Fræðsluferðir kennara erlendis

06.09.2022

Fræðsluferðir kennara

Fræðsluferðir eru spennandi kostur í starfsþróun og endurmenntun starfsfólks, og til dæmis tilvalinn kostur fyrir kennara á öllum skólastigum, frá leikskólum til háskóla.  Með fræðsluferðum má finna áhugaverða áfangastaði að heimsækja, og fá með því nýjar og ferskar hugmyndir um hvernig leysa má hin ýmsu verkefni í skólastarfinu. Við hjá Tripical sérhæfum okkur í að skipuleggja styrkhæfar fræðsluferðir fyrir skóla, stofnanir og fyrirtæki, sem henta fjölbreyttum þörfum ólíkra hópa. Við bjóðum upp á fjölda áfangastaða fyrir fræðsluferðir – þar eins og í öðrum ferðum okkar eru möguleikarnir jafn margir og heimurinn er stór. Aðalmarkmið okkar er ávallt að koma til móts við allar þær óskir sem upp kunna að koma, bæði hvað varðar val á stofnunum sem eru heimsóttar, sem og allt utanumhald, afþreyingu og skemmtun. Hin fullkomna fræðsluferð er nefnilega ekki aðeins full af praktískum fróðleik heldur einnig skemmtilegheitum og gleði.

Ýttu hér til að skoða fræðsluferðir sem eru í boði hjá Tripical!

Kennararferðir

Þegar starfshópur heldur saman í ferð út fyrir landssteinana, er ekki úr vegi að nýta hana einnig til að létta lund og starfsanda. Fræðsluferðir efla samstöðu starfsmannahópsins og stuðla um leið að betri vinnustaðamenningu. Tripical skipuleggur alls kyns viðbótardagskrá eins og kynnisferðir af ýmsu tagi, skemmtanir og viðburði eftir séróskum hvers hóps. Við viljum stuðla að því að makar komi með og bjóðum þeim upp á dagskrá meðan á starfstengdri fræðslu stendur.

Við hvetjum ykkur til að hafa samband. Leyfið okkur að gera ykkar ferð að ógleymanlegri, skemmtilegri og fræðandi upplifun! 

Ýttu hér til að hafa samband við söluráðgjafa Tripical í fræðsluferðum!