Lög um pakkaferðir - Tripical

Lög um pakkaferðir

Mikilvægustu réttindi samkvæmt lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

Hér að neðan er að finna mikilvægar upplýsingar um pakkaferðina sem er skylt að veita ferðamönnum áður en gengið er frá pakkaferðarsamningi.

 • Alltaf er a.m.k. einn seljandi ábyrgur fyrir réttri framkvæmd allrar ferðatengdrar þjónustu í samningnum.
 • Ferðamenn fá neyðarsímanúmer eða upplýsingar um tengilið þar sem hægt er að hafa samband við Tripical.
 • Ferðamönnum er heimilt að framselja pakkaferðina til annars aðila með hæfilegum fyrirvara og hugsanlega gegn viðbótarkostnaði. 
 • Aðeins má hækka verð pakkaferðarinnar ef sérstakur kostnaður hækkar (t.d. eldsneytisverð) og ef sérstaklega er kveðið á um það í samningnum eða skilmálum Tripical og aldrei síðar en 20 dögum fyrir upphaf pakkaferðarinnar. Fari verðhækkunin yfir 8% af verði pakkaferðarinnar er ferðamanni heimilt að rifta samningnum. Áskilji Tripical sér rétt til verðhækkunar á ferðamaður rétt á verðlækkun ef lækkun verður á viðeigandi kostnaði.
 • Ferðamenn geta rift samningi án þess að greiða riftunargjald og fá fulla endurgreiðslu á öllum greiðslum ef gerðar eru verulegar breytingar á mikilvægum þáttum pakkaferðarinnar, öðrum en verði hennar. Ef seljandi, sem er ábyrgur fyrir pakkaferðinni, aflýsir henni fyrir upphaf hennar eiga ferðamenn rétt á endurgreiðslu og skaðabótum, eftir því sem við á og nánar er tilgreint í lögum um pakkaferðir og skilmálum Tripical.
 • Ferðamenn geta rift samningi án þess að greiða riftunargjald fyrir upphaf pakkaferðarinnar í undantekningartilvikum, t.d. ef upp koma alvarleg öryggisvandamál á ákvörðunarstað, sem líklegt er að hafi áhrif á pakkaferðina.
 • Að auki geta ferðamenn hvenær sem er áður en pakkaferð hefst rift samningnum gegn greiðslu viðeigandi og réttlætanlegs riftunargjalds.
 • Ef ekki er hægt að framkvæma mikilvæga þætti pakkaferðarinnar, eins og umsamið var, eftir að hún er hafin þarf að bjóða ferðamanninum annars konar viðeigandi ráðstafanir, honum að kostnaðarlausu. Ferðamenn geta rift samningi án þess að greiða riftunargjald ef þjónustan er ekki veitt í samræmi við samninginn og það hefur veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðarinnar og skipuleggjandi ræður ekki bót á vandanum.
 • Ferðamenn eiga einnig rétt á verðlækkun og/eða skaðabótum ef ferðatengd þjónusta er ekki framkvæmd eða framkvæmd hennar er ófullnægjandi.
 • Skipuleggjandinn verður að veita aðstoð ef ferðamaðurinn lendir í vanda.
 • Verði Tripical eða, eftir atvikum, þjónustuaðilar Tripical gjaldþrota eða hættir rekstri verða greiðslur endurgreiddar. Verði Tripical eða, eftir atvikum, þjónustuaðilar gjaldþrota eða hættir rekstri eftir að pakkaferðin er hafin og ef flutningur er innifalinn í pakkaferðinni er heimflutningur ferðamanna tryggður. Tripical hefur lagt fram tryggingu til Ferðamálastofu komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar. Ef ekki er hægt að veita samningsbundna þjónustu komi til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar Tripical geta ferðamenn haft samband við Ferðamálastofu: 

Ferðamálastofa

Hafnarstræti 91

600 Akureyri

Sími: 535 5500

Netfang: upplysingar@ferdamalastofa.is

Heimasíða: www.ferdamalastofa.is