Skip to content
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Gestgjafaumsókn
Tripical
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Gestgjafaumsóknir
  • Blogg
  • Um Tripical
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Dagskrá

Skólaheimsókn til Prag

Lengd ferðar:
5 dagar / 4 nætur
Gjaldmiðill:
Tékknesk króna

Skólaheimsókn til Prag!

Prag er ein fegursta borg Evrópu með aldagamla sögu og stórfenglegan arkitektúr og einn besta bjór í heimi. Sannkölluð menningarborg sem býður upp á iðandi mannlíf og einstaka upplifun listaverka, glæsilegra bygginga og vel varðveittra sögulegra hverfa.    

Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til menningarborgarinnar Prag. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.

Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum alltaf upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.

Perlan við Moldá

Prag er miðstöð tékkneskrar menningar og sögu. Miðborgin er einstök upplifun með fjölda vel varðveittra miðaldarstræta og fallegra bygginga sem rekja evrópska listasögu frá gotneskum stíl til módernismans. Prag jafnast fyllilega á við stórborgirnar Róm, París og London enda flykkjast ferðamenn þangað frá öllum heimshlutum til þess að upplifa perluna við Moldá.

Menningarborg Evrópu

Söguleg hverfi Prag hafa varðveist vel enda er öll gamla miðborgin á heimsminjaskrá Unesco. Auðvelt er að ferðast um borgina þar sem áhugaverðustu staðir og hverfi borgarinnar eru öll í göngufjarlægð hvert við annað. Ómissandi er að ganga með mannfjöldanum yfir Karlsbrúna og rölta upp á kastalahæðina og njóta stórfengleika Vítusarkirkjunnar. Við hinn enda Karlsbrúarinnar býður Mala Strana hverfið upp á sögufrægar hallir, kirkjur og fallega garða. Gamla bæjartorg Prag er iðandi af mannlífi umkringt gullfallegum byggingum og fjölbreyttum arkitektúr. Miðstöð verslunar og skemmtanalífs í borginni er við Wenceslas torgið og í Prag er gamalt og sögufrægt gyðingahverfi með elstu starfandi sýnagógu í Evrópu.

Draumur listunnandans

Sögufrægur og fallegur arkitektúr er allsráðandi í Prag og bæheimski listheimurinn býður listunnendum upp á fjölda áhugaverðra safna og listaverka. Allt frá gotnesku altarsverkum Agnesarklaustursins til módernísku listaverka súrrealista og kúbista í Veletržní Palác. Prag er samsuða listrænnar tjáningar sem er órjúfanlegur hluti borgarinnar.

Einstök bjórmenning

Síðan Pilsner Urquell var fyrst bruggaður árið 1842 þá hafa Tékkar verið þekktir fyrir að brugga heimsins bestu bjóra. Lítil brugghús og bjórgarðar hafa sprottið upp um borgina haldið þróun tékknesku risanna, Urqell, Budvar og Starapramen áfram í að þróa einstakar og fjölbreyttar tegundir við allra hæfi.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Fallegur arkitektúr
  • favorite
    Sögufrægur miðbær
  • favorite
    Lifandi saga og mannlíf
  • favorite
    Frábært úrval af veitingastöðum og börum

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • 4 nætur á hóteli í miðbæ Prag
  • 20 kg innritaður farangur
  • Morgunmatur
  • Rútur til og frá flugvelli og áfangastöðum
  • Tvær skólaheimsóknir/kynnisferðir
  • Íslensk farastjórn

Ekki innifalið

  • Þjórfé
  • Hádegisverður og kvöldverður

Dæmi um hótel

Hotel Majestic Plaza 4 * eða sambærilegt

The elegant Majestic Plaza is located right in the heart of Prague, only 300 m from famous Wenceslas Square. WiFi is available for free in public areas and all the non-smoking rooms feature free coffee and tea making facilities.

The Majestic Plaza hotel is housed in 2 historical buildings of 2 different and unique styles: Art Deco and Biedermeier.

Fine dishes from all around the world are served in the restaurant.

Prague 01 is a great choice for travellers interested in history, architectureand culture.

Skoða heimasíðu hótels hér.

Dagskrár hverrar skólaheimsóknar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni og því er hér eingöngu um tillögu að dagskrá að ræða.

Dagskrá innifalin í ferðum skólaheimsókna á vegum Tripical eru síðdegisganga um borgina, tvær skólaheimsóknir/kynnisferðir og skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur.

Við bjóðum einnig upp á að skipuleggja fjölbreytta viðbótardagskrá eftir séróskum hvers skólahóps. Hvort sem það eru ferðir á söfn, viðburði, tónleika, íþróttaleiki eða sameiginlegur kvöldverður og árshátíðarskemmtun, þá erum við ávallt tilbúin til þess gera ferðina ykkar eins eftirminnilega og skemmtilega og mögulegt er.

Tillaga af dagskrá

  • add Dagur 1
    • Flogið út til Prag
    • Rúta upp á hótel
    • Innritun á herbergi og andleg upphitun fyrir komandi daga
    • Síðdegisganga með hópnum um miðborg Prag. Kynnast og hrista hópinn saman.
  • add Dagur 2
    • Morgunmatur á hóteli
    • Skólaheimsókn
    • Sérstök skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur
    • Frjáls tími um kvöldið

     

  • add Dagur 3
    • Morgunmatur á hóteli
    • Skólaheimsókn eða kynnisferð
    • Sérstök skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur
    • Árshátíðardinner! Sameiginlegur kvöldverður og skemmtun (Ekki innifalið).
  • add Dagur 4
    • Morgunmatur á hóteli
    • Frjáls dagur en margar kynnisferðir í boði sem hægt er að skipulegga.
  • add Dagur 5
    • Morgunmatur á hóteli
    • Frjáls dagur
    • Rúta upp á flugvöll
    • Flogið heim eftir góða ferð og ný kynni við flotta kennara í Prag

Verð frá 114.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical

Borgartúni 8, 105 Reykjavík

+354 519 8900

hallo@tripical.com

Gott að vita

Skilmálar

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Balí
  • Búlgaría
  • Króatía
  • Lettland
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Pólland
  • Rússland
  • Skotland
  • Srí Lanka
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn
  • More Networks
Share via
Facebook
Twitter
LinkedIn
Mix
Email
Print
Copy Link
Powered by Social Snap
Copy link
CopyCopied
Powered by Social Snap