði!
Til að gulltryggja að þín fullkomna útskriftarferð verði að veruleika, er besta uppskriftin þessi: Komdu til okkar hjá Tripical! Við sérhæfum okkur í að láta drauma rætast! Við höfum áralanga reynslu af ógleymanlegum útskriftarferðum, og næsta vor höldum við aftur af stað með farteskið fullt af endalausu stuði, frábærri afþreyingu, og slatta af sólarvörn. Með í för eins og áður eru heitustu dj-ar og tónlistarfólk landsins til að halda ykkur við efnið á dansgólfinu. Tripical ferðirnar eru engu líkar, þar færðu allt sem fullkomin útskriftarferð býður upp á.
Við höfum síðustu ár fylgt stórum hópum útskriftarnema á grísku paradísareyjuna Krít, sem er einstakur staður fyrir þetta tilefni, og viðskiptavinir okkar hafa komið yfir sig sáttir og sælir heim. Við erum þó að sjálfsögðu aldeilis til í að skoða alla aðra draumaáfangastaði. Heimurinn stendur þér opinn og takmarkalaus, og við erum til í að fylgja þér og þínum vinahóp hvert sem er og gera þessi stóru tímamót í lífi þínu eftirminnilega stórkostleg.
Þú getur skoðað stemminguna í útskriftarferðum okkar til Krítar hér.