Útskriftarferðir - Krít - FAQ - Tripical
 • add Af hverju er ekki hægt að fá fimm manna herbergi?/ Why is it not possible to get a five person room?

  Hótelið býður ekki upp á fimm manna herbergi – því miður.

   

  Unfortunately the hotel does not offer five-person rooms

 • add Af hverju er verðmunur á herbergjatýpum? Af hverju er t.d. dýrara að vera þrjú saman í herbergi en fjögur?/ Why is there a price difference between room types? • Why is e.g. more expensive to be three together in a room instead of four?

  Öll herbergin eru í sama gæðaflokki en geta að sjálfsögðu verið mismunandi í stíl og útliti (munur milli bygginganna), lögun, staðsetningu og þess háttar.

  Verðmunurinn stafar hins vegar af því að þegar t.d. fjórir deila kostnaði á gistingu í herbergi er það minni kostnaður á mann heldur en þegar kostnaður deilist á tvo aðila í tveggja manna herbergi. Fjögurra- og þriggja manna herbergin eru stærri en tveggja manna en það eru aukin þægindi í því að deila herbergi einungis með einum einstaklingi, en fleirum – styttir biðina eftir baðherberginu á morgnana og minnkar rask þegar fólk skilar sér heim á hótel eftir kvöldið.

   

  All the rooms are of the same quality, but of course can differ in style and appearance (differences between the buildings), shape, location and the like. However, the price difference is due to the fact that when e.g. four people share the cost of accommodation, the cost per person is lower than shared between two persons in a double room. The three-person and four-person rooms are larger than two-person rooms, but there is increased comfort in sharing a room with only one person. For example, it shortens the wait for the bathroom in the morning and reduces disturbance when people return home to the hotel in the evening.

 • add Er hægt að vera tveir saman í einstaklingsherbergi?/ Is it possible for two people to stay together in a single room?

  Nei það er ekki hægt. Tveir saman í herbergi verða að vera í tveggja manna herbergi, eða stærra herbergi og greiða sérstaklega fyrir það.

   

  No it is not possible. Two people sharing a room must stay in a double room, or a larger room and pay extra for it.

 • add Ég og tveir vinir mínir getum ekki fyllt upp í 4-manna herbergi – getum við verið 3 saman í 4-manna herbergi?/ My two friends and I cannot fill up a 4 person room - can we stay 3 together in a 4 person room?

  Hagstæðast er fyrir þrjá að skrá sig í 3-manna herbergi. Ef þið viljið vera þrjú saman í 4-manna herbergi er greitt fyrir það sérstaklega.

  It is most advantageous for three to register in a 3-person room. If the three of you want to stay together in a 4-person room, you have to pay extra for it.

 • add Þarf ég vegabréf til að mega ferðast til Grikklands?/ ​Do I need a passport to travel to Greece?

  Já, vissulega! Allir þurfa vegabréf til að ferðast til Grikklands. Vegabréfið þarf að gilda a.m.k. 6 mánuði framyfir dvölina. Mælum með að allir skoði gildistíma vegabréfanna sinna og endurnýji ef þörf er á. Betra að vera tímanlega í því.

  Við mælum líka með að ferðast með afrit af vegabréf á prenti eða í síma.

   

  You sure do! Everyone needs a passport to travel to Greece. The ​​passport must be valid for at least 6 months beyond the stay. We ​​recommend everyone to check the validity period of their ​​​​passports and renew if necessary. And do it on time. We also ​​​recommend traveling with a printed copy of your passport or keep a copy on the phone.

 • add Eru handklæði innifalin á hótelherbergjunum? En strandhandklæði?/ Are towels included in the hotel rooms? But a beach towel?

  Það eru handklæði á öllum herbergjum. Þau má ekki fara með af herbergjunum út á sundlaug eða á ströndina. Skipt er um handklæði annan hvern dag.

  Hægt er að fá leigð strandhandklæði fyrir lágt þjónustugjald sem þið fáið síðan tilbaka þegar þið skilið handklæðinu.

   

  There are towels in all rooms. It is not allowed to take the room ​​​towels to the pool or the beach. Towels are changed every other ​​day. Beach towels can be rented for a low service fee, which you ​​get repaid when you return it.

 • add Er hægt að þvo þvott á hótelinu?/ Is it possible to do laundry at the hotel?

  Já hótelið býður upp á þvott gegn gjaldi.

  Einnig má finna aðra þvottaþjónustuaðila í Hersonissos. Þá skilur maður eftir þvottinn sinn og sækir annaða hvort sí’ðar saama dag, eða daginn eftir.

   

  Yes, the hotel offers laundry for a fee. You can also find other laundry service providers in Hersonissos, where you leave your laundry and pick it up either the same day, or the next day.

 • add Er hægt að hengja upp fötin sín á herbergjunum?/ Is it possible to hang clothes in the rooms?

  Já, það eru fataskápar í öllum herbergjum með herðatrjám.

  Ekki er víst að allir sem deila einu herbergi geti hengt upp hverja einustu spjör af sér úr töskunum, en vissulega ættu allir að geta hengt upp það sem helst á það til að krumpast samanbrotið.

  Í öllum herbergjum er einn ferðatöskustandur sem hægt er að skiptast á að nota.

   

  Yes, there are wardrobes in all rooms with hangers. Possibly there is not enough space for everyone who shares a room, to hang up every single thing from their bags, but certainly everyone should be able to put clothes to avoid it to crumple up. All rooms have one luggage rack that can be used interchangeably.

 • add Eru sólbekkir og sólhlífar á ströndinni sem fylgir hótelinu?/ Are there sunbeds and umbrellas on the Hotel beach?/ What ID may I need to show? Do electronic IDs work in Crete?

  Já það er hægt að fá bæði sólbekki og sólhlífar á ströndinni gegn gjaldi. Hins vegar eru sólbekkir og sólhlífar sem fylgja sundlaugum hótelsins án endurgjalds fyrir gesti hótelsins.

   

  Yes, you can get both sunbeds and umbrellas on the beach for a ​​fee. However, the sunbeds and umbrellas at the hotel’s swimming pools are free of charge for hotel guests.

 • add Hvernig skilríki gæti ég þurft að sýna? Virka rafræn skilríki á Krít?/ What ID may I need to show? Do electronic IDs work in Crete?

  Já rafræn skilríki eru tekin gild. Önnur skilríki sem eru tekin gild eru: vegabréf, ökuskírteini, önnur skilríki útgefin af hinu opinbera, sem hafa mynd og fæðingardag viðkomandi.

   

  Yes, electronic IDs are accepted. Other forms of identification that are accepted are: passports, driver’s licenses, other forms of identification issued by the government, which have the person’s photo and date of birth.

 • add Bólusetningarvottorð, þarf ég að sýna svolleiðis? Hvað ef ég er óbólusett/ur?/ ​Vaccination certificate, do I need to show this? What if I am ​​​not vaccinated?

  Frá og með 1.5.2022 þarf ekki að sýna nein Covid tengt gögn við komuna til Grikklands (bara þetta hefðbundna sem er vegabréf).

  Það er ennþá grímuskylda í flugi og innandyra, t.d. í verslunum, og á veitingastöðum þar til sest er niður. En ekki þarf að sýna bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit til að fá inngöngu.

  Við mælum auðvitað með því að hafa aðgengi að bólusetningarvottorði/vottorði um fyrra smiti, til vonar og vara. En eins og staðan er núna eigið þið ekki að þurfa neitt á því að halda.

   

  As of 1.5.2022, no Covid-related documents need to be ​​​​shown upon arrival in Greece (just passport). Masks are ​​​​still mandatory on flights and indoors, e.g. in shops, and in ​​​​restaurants until sitting down. But you don’t need to show a ​​​vaccination certificate or a certificate of previous infection to gain ​​entry. Of course, we recommend having access to a vaccination ​​certificate/certificate of previous infection, just in case. But at ​​​least now, you don’t have

 • add Þarf ég að ver þríbólusettur? (þarf ég að hafa fengið þriðju sprautu/boosterinn?)/Do I need to be vaccinated? (Do I need to have received the third injection/booster?)

  Frá og með 1.5.2022 þarf ekki að sýna nein Covid tengt gögn við komuna til Grikklands (bara þetta hefðbundna sem er vegabréf).

   

  As of 1.5.2022, no Covid-related documents need to be shown upon arrival in Greece (just passport).

 • add Hvar get ég skoðað bókunina mína? Hvar get ég klárað að greiða ferðina mína?/ Where can I view my booking? Where can I finish paying for my trip?

  Inni á heimasíðu Tripical, efst í hægra horninu er smellt á “Mín bókun”. Þar þarftu að setja inn tilvísun, sem er bókunarnúmerið sem þú fékkst í staðfestingarbókun við skráninginu. Og einnig netfangið sem þú skráðir fyrir bókunina.

  Beinn hlekkur á Mín bókun

  Þar færðu upp yfirlit yfir bókunina, hvað er búið að greiða og hverjar eftirstöðvarnar eru. Þar er einnig hægt að greiða eftirstöðvarnar.

  Ef þú finnur ekki bókunarnúmerið þitt/manst ekki netfangið sem skráð er fyrir bókun skaltu hafa samband við okkur (uf@tripical.com)

   

  On our website (tripical.is), in the top right corner, click on “My booking”. There you need to enter a reference, which is the booking number you received in the confirmation booking upon registration, and also the email address you registered for the booking.
  Direct link to My booking
  Here you will get an overview of the booking, what has been paid and what the balance is. You can also pay the balance here. If you can’t find your booking number, or you dont remember the email address registered for booking, please contact us (uf@tripical.com)
 • add Við erum tvö sem ætlum að vera saman í herbergi, af hverju getum við ekki bókað okkur saman?/ There are two of us staying in a room together, why can't we book together?

  Hver og einn farþegi þarf að bóka sig sér í sölukerfinu okkar svo við höfum tengiliðsupplýsingar hjá hverjum og einum. Í þessu tilfelli bóka báðir farþegar sig í þá herbergjategund sem þeir vilja velja (í þessu tilfelli tveggja manna herbergi). Farþegar sjá svo til þess að þeir séu skráðir saman í tveggja manna herbergi í tilheyrandi herbergjaskráningarskjali. Það verður notað til að koma upplýsingum áfram til hótelsins um herbergjaskipanina.

   

  Each passenger has to book individually in our sales system, by that  we have contact information for every passenger. In this case, both of youbook into the room type you want to choose (in this case, a double room). Passengers ensure that they are registered together in a double room in the corresponding room registration document. It will be used to forward information to the hotel about the room arrangement.

 • add Hvað eru rúmin stór?/ How big are the beds?

  Rúmin eru að stærð 90 x 200 cm.

  Í sumum herbergjanna eru tvíbreið rúm (180 x 200 cm) sem ekki er hægt að taka í sundur. Þau ykkar sem myndu kjósa slík rúm eru hvött til að senda okkur póst og láta vita af því svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir (uf@tripical.com). Þau sem vilja það alls ekki eru líka hvött til að láta vita af því.

   

  The beds are 90 x 200 cm. Some of the rooms have double beds (180 x 200 cm) that cannot be disassembled. Those of you who would prefer such beds are encouraged to send us a mail, so that appropriate arrangements can be made (uf@tripical.com). Those who do not want this type of bed, are also encouraged to let us know.

 • add Hversu oft er skipt um á rúmum? En handklæðum? Eru dagleg þrif á herbergjum?/ How often are the beds changed? But towels? Are the rooms cleaned daily?

  Já þrif eru á herbergjum daglega.

  Skipt er um á rúmum í herbergjum þriðja hvern dag. Skipt er um handklæði annan hvern dag.

   

  Yes, rooms are cleaned daily. The beds in the rooms are changed every third day. Towels are changed every other day.

 • add Hvað er gistináttaskattur? Af hverju þarf að borga það?/ What is a accommodation tax? Why does it have to be paid?

  Á gististöðum á Krít þarf að greiða ferðamannaskatt. Gjaldið miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins og er 1 evra á 3 stjörnu, 3 evrur á 4 stjörnu og 4 evrur á 5 stjörnu gististöðum. Skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt per herbergi. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

   

  Tourist tax must be paid at accommodation in Crete. The fee is based on the accommodation’s official star rating and is 1 for 3-star, 3 for 4-star and 4 for 5-star accommodation. The tax is paid by tourists for each overnight stay per room. Travel agencies cannot collect the tax.

 • add Hvað fáum við marga lykla að herberginu?/ ​How many room keys do we get?

  Fyrir hvert herbergi eru veittur einn lykill. Fyrir umfram lykla sem óskað er eftir er lögð inn trygging sem þið fáið tilbaka þegar þið farið af hótelinu.  Þannig að í raun getið þið fengið 2, 3 eða 4 lykla, eftir því sem óskað er, en þá er greidd aukatrygging eftir sem við á.

   

  One key is provided for each room. For excess keys requested, a ​​deposit is made which you will get back when you leave the hotel. So, in fact, you can get 2, 3 or 4 keys, depending on what you ​​​want, but then additional insurance is paid as appropriate.

 • add Hvað gerist ef ég týni herbergislyklinum mínum?/ ​What happens if I lose my room key?

  Ef þú týnir lyklinum þínum þá er greidd sekt fyrir það. Þú getur fengið nýjan lykil og leggur inn tryggingu fyrir því.

  Sum herbergin hafa venjulega lykla.

  Önnur herbergin hafa segulkortalykil að herberginu.

  Semsagt – allir að passa að týna ekki lyklinum sínum.

  Og muna að skila þeim í lok ferðar til að fá trygginguna sína tilbaka.

   

  If you lose your key, you will be charged a fine. You can get a new ​​key, but you have to pay a deposit for it. Some rooms havekeys, ​​other rooms have a magnetic card. Everyone should be careful not to lose their key. And remember to return them at the end of the ​​​trip, to get your insurance back.

 • add Hvernig næ ég í fararstjóra á meðan ferðinni minni stendur?/ How do I contact a tour guide during my trip?

  Á meðan ferðinni stendur verður virkt vaktsímanúmer þar sem má ná í fararstjóra allan sólarhringinn – en athugið að velja erindi símtalsins ykkar vel. Dæmi um mikilvægt erindi: “Ég þarf á læknisaðstoð að halda, getur þú aðstoðað mig?!” Dæmi um erindi sem á ekki við í símtali: “Hvar finn ég McDonalds?”

  Símanúmerið verður gefið upp rétt fyrir brottför eða á brottfarardegi.

   

  During the trip, there will be an active on-call number where you can reach the tour guide 24 hours a day – but make sure to choose the purpose of your call carefully. Example of an important message: “I need medical help, can you help me?!” Example of a speech that is not appropriate in a phone call: “Where can I find McDonalds?” The phone number will be provided just before departure, or on the day of departure.

 • add Ef maður er að velja all inclusive pakka hvar velur maður það?/ If I want an all inclusive package, where do you choose it?

  Ef útskriftarhópurinn vill taka all-inclusive á hótelinu þá gengur það yfir allan hópinn og er það ákveðið fyrirfram í samráði við útskriftarnefnd skólans. Það getur ekki hluti af hópnum verið með all-inclusive og hinn hlutinn ekki. Hins vegar er all-inclusive pakkinn eitthvað sem er hægt að bæta við síðar, ef allur hópurinn skiptir um skoðun þegar nær dregur.

   

  If the graduation group wants to take all-inclusive at the hotel, it applies to the whole group and is decided in advance in consultation with the school’s graduation committee. One part of the group cannot be all-inclusive and the other part not. However, the all-inclusive package is something that can be added later, if the whole group wants to changeit in the near future.

 • add Ég er utanskóla en langar með í ferð tiltekins skóla - kemst ég með?/ I am graduating as a distance learning student, but would like to join a particular school's trip - can I join?

  Já, þú kemst með á þeim forsendum að laust sé í ferðina. Sendið endilega póst á uf@tripial.com til að nálgast frekari upplýsinga.

   

  Yes, you can join on the grounds that there is availability for the trip. Please send an email to uf@tripial.com for more information.

 • add Ég er kynsegin og á sú skráning líka við í vegabréfinu mínu - þarf ég að gera einhverjar ráðstafanir?/ I am transgender and that entry is also valid in my passport - do I need to take any steps?

  Nú er hægt að bóka sig sem kynsegin. Farþegi sem þegar er bókaður getur beðið um viðeigandi breytingu með því að skrifa okkur póst á uf@tripical.com

   

  You can now book yourself as transgender. A passenger who is already booked can request an appropriate change by writing to us at uf@tripical.com

 • add Hvað er staðfestingargjaldið hátt? Er það endurkræft?/ ​How much is the confirmation fee? Is it reversible?

  Staðfestingargjaldið er 40.000 kr og það er ekki endurkræft – sjá almenna skilmála Tripical hér: Skilmálar

  The confirmation fee is ISK 40,000 and it is non-refundable – see Tripical’s general terms and conditions.

 • add Hvenær þarf ég að klára að greiða fyrir ferðina mína?/ When do I have to finish paying for my trip?

  Lokagreiðsla þarf að vera greidd eigi síður en 10 vikum fyrir brottför. Við munum senda út tilkynningu á alla sem skráðir eru í ferðina til áminningar.

  Til að greiða lokagreiðsluna má fara inn á heimasíðu Tripical, velja þar “Mín bókun” uppi í hægra horni forsíðunnar, slá þar inn bókunarnúmerið ykkar (sem þið fenguð í staðfestingarpósti við bókun) og tölvupóstfangið ykkar. Þar fáið þið upp yfirlit yfir bókunina og fylgið skrefum til að greiða.

   

  Final payment must be made no less than 10 weeks before departure. We will send out a notification to everyone registered for the trip, as a reminder. To make the final payment, you can go to the Tripical’s website, select “My booking” in the upper right corner of the front page, enter your booking number (which you received in the confirmation email when booking) and your email address. There you will get an overview of the booking and follow the steps to pay.

 • add Mig langar að greiða inn á ferðina mína - er það hægt?/ I want to pay for my trip - is that possible?

  Já vissulega. Settu þig endilega í samband við okkur og við finnum hvaða leið er best fyrir þig til að greiða inn á ferðina (á við um hlutagreiðslu, ekki lokagreiðslu).

   

  Yes certainly. Please contact us and we will find the best way for you to pay for the trip (applies to partial payment, not final payment).

 • add Hvenær get ég bætt Skemmtipakkanum við ferðina mína?/ When can I add the Entertainment Package to my trip?

  Þegar nær dregur og skráning í Skemmtipakkann formlega hafin verður hægt að fara inn á tripical.is/bokun  og þar er sett inn tilvísunarnúmer bókunarinnar þinnar (sjö stafa talnaruna sem þú fékkst þegar þú bókaðir þig í ferðina og greiddir staðfestingargjaldið), ásamt netfanginu þínu. Þar getur þú hakað við Skemmtipakkann.

  Athugið að ef valið er að greiða inni á ‘Mín bókun’ þá greiðast allar eftirstöðvarnar af bókuninni þinni.

   

  When the registration for the Entertainment Package officially begins, you will be able to go to tripical.is/bokun and enter your reservation reference number (the seven-digit number you received when you booked the trip and paid the confirmation fee), along with your email address. There you can check the Fun Package. Note that if you choose to pay in ‘My booking’, all the balance of your booking will be paid.

 • add Get ég breytt Skemmtipakkanum, t.d. breytt einni ferð í aðra?/ Can I change the Entertainment package, e.g. changed one trip to another?

  Nei það er ekki hægt, því miður.

  Skemmtipakkinn er óbreytanlegur.

   

  No, unfortunately it’s not possible, unfortunately. The entertainment package is immutable.

 • add Hver er lokadagsetning fyrir skráningu í Skemmtipakkann?/ What is the deadline for registering for the Entertainment Package?

  Við munum auglýsa lokaskráningardag í Skemmtipakkann fyrir ferðirnar 2023 þegar nær dregur.

  We will announce the final registration date for the Entertainment Package for the 2023 trips as it gets closer to the departure day.
 • add Hvar get ég bókað dagsferðir? Hvar sé ég dagskrá ferðarinnar?/ Where can I book day trips? Where can I see the tour schedule?

  Þegar nær dregur og við höfum auglýst þær dagsferðir sem í boði verða má bóka með því að fara inn á “Mín bókun” inni á tripical.is/bokun. Þar er skráð inn tilvísunarnúmer bókunarinnar, ásamt netfangi sem ferðin var bókup á. Smellt á þær ferðir sem óskað er eftir að skrá sig í og þær detta inn á bókunina þína.

  Skráning í dagsferðir stendur þar til viku fyrir brottför ferðar.

  Dagskrá ferðarinnar verður á sömu vefsíðu og upplýsingar eru um dagsferðirnar. Þar inni, efst á síðunni, eru tveir flipar, annar þeirra er “Ferðalýsing” sem er sjálfgefin er síðan er opnuð, og þar við hliðina er annar flipi sem heitir “Dagskrá”. Smellið á hann til að fá upp dagskrána. Smellt er á plúsinn við hvern dag til að sjá nánari upplýsingar.

   

  When it gets closer and we have announced the day trips that will be available, you can book by going to “My booking” at tripical.is/bokun. There you enter the reference number of the booking, along with the email address on which the trip was booked. Click on the trips you want to register for, and it will be added to your booking. Registration for day trips lasts until one week before the departure of the trip. The program of the trip will be on the same website as the information about the day trips. In there, at the top of the page, there are two tabs, one of them is “Travel description” which is the default when the page is opened, and next to it is another tab called “Agenda”. Click on it to get the schedule. Click on the plus sign next to each day to see more information.

 • add Ég er með fæðusérþarfir - þarf ég að gera sérstakar ráðstafanir með það?/ I have special dietary needs - do I need to make special arrangements for it?

  Já, láta okkur vita af því með fyrirvara.

  Hótelið er vant því að taka á móti gestum með alls kyns fæðusérþarfir, en nauðsynlegt er að láta vita af því fyrirfram.

  Ef þu ert með fæðusérþarfir, eða annað sem nauðsynlegt er fyrir okkur/fararstjórana/hótelið að vita, sendu okkur endilega póst með upplýsingum. Því fyrr því betra.

  Vinsamlegast sendið allar nauðsynlegar upplýsingar á uf@tripical.com.

   

  Yes, please let us know in advance. The hotel is used to welcoming guests with all kinds of special dietary needs, but it is necessary to inform them in advance. If you have special dietary needs, or anything else that is necessary for us/the tour guides/hotel to know, please send us an email with the information. The sooner the better. Please send all necessary information to uf@tripical.com.

 • add Ég hef klárað að greiða fyrir ferðina mína, en hef breytt um herbergjatýpu - breytist verðið?/ I have finished paying for my trip, but have changed my room type - will the price change?

  Vinsamlegast athugið! Ekki er hægt að breyta um herbergi eftir að ferðin hefur verið greidd, en skoðum allar sérbeiðnir sem okkur berast skriflega á uf@tripical.com

  Almennt er ekki gert ráð fyrir að verið sé að breyta um herbergi eftir að lokagreiðsla hefur verið greidd. En í sumum tilfellum er það hægt og þá er svarið: Já, verðið breytist. Verð ferðarinnar er breytilegt á milli hvaða herbergjatýpa er valin.

  Ef þú hefur lokið við að greiða fyrir alla ferðina í 4-manna herbergi og breytir síðan eftir á yfir í 3-manna herbergi, þá hækkar verð ferðarinnar sem nemur muninum á verði ferðar í 4-manna herbergi og 3-manna herbergi, og myndast því skuld á bókuninni þinni sem skal greiðast eigi síður en 7 dögum fyrir brottför ferðar.

  Ef eitthvað er óljóst hvað þetta varðar þá má heyra í okkur eða senda tölvupóst fyrir frekari útskýringar.

   

  Please note! It is not possible to change the room after the trip has been paid, but we will consider all special requests we receive  at uf@tripical.comGenerally. It is not expected that a room change is being made after the final payment has been made. But in some cases it is possible, and then the answer is: Yes, the price changes. The price of the trip varies depending on which room type is chosen. If you have finished paying for the entire trip in a 4-person room and then later change to a 3-person room, the price of the trip will increase by the difference between the price of a trip in a 4-person room and a 3-person room, resulting therefore in a debt on your booking, that must be paid no less than 7 days before the departure of the trip. If anything is unclear in this regard, you can call us or send an email for further explanations.

 • add Ég er skráð í útskriftarferð en ætla að fljúga annað en til Íslands í lok ferðar/fljúga til Krítar annars staðar frá - hvað geri ég?/ I am registered for a graduation trip but plan to fly somewhere other than Iceland at the end of the trip/fly to Crete from somewhere else - what do I do?

  Sendið okkur póst varðandi málið á uf@tripical.com fyrir frekari upplýsingar.

   

  Email us regarding the issue at uf@tripical.com for more information

 • add Hvar finn ég flugnúmerið á fluginu mínu?/ Where can I find the flight number of my flight?

  Upplýsingar um flugfélag og flugnúmer er gefið út nokkrum dögum fyrir brottför. Tripical sér til þess að senda út tölvupóst á alla með ítarlegum upplýsingum um ferðalagið. Athugið að upplýsingar eru sendar á greiðendur bókunar (s.s. gæti farið á foreldri/forráðamann ef það á við).

  Flugnúmer mun einnig birtast á vouchernum sem nálgast má, t.d. inn á Mín bókun á heimasíðu Tripical.

  Við munum einnig sjá til þess að birta upplýsingar á Facebook hópum skólanna þar sem þessi atriði koma fram.

  Þetta á bæði við fyrir brottför og heimferð.

   

  Information about the airline and flight number is issued a few days before departure. Tripical sends out an email with detailed information about the trip. Note that information is sent to the payers of the booking (e.g. it may go to the parent/guardian if applicable). The flight number will also appear on the voucher that can be obtained, e.g. go to My Booking on the Tripical website. We will also make sure to publish information on the schools’ Facebook groups, where these issues are raised. This applies to both departure and return.
 • add Afhverju er flugtíminn minn átta klukkustundir? / Why is my flight eight hours?

  Vinsamlegast athugið að það getur komið til eldsneytisstops á Ítalíu á leiðinni, ef flugstjóri telur að það sé nauðsynlegt vegna veðurs/vinda eða þyngdar vélar. Eldsneytisstop er þá í kringum 30-40 mínútur og svo er haldið áfram á áfangastað.

  Flugtímin er því styttri ef ekki þarf að taka eldsneytisstop.

   

  Please note that there may be a fuel stop in Italy en route if the pilot deems it necessary due to weather/winds or engine weight. The fuel stop is around 30-40 minutes, and then we continue to our destination.

  The flight time is shorter if there is no fuel stop.