Núna gefst einstakt tækifæri til að stökkva á frábært tilboð til eyjarinnar Mallorca.
Aðeins örfá sæti eru laus á þessu frábæra verði. Einnig er hægt að fá aðeins flug, veljið í felliglugganum hér til hægri
Mallorca (Mæjorka) hefur lengi verið ótrúlega vinsæl meðal Íslendinga, sem hinn fullkomni sólarlandastaður.
Hvernig stendur á þessu segulmagni Mæjorka? Hvers vegna er hún svona frábær? Jú sjáðu til, það er þessi stórkostlega blanda: einstök náttúrufegurð, seiðandi gylltar sandstrendur, frábært veður, endalausir afþreyingamöguleikar og gæðaþjónusta hvert sem þú leitar! Eyjan hefur haldið sæti sínu sem einn af vinsælustu ferðamannastöðum Evrópu allt frá því um miðja síðustu öld, og það er ekkert að fara að breytast. Af því Mæjorka er sígildur súperstaður!
Cala Ratjada er í norð-austur hluta eyjunnar. Í bænum er gömul og afar sjarmerandi fiskihöfn, og í nágrenninu teygja sig vinsælar strendur, með fínlegum gylltum sandi, fallegum víkum og vogum við kristaltæran grænbláan sjó, meðfram öllum bænum. Aðalströndin er Son Moll, en einnig má finna minni strendur eins og Cala Gat og aðrar rólegri og minna annasamar eins og Cala Agulla. Veitingastaðir og barir eru á hverju strái við göngustíga hjá strandlengjunni, en svæðið í kringum höfnina er einna vinsælast hjá gestum bæjarins og þar er oft safnast saman yfir svalandi drykk og gleði.
Þökk sé staðsetningu Cala Ratjada þá er bærinn að mörgu leyti heimur út af fyrir sig, í burtu frá öðrum meira dæmigerðum ferðamannastöðum á Mallorca. Þar er þó aldeilis yfirdrifið nóg um að vera og Cala Ratjada býður upp á allan pakkann þegar kemur að hlutum sem hægt er að gera. Þú getur valið þér hvað sem þér dettur í hug til að eyða tímanum við ströndina og sjóinn. Köfun, vatnaskíði, brimbrettabrum, siglingar, bara nefndu það og þú finnur það.
Ef þig langar að leysa út aukaorku með góðri göngu eða skokki þá bíður 19. aldar vitinn við Punta de Capdepera eftir þér fyrir ofan bæinn, þangað er þægilegur stígur og þú færð í verðlaun fyrir að komast alla leið mjög glæsilegt útsýni yfir bæinn og næsta nágrenni. Þú getur farið í golf, leigt þér hjól, eða pantað þér ferð alls kyns skoðunarferðir.
Á gististöðum á Mallorca þarf að greiða ferðamannaskatt. Gjaldið miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins og er 1 evra á 3 stjörnu, 3 evrur á 4 stjörnu og 4 evrur á 5 stjörnu gististöðum. Skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt per herbergi. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Hotel Triton Beach er staðsett í Cala Ratjada, 2,6 km frá Cala de S’Aguila-ströndinni, og býður upp á gistirými með verönd. Þetta 4 stjörnu hótel býður upp á ókeypis WiFi.
Hótelið er með sólarhringsmóttöku og upplýsingaborði um ferðaþjónustu fyrir gesti.
Herbergin á hótelinu eru með flatskjásjónvarpi. Öll herbergin eru með loftkælingu og sumar herbergin á Hotel Triton Beach eru með svölum. Öll herbergi á hótelinu er með sérbaðherbergi með ókeypis snyrtivörum og hárþurrku.
Morgunverðarhlaðborð er borið fram á hverjum morgni á gististaðnum.
Hotel Triton Beach býður upp á útisundlaug.
Spánn hefur um árabil verið eitt vinsælasta land Evrópu meðal ferðafólks og þangað drífur að mikill fjöldi gesta alls staðar úr heiminum allan ársins hring. Ástæðan er langt frá því að vera ,,af því bara“ – á Spáni er svo margt að sjá og upplifa, fjölbreytileiki landsins er gríðarlegur, auk þess sem þar er auðvitað nóg til af því sem allir elska og þrá, nefnilega sól og blíðu!
Konungsríkið Spánn telur um 46 milljónir íbúa. Það er um það bil 5 sinnum stærra en Ísland að flatarmáli og staðsett á Íberíuskaga (stundum nefndur Pýreneaskagi) syðst í Evrópu, með landamæri að Portúgal til vesturs og Frakklands og smáríkisins Andorra til norðurs. Löng austurströnd landsins snýr að Miðjarjarðahafi, og syðsti oddi Spánar er um leið syðsti oddi meginlands Evrópu.
Æðislegar strendur, eldhresst næturlíf, sprúðlandi fjölmenning og borgir með afar áhugaverðan bakgrunn og sögu, og stórbrotnar byggingar því til sönnunar – allt þetta hefurðu á Spáni. En landið býr einnig yfir miklum fjölbreytileika í landfræðilegum skilningi, enda æði stórt og mikið. Þar hefurðu fjöll og snjó í norðri, risavaxin mýrlendi og sandflæmi í suðri. Sumrin eru vissulega háannatími í ferðaiðnaði landsins, en þeir sem heldur kjósa minna fjölmenni eða vetrarferðir hafa sannarlega úr mörgu að moða.
Á Spáni eru margar fallegar og spennandi borgir. Fyrst má nefna þær þekktustu, höfuðborgina Madrid með sínum heillandi arkitektúr, fjölbreyttu söfnum og sýningum, og hina mögnuðu Barcelona með sín fjölmörgu ólíku hverfi, stórbrotnu byggingar, blómstrandi menningarlíf, iðandi næturlíf og fyrirtaks sólbaðsstrendur. En þá er langt í frá allt upptalið, því hér höfum við líka borgir eins og Sevilla, Valencia, Granada og Bilbao og fleiri, allt staðir með sína einstöku sérstöðu sem fyllilega má mæla með. Þess utan eru svo minni bæir og þorp, við ströndina eða uppi á landi, sem með sjarma sínum og fegurð draga til sín sólþyrsta gesti í leit að afslöppun og ánægju.