Skilmálar

1. Pantanir og upplýsingar Tripical

Pöntun á ferð er bindandi samningur milli farþega og Tripical ferðaskrifstofu, en þó því aðeins að Tripical hafi staðfest pöntun skriflega og farþegi hafi á réttum tíma greitt tilskilið staðfestingargjald. Ef farþegi hefur sett fram sérstakar kröfur um þjónustu skal það koma fram í samningi aðila. Tripical áskilur sér rétt til leiðréttinga á villum eða röngum upplýsingum sem rekja má til rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna.

2. Borganir og greiðsludagar

Áætlað verð ferðar, eins og það er á greiðsludegi, skal greitt samkvæmt skilmálum Tripical. Tripical er heimilt að óska eftir staðfestingu þegar bókun er gerð. Slíkt staðfestingargjald endurgreiðist aldrei ef Tripical riftir samningi vegna vanefnda farþega. Þegar fargjaldareglur flugfélaga eða annarra flutningsaðila ganga lengra hvað greiðslur varðar en almennir skilmálar Tripical, gildir sú regla er gengur lengra.

3. Verðupplýsingar og verðbreytingar

Uppgefið verð við staðfestingu pöntunar getur breyst ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta:
• Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði.
• Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum.
• Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Tripical getur tekið mið af gengi allt að 6 vikur aftur í tímann frá staðfestingu ferðar (er það gert vegna þess að Tripical útbýr flest tilboð með töluverðum fyrirvara áður en þau eru staðfest).
Verði miklar og hraðar breytingar á gengi gjaldmiðla áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta verði í samræmi við það

Auglýst verð getur hækkað án fyrirvara þar sem fyrstu sætin eru auglýst á lægsta verðinu.

4. Rifting eða breytingar á pöntun

Sé pöntun afturkölluð með minna en 60 daga en meira en 30 daga fyrirvara heldur Tripical eftir 75% af verði ferðarinnar en þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi. Berist afpöntun með skemmri en 15 daga fyrirvara á Tripical kröfu á 100% fargjaldsins. Þetta á ekki við um sérferðir eða hópaferðir, sjá nánar í neðangreindum texta. Ef greitt hefur verið með kreditkorti fer endurgreiðslan inn á viðkomandi kort. Ekki er hægt að breyta í lægra fargjald og fá mismun endurgreiddan. Ef farþegi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, s.s. vegabréfi, áritun þess, vottorði vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar frá Tripical. Breyting á áfangastað skoðast alltaf sem afpöntun og ný pöntun. Fyrir allar breytingar á staðfestri pöntun innheimtist breytingagjald samkvæmt gjaldskrá.

5. Afturköllun eða breytingar á pöntun sérferða eða hópferða

Sé afturköllun eða breyting á pöntun fyrir sérferðir eða hópaferðir innan 2 vikna frá pöntun ferðar endurgreiðir Tripical viðskiptavinum ferðina að fullu. Annars verður hópurinn að standa við pöntun sína. Þeir hópar sem skilgreinast sem sérferðir eru þær ferðir sem innifela í sér aðra selda þjónustu en flug og hótelgistingu, svo sem golferðir, hjólaferðir, gönguferðir, útskriftarferðir bæði háskóla og menntaskóla og fl. Hópaferðir eru allar þær ferðir sem að seldar eru til hópa stærri en 15 manns hvort sem að um er að ræða einn greiðanda fyrir hópinn eða marga staka greiðendur. Þetta er gert vegna þess að þegar um hópapantanir er að ræða skuldbindur ferðaskrifstofan sig við þann fjölda af flugsætum og hótelherbergjum við samstarfsaðila sína og fær því aldrei endurgreitt ef farþegar hætta við.
Sé um greiðsludreifingu að ræða má farþegi hætta við án þess að þurfa að greiða fyrir rest af ferð, hann fær þó ekki endurgreiddan þann hluta sem hann hefur þegar greitt.

6. Framsal bókanna

Farþegi getur framselt bókun sína til aðila sem fullnægir þátttökuskilyrðum ekki seinna en 30 daga fyrir ferð. Skulu farþegi sem og framsalshafi tilkynna ferðaskrifstofu skriflega strax um slíkt framsal. Framseljandi ferðar og framsalshafi eru þá sameiginlega og hvor í sínu lagi ábyrgir gagnvart Tripical að því er varðar greiðslu á eftirstöðvum og öllum aukakostnaði er kann að leiða af slíku framsali. Óheimilt er að framselja ferð eftir að farseðill hefur verið gefinn út eða í öðrum þeim tilvikum þar sem þeir aðilar sem selja þjónustu í ferðina hafa sett ákveðin skilyrði þannig að það sé ekki í valdi Tripical að breyta þeim. Breytingargjald rukkast þegar að farþegi framselur miðann sinn samkvæmt gjaldskrá.

7. Aflýsing eða breytingar á ferðaáætlun

Tripical ber enga ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem Tripical fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir. Í slíkum tilvikum er Tripical heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu. Tripical verður að tilkynna farþegum það tafarlaust. Geri Tripical breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna Tripical eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning sem tilgreini þær breytingar sem gerðar eru á upphaflega samningnum og áhrif þeirra á verð og önnur kjör. Tripical er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við að a.m.k. 85% nýting sé í viðkomandi flugvél, bæði á út- og heimflugi. Sé nýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 75% er Tripical heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þótt lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flugi. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint í auglýsingum eða sölubæklingum

Tilkynna ber þátttakendum um aflýsingu skriflega eigi síðar en 3 vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Ferðum sem vara í 7 daga eða skemur má þó aflýsa með 2 vikna fyrirvara. Sé ferð aflýst  á farþegi rétt á að fá fulla endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra ferð sambærilega að gæðum eða betri ef Tripical getur boðið slík skipti. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farþegi verðmismuninn endurgreiddan. Ef ferðin er dýrari greiðir farþegi mismuninn. Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst.

8. Framkoma og skyldur farþega

Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þeirra fyrirtækja sem að Tripical skiptir við. Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast til, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta þeim reglum er gilda á flutningatækjum, áningarstöðum (flughöfnum o.þ.u.l.), gisti- og matsölustöðum o.s.frv., enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda. Farþegi sem ferðast á eigin vegum og endurstaðfestir ekki heimferð sína með minnst 72 klukkustunda fyrirvara eða mætir ekki á brottfararstað (flugstöð) á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann verður af pöntuðu flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, án endurkröfuréttar á hendur Tripical.

9. Takmörkun ábyrgða og skaðabóta.

Tripical áskilur sér jafnframt rétt til að takmarka fjárhæð og greiðslu skaðabætur í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum. Tripical gerir ráð fyrir að þátttakendur séu heilir heilsu, þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms. Ef farþegi veikist í hópferð, ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast, sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þótt hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum sem Tripical verður ekki um kennt.

Hugsanlegar kvartanir vegna ferðarinnar skulu berast fararstjóra strax. Kvörtun skal síðan berast ferðaskrifstofu skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina. Verði farþegi fyrir meiðslum eða eignatjóni vegna þess að ferð er ófullnægjandi á hann rétt á skaðabótum, nema ef vanefnd á framkvæmd samningsins sé ekki rakin til vanrækslu ferðaskrifstofu eða annars þjónustuaðila sem ferðaskrifstofa skiptir við, eða ef vanefndirnar eru sök farþega eða þriðja aðila sem ekki tengist þeirri þjónustu sem samið var um og eru ófyrirsjáanlegar eða óhjákvæmilegar á hann ekki rétt á skaðabótum. Ef ferð fullnægir ekki skilyrðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á því nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir Tripical.

10. Persónuupplýsingar.

Tripical áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda farþega markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita farþega sem besta þjónustu.

 

Aðrir skilmálar Tripical


a) Börn

Börn undir 2 ára aldri fá ekki úthlutað sæti um borð í vélunum og skulu samnýta sæti hjá foreldrum eða umsjónarmanni.
b) Forfallagjald og skilyrði gildis þess
Öllum viðskiptavinum Tripical sem kaupa alferð í leiguflugi stendur til boða að kaupa sérstakt forfallagjald (á ekki við um siglingar, ýmsar sérferðir og skíðaferðir) og eru þá greiddar bætur eftir aðstæðum og tímasetningu forfalls. Komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð fæst ferð endurgreidd að fullu fyrir utan staðfestingargjald og forfallagjald ef eftirtaldar ástæður eiga við. Sjálfsábyrgð er í hverju tjóni. Sé ferð afturkölluð og falli undir neðangreinda skilmála endurgreiðist allt nema forfallagjaldið og sjálfsábyrgðin sjá nánar gjaldskrá:
Farþegi forfallast vegna stórvægilegra líkamsmeiðsla af völdum slyss, veikinda, þungunar, barnsburðar eða sóttkvíar enda vottað af hæfum starfandi lækni.
Farþegi andast eða mjög náinn ættingi andast.
Framangreind atvik skulu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að afpanta fyrirhugaða ferð. Tripical áskilur sér rétt til að kalla til sinn trúnaðarlækni vegna einstakra tilfella.
c) Tryggingar
Tripical ráðleggur farþegum að huga vel að tryggingamálum sínum áður en lagt er af stað í ferðalag. Við hvetjum farþega til að kynna sér hvaða tryggingar eru innifaldar í greiðslukorti sínu. Athugið að þessar tryggingar eru mismunandi eftir tegund greiðslukorts, kynnið ykkur vel skilmála þeirra, sem má fá hjá útibúum hjá útgefanda greiðslukortsins.
d) Veikindi eða slys erlendis
Kynntu þér vel bækling Tryggingastofnunar ríkisins “Veikindi eða slys í ferð erlendis – Hvaða rétt átt þú?” Bæklinginn er hægt að nálgast hjá Tryggingastofnun ríkisins eða inn á heimasíðu Tryggingastofnunar
e) Breytingar á flugáætlun
Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar eða vegna seinnar komu vélar úr öðru flugi eða bilana. Flugfélög hafa rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt. Tripical ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram staðfestri flugáætlun.
f) Breytingar á hótelum
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Það getur gerst að gististaðir hafi ekki pláss fyrir alla þá sem bókaðir eru á viðkomandi stað þrátt fyrir staðfestingu til Tripical. Gististaðirnir eru þá skyldugir til að útvega viðskiptavinum, sem ekki fá inni, sambærilegt eða betra hótel. Tripical ber ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða.
g) Skemmdir eða tap á töskum
Tripical ber ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartækjum. Verði skemmdir á töskum í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá flugvallaryfirvöldum á staðnum. Tripical getur annast milligöngu um innheimtu á skaðabótum til erlendra leiguflugfélaga sem Tripical skiptir við. Farþegi verður þá að framvísa tjónaskýrslu sem fengin er hjá flugvallaryfirvöldum, farseðli, töskumiðum (tag-númeri) og áætluðum viðgerðarkostnaði eða ef ekki er hægt að gera við töskuna, þá áætluðu verði sams konar tösku. Flugfélagið mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Sé um íslenskt flugfélag að ræða þarf sömuleiðis tjónaskýrslu frá flugvallaryfirvöldum, farseðil og töskumiða, en þá snýr farþegi sér beint til flugfélags. Hafi farþegi ekki tjónaskýrslu getur hann ekki fengið tösku bætta. Tripical ber ekki ábyrgð ef farangur tapast eða hann berst farþega seint vegna rangrar afgreiðslu á flugvelli.
h) Verðmæti
Tripical mælir eindregið með því að viðskiptavinir geymi alls ekki peninga né önnur verðmæti á herbergjum eða í íbúðum á lausgangi, heldur noti öryggishólf sem bjóðast ýmist í gestamóttöku eða í herbergjum. Hvorki gististaðir né ferðaskrifstofan eru ábyrg ef verðmæti tapast úr vistarverum.
i) Seinkun á flugi
Ef töf verður á flugi eftir að innritun á flugvelli hefur farið fram, fer í gang verkferli samkvæmt alþjóðareglum. Þjónustuaðili á flugvelli (handling agent) skal þá fyrir hönd flugfélagsins veita upplýsingagjöf, úthluta matarmiðum og jafnvel gistingu eftir lengd og eðli seinkunarinnar. Farþegar þurfa að fylgjast vel með í kallkerfi flugvallar og gera vart við sig hjá viðkomandi þjónustuaðila (handling agent), til þess að fá upplýsingar.
j) Vegabréf
Íslenskir ríkisborgarar skulu ávallt hafa vegabréf meðferðis þegar ferðast er til og frá Íslandi þar sem vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Ökuskírteini sýnir t.d. ekki fram á íslenskt ríkisfang. Athugið að framlengd vegabréf teljast ekki lengur gild ferðaskilríki. Þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k. 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Rétt er að kynna sér hvaða kröfur er gerðar í þeim ríkjum sem heimsækja á. Sjá nánari upplýsingar um vegabréf á vef utanríkisráðuneytisins.
k) Vegabréfsáritanir / Visa
Rétt er að kynna sér tímanlega hvort vegabréfsáritunar / landgönguleyfis (e. Visa) sé krafist í því landi sem heimsækja á. Almennt þurfa íslenskir ríkisborgarar vegabréfsáritun en frá því gilda þó margar undantekningar samanber það sem gildir um ferðalög til aðildarríkja Schengen. Sjá nánari upplýsingar um vegabréfsáritanir á vef utanríkisráðuneytisins.
l) Afpöntunarskilmálar vegna siglinga
Vegna skilmála skipafélaga gilda sérstakar reglur um staðfestingargjald og afpöntun siglinga. Staðfestingargjald greiðist við bókun og er óendurkræft. Berist afpöntun síðar en 90 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af verði ferðarinnar. Berist afpöntun með skemmri en 75 dags fyrirvara á ferðaskrifstofan kröfu á 75% fargjaldsins. Sé fyrirvari 60 dagar eða skemmri er allt fargjaldið óendurkræft.
Að öðru leyti en hér greinir gilda Lög um alferðir ( 1994 nr. 80).
M) Gjafabréf
Gjafabréf er hægt að nota í allar ferðir Tripical, bæði einkaferðir og almennar hópferðir, nema sérstaklega sé getið um undantekningu.
Almennur gildistími Inneignarbréfa er 1 ár frá útgáfu. Hægt er að framlengja gildistíma inneingarbréfa um eitt ár í senn. Gjald fyrir framlengingu er 1/10 hluti andvirðis(10%) og skal framlenging rituð á bakhlið inneignarbréfs.
Óhefðbundin Inneignarbréf Tripical geta hlotið öðrum reglum en hér er getið og koma þá undanþágur fram á sjálfu Inneignarbréfinu.
N) Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.Notkun á persónuupplýsingum.
Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
O)Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

Golfferðir

 

Þyngd farangurs

Flutningur fyrir golfsett 15 kg. er innifalinn í verðum í skipulögðum hópferðum. Þyngd farangurstösku má vera allt að 20 kíló.

Lágmarksfjöldi

Til þess að golffararstjóri verði með í ferðinni þarf lágmarksþátttaka að vera 16 manns í hverri brottför.

Golf

Tripical tekur ekki ábyrgð á ástandi golfvalla vegna framkvæmda, veðurfars eða óviðráðanlegra aðstæðna.

Byrjendur og háforgjafarkylfingar

Það er almenn regla í golfi um allan heim að eingöngu þeir sem eru með golfforgjöf fái að spila alvöru golfvöll. En vegna þess að hér er um hópbókun að ræða, og samninga Tripical golfklúbbana um að hópar á okkar vegum munu ekki tefja leik, höfum við fengið undanþágu frá þessari reglu. En hafa skal þó í huga að þeir sem eru algerir byrjendur og hafa lítið sem ekkert komið nálægt golfíþróttinni, eiga ekki erindi að spila á þessum völlum. Þess vegna áskiljum við, golffararstjórar og golfklúbbarnir erlendis sér rétt til að meta það hvort fólk kemst á vellina eða ekki.

Rástímar og rásröð

Við leitumst við að fá rástíma með það í huga að viðskiptavinir okkar geti spilað meira en 18 holur á dag. Þegar um hópbókanir er að ræða eiga golfvellirnir rétt á þvi að breyta rástímunum fyrirvaralaust og þess vegna ber Tripical enga ábyrgð á því. Við viljum þó taka fram að slíkt er mjög fátítt.

Það er hlutverk fararstjórans að raða í rástíma. Ef það er fólk í sömu ferð sem langar að spila saman alltaf eða dag og dag, þá þarf að láta fararstjóra vita.

Reglur fyrir ótakmarkað golf

  1. a) Það þarf að taka það fram að þú/þið séuð í Tripical-golfferðahópnum.
    b) Verður að sýna kvittun fyrir fyrstu 18 holunum sem þið höfðuð spilað fyrr um daginn.
  2. Auka golf er ekki hægt að panta fyrirfram og fæst einungis ef það er laus rástími eftir fyrsta hring.
  3. Auka golf þarf ekki að spila strax eftir fyrsta hring. Hægt er t.d. að fara af svæðinu og koma aftur seinna sama dag. Auka golf má vera eins margar holur og menn vilja/geta spila.
  4. Þrátt fyrir auglýst ótakmarkað golf ber golfdeildTripical ekki ábyrgð á því að aukagolf náist ekki af einhverjum ástæðum (t.d. ef rástími fyrri hrings gefur ekki svigrúm til þess).

Golfkennsla

Það er hægt að fá kennslu annað hvort hjá fararstjóra eða viðkomandi kennara sem starfar á áfangastað. Ef það er áhugi fyrir goflkennslu skal hafa samband tímanlega fyrir brottför og kanna hvað best er að gera.

Golfklæðnaður

Almennt er gerð krafa um klæðaburð, t.d. er bannað er að leika golf í gallabuxum, íþróttabuxum, stuttbuxum með teygju í mittið og stuttermabolum án kraga. Flestir vellir gera kröfu um að kylfingar séu í golfskóm á golfvöllunum en það er ekki sama krafa þegar fólk er á æfingasvæðinu.

 

Þjónustuverðskrá

Bókunargjald………………………… kr. 3.800
Þjónustugjald á mann vegna farbókunar í síma eða á skrifstofu.
Afgreiðslugjald……………………….kr. 2.800
Bókanir á annarri þjónustu en innifalin er í ferð, ef keypt er flug. Farmiðabókun með lest, ferju og bílaleigubíl. Bókun á gistirými: Hótel, íbúð og sumarhús. Bókun á aðgöngumiðum: Leikhús, söngleikir og kappleikir: Útvegun á vegabréfsáritun. Afmæliskveðjur og skilaboð. Bókun á annarri þjónustu en þeirri sem innifalin er í ferð. Afgreiðslugjald greiðist pr. bókun og er óendurkræft.
Breytingagjald……………….……….kr. 5.000
Breyting á farseðli. Framsal bókunar (nafnabreyting). Breyting á ferðapöntun í skipulagðri ferð. Bókun á gistingu og annarri þjónustu (ef ekki er keypt flug). Breytingagjald er óendurkræft.
Tilboðsgjald…………………….……kr. 5.000
Fyrir ráðgjöf og vinnu að tilboði vegna sérstakra ferða annarra en þeirra sem lýst er í bæklingum eða auglýsingum. Beiðni um tilboð skal lögð inn skriflega. Sé tilboða óskað til fleiri en eins áfangastaðar er greitt sérstaklega fyrir hvern viðbótarstað. Tilboðsgjald er óendurkræft nema tilboði sé tekið.
Forfallagjald (11ára+)…………………kr. 7.000
Forfallagjald (barn, 2–11 ára)……..kr. 3.800
Farþegum sem kaupa alferð í leiguflugi Tripical stendur til boða að greiða sérstakt forfallagjald við staðfestingu ferðar (á ekki við um siglingar, ýmsar sérferðir og skíðaferðir) og eru þá greiddar bætur, komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð af tilteknum orsökum (sjá upplýsingar í skilmálum Tripical). Sjálfsábyrgð er í hverju tjóni.
Sjálfsábyrgð v/forfalla-
í hverju tjóni (á mann)………………….kr. 6.000
Staðfestingargjald……………………kr. 40.000 Vegna staðfestingar á farpöntun. Staðfestingargjald er aðeins afturkræft innan viku frá því að pöntun er gerð. Staðfestingargjald í siglingum og sérferðum er annað og er það þá sérstaklega tilgreint í kynningu viðkomandi ferða. Staðfestingargjald í siglingum er óendurkræft frá staðfestingu pöntunar. Fullnaðargreiðsla vegna siglinga þarf að fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brottför.

Share via
Copy link
Powered by Social Snap