Viðtökurnar í síðustu ferð okkar voru framar björtustu vonum og Andorra, hvíta perla Pýreneafjallanna, hefur slegið í gegn sem ákjósanlegur vetraráfangastaður snjóþyrstra, enda fjölbreytt svæði með endalausum möguleikum fyrir fólk í öllum styrkleikaflokkum. Þarna blómstra allir í framúrskarandi veðri og njóta einstakrar gestristni heimamanna á sjaldséðu verðlagi. Það á jú að vera gaman! Fyrir utan hæfilega blöndu af hreyfingu og gleði í brekkunum er ekki síður tekið á því þegar degi hallar. Helstu Aprés ski staðirnir eru herteknir, barir heimsóttir, að ógleymdum fjölda veitingastaða og skemmtistaða sem hægt er að skoða. Þú hvílist bara síðar!
Sólríkar hlíðar Andorra lúra milli Spánar og Frakklands. Svæðið á sér langa sögu í þjónustu við ferðamenn allt árið um kring og er án efa einn heppilegasti áfangastaðurinn fyrir blandaða skíðahópa. Dagskráin er svo sniðin að þörfum þeirra sem vilja skíða OG hafa gaman. Náttúrufegurðin, girnilegur matur, töfrandi viðmót heimafólks, hagstætt veður og lágt verðlag gera dvölina ógleymanlega. Flogið er áætlunarflugi til Barcelona þaðan sem stefnan er tekin í hánorður um grösugar sveitir Katalóníu og komið í skíðaþorpið Soldeu tæpum þrem tímum seinna. Velkomin til Grandvalira!
Í Andorra eru kjöraðstæður fyrir fólk á öllum reynslustigum skíða- eða brettaiðkunar. Þeir sem aldrei hafa farið á skíði, eru óvanir eða vilja rifja upp gamla takta geta skráð sig á skíðanámskeið en á svæðinu eru allt að 6 skíðaskólar, sem bjóða upp á úrvalskennslu fyrir fólk á öllum aldri og færnisstigum. Grandvalira skíðasvæðið og þorpin í Andorra eru tilvalinn áfangastaður þeirra sem vilja upplifa í fyrsta skipti af eigin raun það sem margir kalla bestu fríin. Við erum að tala um 210 kílómetra af brekkum og 71 lyftu.
Það er síðan nóg um að vera fyrir þá sem vilja koma með án þess að renna sér á skíðum eða bretti. Má þar nefna snjósleðaferðir, zip-lining, gönguferðir á snjóþrúgum, eða slöngusleðaferðir þar sem maður þeytist niður brekkurnar á uppblásnum, hringlaga slöngum, sem er vinsæl fjölskylduskemmtun.
Hlutirnir eru teknir föstum tökum í Andorra. Veturinn 2020 – 2021 var gríðarlega vel staðið að öllum sóttvörnum og þrátt fyrir að ferðaþjónusta sé stærsta tekjulind þjóðarinnar var landinu lokað árið 2019 eftir að tæplega 100 smit greindust. Rekstraraðili Grandvalira svæðisins sér um alla innviði, alla veitingasölu og aðra þjónustu. Það er því hvergi auðveldara að samhæfa aðgerðir og tryggja öryggi. Nú er um að gera að leyfa sér að hlakka til! Komdu með okkur í ógleymanlega ferð.
Verð frá 195.990 kr
Hótelið er byggt í sígildum Alpastíl þar sem notast er mikið við náttúruleg efni. Þegar inn er komið blasir við stór forstofa þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Úr anddyrinu er hægt að skjótast um undirgöng yfir í Wellness Center, risastóra heilsulind á 5 hæðum sem er hluti af Hermitage hótelinu hinum megin götunnar. Þú einfaldlega ferð í sloppinn og inniskóna og trítlar yfir. Greitt er fyrir heimsóknina og má auðveldlega eyða þar heilum degi í dekur. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og starfsfólkið faglegt eins og glöggt kemur fram í einkunnargjöf gesta. Herbergin eru sígild og í anda þess tíma er hótelið var byggt. Sport Hotel er hluti af keðju hótela sem öll eru í Soldeu, þar á meðal Hermitage sem er vandaðasti 5 stjörnu gistimöguleikinn á staðnum, Sport Hotel Village og Sport Hotel Residence. Stórt barsvæði hótelsins nýtur alltaf vinsælda meðal Íslendinga en jafnframt eru smærri svæði víða um hótelið fyrir þá sem vilja draga sig í hlé.
Hótelið er með ríkulegan morgunmat og eins kvöldmat fyrir þá sem það kjósa. Á staðnum er líkamsræktarsalur. Um það bil 100 metra gangur er að Soldeu kláfnum og þar er gestum Sport Hotel veittur endurgjaldslaus aðgangur að læsanlegum skápum fyrir skíðin/bretti og þarf því ekki að halda á þeim heim og af hóteli.
Börn hafa ókeypis aðgang að krakkaklúbbi sem býður upp á úrval af afþreyingu.
Verð frá 235.990 kr
Sport Hotel Village er í Soldeu, rétt við hliðina á Grandvalira-skíðalyftunum og er sígildum Alpastíl. Úr anddyrinu er hægt að skjótast um undirgöng yfir í Wellness Center, risastóra heilsulind á 5 hæðum sem er hluti af Hermitage hótelinu hinum megin götunnar. Þú einfaldlega ferð í sloppinn og inniskóna og trítlar yfir. Greitt er fyrir heimsóknina og má auðveldlega eyða þar heilum degi í dekur. Öll þjónusta er til fyrirmyndar og starfsfólkið faglegt eins og glöggt kemur fram í einkunnargjöf gesta. Herbergin á Sport Hotel Village eru með flottar innréttingar, sjónvarp og minibar. Sport Hotel Village er hluti af keðju hótela sem öll eru í Soldeu, þar á meðal Hermitage sem er vandaðasti 5 stjörnu gistimöguleikinn á staðnum, Sport Hotel og Sport Hotel Residence. Stórt barsvæði hótelsins nýtur alltaf vinsælda meðal Íslendinga en jafnframt eru smærri svæði víða um hótelið fyrir þá sem vilja draga sig í hlé.
Hótelið er með ríkulegan morgunmat og eins kvöldmat fyrir þá sem það kjósa. Á staðnum er líkamsræktarsalur. Um það bil 100 metra gangur er að Soldeu kláfnum og þar er gestum Sport Hotel veittur endurgjaldslaus aðgangur að læsanlegum skápum fyrir skíðin/bretti og þarf því ekki að halda á þeim heim og af hóteli.
Börn hafa ókeypis aðgang að krakkaklúbbi sem býður upp á úrval af afþreyingu.
Verð frá 419.990 kr
Það er ekkert til sparað á Hermitage hótelinu. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja enda gríðarlegur metnaður viðhafður í hvívetna. Inngangurinn lætur ekki mikið yfir sér en það sést langar leiðir að þetta hótel er skörinni ofar en önnur í Soldeu eða á skíðasvæðum almennt. Byggingarefni er allt mjög nútímalegt en samt svo í takt við umhverfið. Vandaður viður er ráðandi og andinn einstakur. Herbergin eru öll svítur en af nokkrum gerðum, þau minnstu rétt um 40 fm. Í þeim er að finna allt það sem framsækið lúxushótel getur státað af og meira til. Gestir geta valið um koddagerð, öll rúmföt eru úr vandaðri Egypskri baðmull og þannig mætti lengi telja. Frá öllum herbergjum er einstakt útsýni yfir brekkurnar í Soldeu.
Í sömu byggingu eru alls átta veitingastaðir, þar af einn sem ber Michelin stjörnu. Staðirnir eru allir nema einn, opnir fyrir almenning. Frábær bar er svo inn af móttökunni þar sem til dæmis gin og tónik er borið fram í flöskunni og þú blandar sjálfur í glasið. Í hinum endanum er 5000 fermetra heilsulind á fimm hæðum. Hótelið er með sérstaka aðstöðu við kláfinn sem er í 100 metra fjarlægð. Þar er þjónustufólk sem býður upp á kaffi eða líkjör á meðan það hjálpar þér í og úr skónum.
Börn hafa ókeypis aðgang að krakkaklúbbi sem býður upp á úrval af afþreyingu.
Verð frá 239.990 kr
Það er fátt sem stenst samanburð við Montana þegar tekið er mið af öllu í senn, verði, gæðum, hagræði og þægindum. Hvert einasta herbergi er með útsýni á þessu frábæra hóteli og er aðeins í boði fyrir 14 ára og eldri.
Hótelið stendur aðeins 200 m frá inngangi kláflyftunar í Soldeu. Hótelið er sjarmerandi, hreinlegt og þægilegt. Hótel hefur verið rekið á þessum stað frá 1939 og var það reist á grunni fyrra hótels en ásamt því rekur sama fjölskylda skemmtilegt hótel hinum megin götunnar.
Herbergin eru rúmgóð og látlaust innréttuð. Gestir gefa hótelinu mjög háa einkunn og keppast við að hæla hótelinu fyrir hreinlæti og vinalegu starfsfólki fyrir hugulsemi og góða þjónustu. Anddyrið og matsalur eru í sígildum Alpastíl. Góður pizzastaður er í örfárra metra fjarlægð og fjöldi annarra í göngufæri. Á hótelinu er gufubað, heitur pottur og lítil sundlaug þar sem hægt er að slaka á og láta þreytuna renna úr sér eftir góðan dag í fjallinu. Gestir greiða vægt gjald fyrir afnot af slopp og inniskóm þegar aðstaðan er notuð. Á hótelinu er geymsla fyrir búnað en einnig bjóða þeir aðgang að læstum skápum í anddyri Soldeu kláfsins sem einfaldar allt.
Verð frá 259.990 kr
Hótelið er mjög rúmgott og sumarið 2019 var farið í gagngerar endurbætur á ýmsum þáttum sem gera dvöl gesta ennþá ánægjulegri eins og t.d. heilsulindinni. Park Piolets stendur aðeins frá Soldeu kláfnum eða um 600 metra en á fimm mínútna fresti ganga litlar þægilegar skutlur milli hótelsins og inngangi Soldeu kláfsins á meðan skíðasvæðið er opið. Aksturinn að kláfnum í Soldeu tekur aðeins 2 mínútur og 5 mínútur niður að El Tarter þar sem er kláfur og lyftur. Mikill metnaður er lagður í að láta gestum líða vel, maturinn er afbragð og fyrir utan veglegan hlaðborðsveitingastað hótelsins er þar yndislegur kínverskur matsölustaður. Einnig er stutt á aðra veitingastaði með dásamlegum mat.
Gestir láta vel að dvölinni og gefa því hæstu einkunn fyrir þjónustu, hreinlæti, hjálpsemi, staðsetningu, útsýni og alla aðstöðu. Hér eru öll herbergi með fjallasýn. Rúmgóður bar eða setustofu er að finna á jarðhæðinni með útsýni yfir fjöllin og skíðasvæðið hinum megin í dalnum. Gjarnan er minnst á veglega stærð herbergjanna, kraftmikla sturtu, aðgengi að heilsulind, heitum potti sem er úti við, sem og aðstöðu fyrir börn en hótelið er vinsælt hjá barnafólki. Ókeypis er fyrir 0-3 ára og 4-11 ára fá 30% afslátt.
Á hótelinu er lítil skíðaleiga en ekki er mælt með að treysta því að þar sé hægt á fá búnað á pari við væntingar. Á staðnum er geymsla fyrir útbúnað sem hægt er að nota gegn vægu gjaldi.
Tekið skal fram að farþegar ferðast á eigin ábyrgð.
Fargjald
Heildarverð ferðar ásamt sköttum og öðrum gjöldum. Fargjald tekur til þeirrar þjónustu sem tilgreind er í samningi um viðkomandi ferð.
Ferð / pakkaferð
Sú þjónusta sem Tripical selur ferðamanni og samanstendur af mismunandi tegundum ferðatengdrar þjónustu, t.d. flugi, siglingum, gistingu og eftir atvikum öðrum þjónustuliðum. Hugtakið pakkaferð hefur sömu merkingu í skilmálum þessum og í lögum nr. 95/2018 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.
Ferðamaður / farþegi:
Sá einstaklingur sem hefur gert bókun hjá Tripical.
Hópabókun:
Bókun sem gerð er um ferð fyrir hóp sem samanstendur af a.m.k. 10 einstaklingum.
Kynningargögn
Auglýsingar, sölubæklingar, markpóstur og önnur gögn frá Tripical þar sem ferð er auglýst og kynnt.
Tilboð
Tilboð sem Tripical gerir ferðamanni eða hóp í ferð. Upplýsingar um ferð í tilboð telst hluti samnings aðila sé það samþykkt nema annað sé tekið fram í samningi.
Staðfestingargjald
Sá hluti fargjalds sem ferðamaður eða hópur skal greiða fyrir gerð bókunar.
Samningur
Samningur milli farþega eða hóps og Tripical. Skilmálar þessir eru hluti samnings aðila nema annað sé tekið fram í samningi.
Sérþjónusta
Sú þjónusta sem er ekki hluti af ferð eins og hún er auglýst eða tilgreind í tilboði og farþegar óska sérstaklega eftir.
Tengiliður hóps:
Sá einstaklingur sem kemur fram fyrir hönd hóps vegna hópabókunar.
Þjónustuveitendur:
Aðilar sem veita þá þjónustu sem ferð samanstendur af s.s. flugfélög, siglingafélög og hótel.
2.1 Skilamálar þessir gilda um allar pakkaferðir sem seldar eru af Tripical til ferðamanna nema annað sé tekið fram í kynningargögnum, tilboði, sérskilmálum eða samningi við farþega.
3.1 Bókun telst komin á þegar ferðamaður hefur gert samning við Tripical um ferð og greitt staðfestingargjald. Bókun telst aldrei komin á fyrr en staðfestingargjald hefur verið greitt.
3.2 Tripical ábyrgist ekki framboð miða í ferð sem er auglýst eða kynnt af hálfu félagsins við gerð bókunar þar sem fjöldatakmarkanir eru í ferðir á vegum félagsins. Allar bókanir og ferðir eru háðar fyrirvara um framboð af hálfu þjónustuveitenda.
3.3 Farþegar skulu þegar eftir að bókun hefur verið staðfest og farmiðar eða önnur ferðagögn send farþega yfir fara þau og tilkynna Tripical þegar í stað ef einhverjar villur eru í gögnunum, s.s. í nöfnum farþega.
3.4 Við bókun staðfestir ferðamaður að hann hafi lesið og samþykkt almenna skilmála og persónuverndarstefnu Tripical.
3.5 Um skilmála bókunar gilda upplýsingar kynningagögnum, tilboði, samningur farþega og Tripical um viðkomandi ferð, þessir almennu skilmálar Tripical auk skilmála viðkomandi þjónustuaðila. Sé misræmi milli framangreindra skjala skal samningur við farþega vera ráðandi.
3.6 Ef farþegi hefur óskað eftir sérþjónustu skal hún tilgreind í samningi. Sérþjónusta myndar ekki hluta pakkaferðar nema um það sé samið sérstaklega. Tripical ábyrgist ekki að í öllum tilvikum sé hægt að verða við beiðni farþega um sérþjónustu.
3.7 Allar bókanir skulu gerðar af einstakling eldri en 18 ára.
4.1 Greiðsla staðfestingargjalds er skilyrði fyrir því að bókun sé staðfest og framkvæmd í kerfum Tripical sem og gagnvart þjónustuveitendum. Staðfestingargjald er óendurkræft nema annað sé tekið fram í skilmálum þessum eða samningi. Um fjárhæð staðfestingargjaldsins fer eftir verðskrá Tripical nema um annað sé samið. Tripical áskilur sér rétt til þess að krefjast hærra staðfestingargjalds en skv. gjaldskrá vegna einstakra ferða til að mæta kröfum þjónustuveitenda um innáborganir á ferðir.
4.2 Að minnsta kosti 90% fargjalds skal greitt eigi síðar en 12 vikum fyrir brottför og lokagreiðsla skal greidd minnst 3 dögum fyrir brottför. Framangreindir greiðsluskilmálar gilda nema annað sé tilgreint í kynningögnum, tilboði eða samningi við farþega eða hóp.
4.3 Við greiðsludrátt áskilur Tripical sér rétt til þess að krefjast dráttarvaxta og greiðslu alls kostnaðar Tripical sem leiðir af greiðsludrættinum. Sé greiðsludráttur verulegur áskilur Tripical sér rétt til þess að rifta samningi við farþega án bótaskyldu gagnvart farþega. Komi til riftunar vegna greiðsludráttar farþega er sá hluti fargjalds sem greiddur hefur verið óendurkræfur.
5.1 Innifalið í fargjaldi er sú þjónusta sem tilgreind er í kynningargögnum, tilboði og/eða samningi við ferðamenn. Fyrir sérþjónustu þarf að greiða sérstaklega samkvæmt verðskrá Tripical og/eða viðkomandi þjónustuaðila.
5.2 Fargjald getur breyst frá því að samningur er gerður vegna atvika sem eru ekki á forræði Tripical. Í slíkum tilvikum er Tripical heimilt að hækka verð ferðarinnar og krefjast viðbótargreiðslu úr hendi ferðamanns.
5.3 Heimild Tripical til verðbreytinga tekur til eftirfarandi atvika:
(a) Flutningskostnaður eykst vegna breytinga á eldsneytisverði eða verði á öðrum aflgjöfum,
(b) skattar eða önnur gjöld sem lögð eru á Tripical eða aðra þjónustuaðila sem samningurinn tekur til hækka eða
(c) breytingar verða á gengi erlendra gjaldmiðla frá því ferð var auglýst, tilboð útbúið eða samningur gerður. Uppgefin verð Tripical taka mið af gengi erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni á þeim tíma sem þau eru gefin.
5.4 Tripical skal tilkynna ferðamanni um verðbreytingar eigi síðar en 20 dögum fyrir upphaf ferðar og skal ferðamaður inna greiðslu af hendi eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar.
6.1 Tímasetningar í ferðaáætlun sem gefnar eru upp við bókun ferðar eru áætlaðar og kunna að taka breytingu frá gerð bókunar til upphafs ferðar. Farþegum er tilkynnt um endanlegar tímasetningar eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar.
6.2 Tripical er heimilt að gera óverulegar breytingar á bókun og skulu breytingar tilkynntar farþega eða tengilið hóps eins fljótt og kostur er. Í slíkri tilkynningu skal koma fram hvers konar breytingu er um að ræða, hvort hún hafi áhrif á verð ferðarinnar og sá frestur sem farþegi hefur til að samþykkja breytinguna og afleiðingar þess ef farþegi svari ekki innan frestsins. Óverulegur breytingar eru m.a. breytingar á tímasetningu fluga um 12 klst. eða minna, breytingu á flugfélagi, breytingu á hóteli eða gististað. Í slíkum tilvikum mun Tripical leitast við að bjóða gistingu í sambærilegum gæðum og samkvæmt samningi við farþega.
6.3 Tripical er heimilt að aflýsa ferð gegn endurgreiðslu fargjalds án greiðslu skaðabóta í eftirfarandi tilvikum:
6.3.1 Ef fjöldi farþega nær ekki þeim lágmarksfjölda sem áskilinn er í viðkomandi ferð. Í leiguflugi miðast lágmarksþátttaka við a.m.k. 85% sætanýtingu á viðkomandi flugvél, bæði í flug frá brottfararstað og heimflugi. Sé sætanýting tiltekinnar flugleiðar á ákveðnu tímabili (flugsería) að jafnaði undir 75% er Tripical heimilt að fella niður öll flug á tilteknu tímabili á þeirri flugleið (flugseríu), jafnvel þótt lágmarksþátttaka hafi náðst í einstaka flug. Í sérferðum gildir að lágmarksþátttaka er 20 manns nema annað sé sérstaklega tilgreint. Ef ferð er aflýst vegna þess að lágmarksfjöldi næst ekki í ferð skal farþega tilkynnt um aflýsinguna eigi síðar en 20 dögum fyrir upphaf ferðar ef hún átti að vara lengur en 6 daga, 7 dögum fyrir upphaf ferðar ef hún átti að vara í 2 – 6 daga og 48 klst. fyrir upphaf ferðar ef hún átti að taka styttri tíma en tvo daga.
6.3.2 Ef Tripical eða þjónustuveitandi Tripical getur ekki efnt samninginn vegna óvenjulegra eða óviðráðanlegra aðstæðna (force majeure). Með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum er átt við aðstæður sem Tripical fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir og valda því að ómögulegt er að efna samning um ferð. Undir óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður falla (upptalningin er ekki tæmandi) verkföll og vinnustöðvanir, stríð, hryðjuverk, sjúkdómsfaraldur, óveður, náttúruhamfarir eins og eldgos, flóð og jarðskjálftar, ferðabönn, lokun landamæra og aðrar sambærilegar aðgerðir stjórnvalda.
6.4 Við aflýsingu ferðar samkvæmt 6.3 gr. á farþegi rétt á endurgreiðslu fargjalds innan 14 daga frá aflýsingu.
6.5 Tripical er heimilt en ekki skylt við aflýsingu ferðar að bjóða farþega aðra ferð sem er sambærileg að gæðum ef Tripical getur boðið slíka ferð. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er dýrari greiðir farþegi mismuninn og skal greiðslan innt af hendi eigi síðar en 7 dögum fyrir upphaf ferðar. Ef ferðin er ódýrari fær farþegi mismuninn endurgreiddan innan 14 daga frá breytingu bókunar.
7.1 Áður en ferð hefst er ferðamanni heimilt að framselja bókun sína til annars einstaklings sem uppfyllir öll skilyrði viðkomandi samnings. Það er skilyrði að framsalið sé tilkynnt Tripical með hæfilegum fyrirvara og aldrei seinna en 14 dögum fyrir upphaf ferðar. Það er í öllum tilvikum skilyrði framsals að flutningsaðili eða aðrir þjónustuaðilar viðkomandi ferðar heimili framsal. Tripical ábyrgist ekki að þjónustuveitendur viðkomandi ferðar heimili framsal bókanna. Við framsal bókunar greiðist breytingargjald skv. verðskrá Tripical.
7.2 Hafi fargjald ekki verið greitt að fullu fyrir framsal bera framseljandi bókunarinnar og framsalshafi sameiginlega óskipta ábyrgð á greiðslu eftirstöðva fargjaldsins og öllum kostnaði sem af framsalinu leiðir.
7.3 Fyrir framsal ferðar greiðist breytingagjald samkvæmt gjaldskrá Tripical auk alls kostnaðar samkvæmt gjaldskrám þjónustuveitenda. Gjöldin skulu greidd áður en framsalið er framkvæmt í kerfum Tripical.
8.1 Ferðamaður getur afpantað ferð innan 7 daga frá því honum er tilkynnt um breytingar á ferð gegn endurgreiðslu fargjalds í eftirfarandi tilvikum:
(a) ef breyting á ferð felur í sér verulegar breytingar á megineinkennum ferðarinnar eða
(b) ef verð ferðar er hækkað um meira en 8% samkvæmt 5.3 gr.
8.2 Sé um verulega breytingu á megineinkennum ferðar að ræða, aðrar en breytingar sem eru af völdum óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna, er farþega gefin kostur á því að afpanta ferð, sbr. 8.1.a gr. eða gera viðbótarsamning sem tilgreini breytingar á upphaflegri bókun og áhrif þeirra á fargjald og ferðaáætlun.
8.3 Ferðamaður getur afpantað ferð áður en ferðin hefst ef afpöntun er vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd ferðarinnar. Með óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure) er átt við aðstæður sem eru ekki á valdi ferðamanns og ekki hefði verið hægt að komast hjá þótt gripið hefið verið til réttmætra ráðstafana. Við afpöntun af þessum ástæðum ber Tripical að endurgreiða fargjald að fullu. Það gildir þó ekki ef ferðamaður hefði við bókun ferðar mátt sjá fyrir framangreinda atburði eða ástand.
8.4 Ef ferð er afpöntuð í öðrum tilvikum en samkvæmt 8.1 gr. eða 8.3 gr. er afpöntun aðeins heimil gegn greiðslu afbókunargjalds vegna kostnaðar, óhagræðis og tekjumissis Tripical vegna afbókunarinnar. Staðfestingargjald er í engum tilvikum endurkræft við afpöntun ferðar.
8.5 Við afpöntun hópaferðar eða sérferðar er sá hluti fargjalds sem hefur verið greiddur óendurkræfur. Auk þess sem Tripical er heimilt að krefjast þóknunar vegna útlagðs kostnaðar Tripical til þjónustuaðila Tripical, svo sem vegna innáborganna vegna flugfars, leiguflugs, gistingar og annarrar þjónustu auk tekjumissis Tripical.
8.6 Við afpöntun einstaklingsferðar, sem er ekki hluti af hópaferð eða sérferð, er neðangreint afbókunargjald innheimt við afpöntun ferðar nema annað leiði af atvikum eða sé tilgreint í samningi Tripical við farþega eða í sérskilmálum:
(a) Ef ferð er afpöntuð með 90 daga fyrirvara eða meira er fargjald endurgreitt en ekki staðfestingargjald.
(b) Ef ferð er afpöntuð 30-89 dögum fyrir ferð er 25% af fargjaldi endurgreitt.
(c) Ef ferð er afpöntuð með skemmri frest en 30 dögum fyrir ferð fær farþegi enga endurgreiðslu.
8.7 Ef afpöntunarskilmálar þjónustuaðila Tripical ganga lengra en samkvæmt skilmálum þessum gildir sú regla sem lengra gengur.
8.8 Farþegi skal afpanta ferð með sannanlegum hætti. Nýti farþegi sér rétt til afpöntunar skal endurgreiðsla fargjalds, að frádregnu afbókunargjaldi, innt af hendi innan 14 daga frá afpöntun.
9.1 Farþegi eða tengiliður hóps ber ábyrgð á því að upplýsingar um farþega séu réttar, svo sem um nafn, fæðingardag og aðrar upplýsingar sem eru nauðsynlegar til þess að ljúka við bókun. Tripical ber ekki ábyrgð á því ef rangar upplýsingar eru veittar eða stafsetningarvillur eru í nafni farþega eða afleiðingum þess. Við nafnabreytingar eða leiðréttingar kunna þjónustuveitendur að innheimta breytingargjöld sem farþegum ber að greiða.
9.2 Það er á ábyrgð farþega að mæta til brottfarar í flug, siglingar, skoðunarferðir og aðra viðburði á þeim tíma sem tilgreindur er í ferðagögnum eða samkvæmt skilmálum flytjanda.
9.3 Farþegi er ábyrgur fyrir því að hafa gild ferðaskilríki meðferðis, s.s. vegabréf og vegabréfaáritun, eða önnur gögn eða vottorð sem áskilin eru í þeim löndum sem ferðast er til. Ef farþegi ferðast með börn ber hann ábyrgð á að hafa meðferðis ferðaskilríki vegna þeirra og önnur viðeigandi gögn.
9.4 Farþegi ber ábyrgð á því að hann hafi líkamlega og andlega heilsu til þeirrar ferðar sem hann gerir samning um. Þurfi farþegi á séraðstoð að halda vegna sjúkdóms eða fötlunar, s.s. er í hjólastól, blindur eða heyrnarlaus, skal farþegi tilkynna Tripical um að fyrir gerð bókunar. Er farþegum sem þurfa á séraðstoð að halda bent á að kynna sér skilmála flugfélaga og annarra þjónustuveitenda og þá þjónustu sem þeir veita. Ef farþegi er þungaður er viðkomandi einnig bent á að kynna sér skilmála flugfélaga um flutning þungaðra farþega. Ef farþegi veikist í ferð, ber hann sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast, sem og kostnaði við heimferðina. Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þótt hann ljúki ekki ferð af þessum ástæðum eða öðrum sem Tripical verður ekki um kennt, en Tripical leitast við að aðstoðar farþega í slíkum tilvikum.
9.5 Tripical ráðleggur öllum farþegum sem ferðast á vegum félagsins að tryggja sig með ferðatryggingu fyrir óvæntum áföllum og tjóni.
9.6 Farþegar eru skuldbundnir að hlíta fyrirmælum fararstjóra eða starfsfólks þjónustuveitenda Tripical. Farþegar skulu hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem þeir ferðast til, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta reglum og skilmálum þjónustuveitenda. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er Tripical heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á eigin kostnað, án endurkröfuréttar á hendur Tripical.
9.7 Farþegi á ekki rétt á endurgreiðslu fargjalds eða kostnaðar eða til greiðslu skaðabóta ef hann uppfyllir ekki skilyrðin greinar þessarar.
10.1 Tripical ber ekki ábyrgð á þeirri þjónustu sem ferðamenn kaupa sjálfir vegna ferðar sinnar án milligöngu Tripical.
10.2 Tripical áskilur sér rétt til leiðréttinga á villum eða röngum upplýsingum sem rekja má til mistaka við innslátt, rangrar uppsetningar eða tæknilegra ástæðna.
10.3 Tripical ber ekki ábyrgð á athöfnum eða athafnaleysi þjónustuveitenda gagnvart farþegum sem kann að leiða til tjóns nema um slíka ábyrgð sé mælt fyrir í lögum.
10.4 Tripical ber ekki ábyrgð á óvenjulegum eða óviðráðanlegum aðstæðum (force majeure) eða tjóni farþega sem leiðir af slíkum aðstæðum. Um skilgreiningu á óvenjulegum og óviðráðanlegum aðstæðum vísast til 6.3.2 gr.
10.5 Hugsanlegar kvartanir vegna ferðar skulu berast fararstjóra án tafa. Kvörtun skal jafnframt send skrifstofu Tripical skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því að viðkomandi ferð lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina.
10.6 Tripical áskilur sér rétt til að takmarka bótaskyldu sína og fjárhæð skaðabóta í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum og skilmálum þessum.
10.7 Tripical ber ekki ábyrgð á tjóni farþega nema ef vanefnd á framkvæmd samningsins verði rakin til vanrækslu Tripical. Tripical ber ekki ábyrgð á tjóni farþega sem verður rakið til athafna eða athafnaleysis farþegans sjálfs eða þriðja aðila. Ef ferð fullnægir ekki skilyrðum samnings getur farþegi krafist þess að ráðin sé bót á því nema það hafi í för með sér óeðlilegan kostnað eða veruleg óþægindi fyrir Tripical.
11.1 Allar endurgreiðslur til farþega á fargjaldi í heild eða að hluta samkvæmt skilmálum þessum fer fram með endurgreiðslu inn á það kreditkort sem ferðin var greidd með. Sé korthafi annar en farþegi ber korthafinn ábyrgð á því að endurgreiða til farþegans.
12.1 Við gerð bókunar samþykkja farþegar að persónuupplýsingar þeirraverða notaðar í þeim tilgangi að veita þá þjónustu sem farþega hafa óskað eftir og að persónuupplýsingunum verði deilt til þjónustuveitenda. Tripical áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda farþega markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita farþega sem besta þjónustu. Nánar er fjallað um vinnslu persónuupplýsinga í persónuverndarstefndu Tripical [linkur]
13.1 Til viðbótar við almenna skilmála Tripical gilda eftirfarandi sérskilmálar um hópabókanir.
13.2 Tengiliður hóps ábyrgð á því að upplýsa aðra farþega í bókuninni um ferðina, samning aðila og skilmála þessa. Tengiliður bókunar skal hafa heimild til þess fyrir hönd hópsins að annast samskipti vegna ferðarinnar við Tripical og semja við Tripical um skilmála ferðarinnar, greiðslur og önnur atriði fyrir hönd allra farþega í hópnum.
13.3 Tengiliður hóps ábyrgist að farþegaupplýsingar séu sendar til Tripical eigi síðar en 6 vikum fyrir upphaf ferðar og tekur það einnig til herbergjalista um hótel ef hótel hluti ferðar. Eftir að umræddum upplýsingum hefur verið skilað greiðist breytingargjald við allar breytingar á bókun.
13.4 Við framsal bókunar ef um hópaferð er að ræða er það skilyrði að tengiliður hópsins samþykki framsalið.
Þjónustukaupi lýsir því yfir að hann gerir sér grein fyrir að vegna COVID heimsfaraldursins eru uppi óvissuþættir sem varða ferðina, s.s. um opnun landamæra, flugsamgöngur, þjónustu á áfangastað og önnur atriði sem tengjast sóttvarnaraðgerðum og útbreiðslu faraldursins. Farþegi gerir sér grein fyrir af að þessu sökum kunna aðstæður og framkvæmd ferðarinnar að breytast frá því að bókun var gerð.
Tripical lýsir því yfir að ef ferðalög til áfangstaðarins verða ómöguleg, s.s. vegna lokunar á landamærum eða banns við ferðalögum, á áætluðum brottfarardegi þá verður fargjald að fullu endurgreitt. Farþegar hafa val um það hvort fargjaldið verður endurgreitt með inneignarnótu eða í peningum innan 14 daga frá afbókun ferðar.
Ef Tripical af öðrum ástæðum en að framan greinir, sem tengjast COVID heimsfaraldrinum, getur ekki framkvæmt samning þennan á áætluðum brottfarardegi, eða treystir sér ekki til þess vegna öryggis, heilsu eða velferð farþega, áskilur Tripical sér rétt til þess að afbóka ferðina og mun þá Tripical leitast við að gera tillögu að nýrri ferðadagsetningu sé það mögulegt. Í slíkum tilvikum skal þjónustukaupa standa til boða að færa ferðina á nýja dagsetningu sem Tripical samþykkir eða fá inneignarnótu fyrir þegar greiddu fargjaldi eða staðfestingargjaldi til að nýta síðar.
Athugið að þessir skilmálar eru tímabundin ráðstöfun og geta tekið breytingum.
15.1 Öllum viðskiptavinum Tripical sem kaupa alferð í leiguflugi stendur til boða að kaupa sérstakt forfallagjald (á ekki við um siglingar og ýmsar sérferðir) og eru þá greiddar bætur eftir aðstæðum og tímasetningu forfalls. Komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð fæst ferð endurgreidd að fullu fyrir utan staðfestingargjald, forfallagjald og sjálfsábyrgð sem er í hverju tjóni.
15.2 Skilyrði fyrir að forfallagjald gildi: Farþegi forfallast vegna stórvægilegra líkamsmeiðsla af völdum slyss, veikinda, þungunar, barnsburðar enda vottað af hæfum starfandi lækni.
Farþegi andast eða mjög náinn ættingi andast.
Framangreind atvik skulu vera þess eðlis að óhjákvæmilegt sé að afpanta fyrirhugaða ferð. Tripical áskilur sér rétt til að kalla til sinn trúnaðarlækni vegna einstakra tilfella.
16.1 Um skilmála þessa og allar ferðir á Tripical gilda íslensk lög. Ágreiningsmál út af skilmálum þessum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Bókunargjald………………………… kr. 3.800. Þjónustugjald á mann vegna farbókunar í síma eða á skrifstofu.
Afgreiðslugjald……………………….kr. 2.800. Bókanir á annarri þjónustu en innifalin er í ferð, ef keypt er flug. Farmiðabókun með lest, ferju og bílaleigubíl. Bókun á gistirými: Hótel, íbúð og sumarhús. Bókun á aðgöngumiðum: Leikhús, söngleikir og kappleikir: Útvegun á vegabréfsáritun. Afmæliskveðjur og skilaboð. Bókun á annarri þjónustu en þeirri sem innifalin er í ferð. Afgreiðslugjald greiðist pr. bókun og er óendurkræft.
Breytingagjald……………….……….kr. 15.000. Breyting á farseðli. Framsal bókunar (nafnabreyting). Breyting á ferðapöntun í skipulagðri ferð. Bókun á gistingu og annarri þjónustu (ef ekki er keypt flug). Breytingagjald er óendurkræft.
Breytingagjald vegna breytinga á ferð.. kr. 15.000 Breytingargjald á mann vegna breytinga eða aukavinnu við ferð. Ef þarf að færa ferð eða breyta ferð leggst breytingargjald á. Breytingagjald er óendurkræft.
Auka breytingagjald vegna breytinga á ferð.. kr. 20.000 Tripical áskilur sér rétt til að rukka auka breytingargjald vegna breytinga á ferðum sem krefjast mikillar vinnu. Breytingargjald á mann vegna breytinga eða aukavinnu við ferð. Auka breytingagjald er óendurkræft.
Tilboðsgjald…………………….……kr. 5.000. Fyrir ráðgjöf og vinnu að tilboði vegna sérstakra ferða annarra en þeirra sem lýst er í bæklingum eða auglýsingum. Beiðni um tilboð skal lögð inn skriflega. Sé tilboða óskað til fleiri en eins áfangastaðar er greitt sérstaklega fyrir hvern viðbótarstað. Tilboðsgjald er óendurkræft nema tilboði sé tekið.
Forfallagjald (11ára+)…………………kr. 7.000
Forfallagjald (barn, 2–11 ára)……..kr. 3.800. Farþegum sem kaupa alferð í leiguflugi Tripical stendur til boða að greiða sérstakt forfallagjald við staðfestingu ferðar (á ekki við um siglingar, ýmsar sérferðir og skíðaferðir) og eru þá greiddar bætur, komi til forfalla í fyrirhugaðri alferð af tilteknum orsökum (sjá upplýsingar í skilmálum Tripical). Sjálfsábyrgð er í hverju tjóni.
Sjálfsábyrgð v/forfalla- í hverju tjóni (á mann)………………….kr. 6.000
Staðfestingargjald……………………kr. 40.000. Vegna staðfestingar á farpöntun. Staðfestingargjald er aðeins afturkræft innan viku frá því að pöntun er gerð. Staðfestingargjald í siglingum og sérferðum er annað og er það þá sérstaklega tilgreint í kynningu viðkomandi ferða. Staðfestingargjald í siglingum er óendurkræft frá staðfestingu pöntunar. Fullnaðargreiðsla vegna siglinga þarf að fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir brottför.
Andorra er heillandi smáríki staðsett í Pýreneafjöllum, milli Frakklands og Spánar. Að flatarmáli er það um 480 ferkílómetrar og þar búa um 78 þúsund manns. Ef við setjum það í kunnuglegt samhengi þá er stærð landsins á við Reykjavík, Kópavog og Garðabæ til samans, og hægt er að ganga hringinn í kringum það á 5 dögum.
Þótt íbúatala Andorra sé ekki há er alltaf mikið um að vera í þessu sjarmerandi fjallalandi. Þangað koma árlega um þrjár og hálf milljón ferðamanna og dvelja til lengri eða skemmri tíma, fyrir utan fjölda gesta frá nágrannaríkjunum Frakklandi og Spáni, en þaðan koma á hverju ári um 5 milljónir manns í styttri dagsferðir. Ferðaiðnaðurinn er allra stærsta tekjulind þjóðarinnar og hann einkennist í öllu af mikilli fagmennsku og gæðum. Andorra býður upp á stórkostlega aðstöðu til fjölbreyttrar skíðaiðkunar yfir vetrartímann, og á sumrin flykkist fólk þangað í hvers kyns gönguferðir og náttúruskoðun, enda umhverfið og útsýnið æði tilkomumikið og magnað.
Grandvalira skíðasvæðið
Frá Spáni er fyrst komið til höfuðborgarinnar, Andorra de Vella, í rétt rúmlega 1.000 metra hæð og brunað áfram inn dal sem teygir sig alla leið að landamærum Frakklands. Við tekur nokkur hækkun á 8 km leið, yfir til Encamp sem liggur í 1.250 metra hæð. Þaðan liggur Funicamp kláflyftan upp á skíðasvæðið. Ekki er hægt að renna sér alla leið til baka og er þá kláfurinn tekinn niður í bæ.
Frá Encamp liggur svo leiðin til Canillo sem er rúma fimm kílómetra í burtu og þangað er umtalsverð hækkun, eða upp í 1.525 metra. Kláflyfta gengur úr þorpinu og upp á skíðasvæðið. Hægt er að renna sér niður í bæinn. 10 kílómetrum frá Canillo er smáþorpið El Tarter í 1.750 metra hæð. Þar eru bæði afkastamikil kláfferja og stólalyfta, að ógleymdum aðal Aprés Ski barnum Aberset, en þar er dansað á útipalli langt fram á kvöld, boðið upp á flöskuborð, útibari, og mat.
Þremur kílómetrum ofar í dalnum er svo heimavöllur Tripical, Soldeu, sem stendur í 1.800 metra hæð. Hér er fjöldi hótela, skemmtilegir barir, og veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Auk þess er boðið upp á kláflyftu sem ferjar fólk upp á skíðasvæðið. Þetta er fallegt þorp, sem fékk umtalsverða andlitslyftingu sumarið 2019, en heil umferð heimsbikarmótsins í skíðaíþróttum fór fram í Soldeu þá um veturinn. Nýlega var svo tilkynnt að lokaumferðin, sjálf úrslit heimsbikarmótsins, fari þar fram 2023. Þetta sýnir og sannar hversu góðan stað við bjóðum hér upp á!
Eins og áður segir, er úrvalið hér af veitingastöðum mikið – þú finnur stað með hinni þekktu gæðastjörnu Michelin, auk yndislegra pizzastaða, skemmtileg kaffihús og bari, en mörg hótelana eru opin fyrir almenna gesti á veitingastaðina sína.
Efst í dalnum, sex kílómetrum ofar, í 2.120 metrum er svo Rauða hlíð eða Grau Roig. Þar er bara eitt hótel og nokkrir veitingastaðir, en margar lyftur eru í dalnum, sem þjóna tengihlutverki fram og til baka yfir í síðasta bæinn sem myndar Grandvalira svæðið. Hér eiga til að myndast 5 mínútna raðir í tvær lyftur yfir háannatímann, þegar fólk er að færa sig milli svæða.
Alveg við landamæri Frakklands er svo Pas De La Casa, eða Skrefið heim. Þetta er nokkuð stór bær í 2.100 metra hæð, með mikið gistirými, fjölda lyfta og gott úrval af verslunum. Hér er að finna ódýrustu gistinguna og ekki óalgengt að þarna séu stórir hópar af ungu fólki sem leigja íbúðir, drekka mest heima og skemmta sér langt inn í nóttina. Þarna er því næturlífið oft líflegt og mikið fjör fram undir morgun. Pas De La Casa liggur alveg á landamærunum og mikill ys og þys sem fylgir umferðinni í útjaðri bæjarins.
Grandvalira skíðapassinn veitir aðgang að samtals 210 kílómetrum af samtengdum vel merktum brekkum af ýmsu tagi, en litakerfi er notað til aðgreiningar. Grænar brekkur eru fyrir algjöra byrjendur. Bláar brekkur eru auðveldar, þær rauðu meiri áskorun og þær svörtu mest krefjandi. Á þeim svæðum sem gestir hafa aðgang að er skiptingin þannig að rúmlega 10% eru byrjendabrautir, tæplega 40% (88 km) eru bláar brautir sem eru auðveldar, rauðar brautir eru rúmlega 20% (42 km) og hæfa lengra komnum en eru færar flestum. Svartar brautir eru samtals 17 km og eru eingöngu ætlaðar þaulvönum. 71 lyfta sér um að flytja gesti hratt og örugglega á áfangastað. Samanlögð flutningsgeta er 111.478 manns á hverri klukkustund. Allar lyftur eru nýjar eða nýlegar og hannaðar með öryggi og þægindi að leiðarljósi. Ef það myndast raðir er biðin aldrei lengri en 5 mínútur. Á þetta nánast eingöngu við lyftur sem flytja fólk milli svæða. Raðir eru þó ekki í neinni líkingu við það sem fólk þekkir á Íslandi.
Mjög auðvelt er að átta sig á svæðinu og merkingar eru mjög góðar. Ef einhver villist er bara í uppsiglingu frábært ævintýri því mjög vel er gætt að gestum og allar brekkur enda jú bara við einhverja lyftuna sem flytur fólk upp á ný þar sem það kemst aftur á leið. Í flestum tilfellum eru tvær eða fleiri mis krefjandi leiðir niður.
Á tveim þriðju hlutum svæðisins eru snjóalög tryggð með framleiddum gæðasnjó alveg frá því seint í nóvember. Við það bætist svo náttúruleg ofankoma. Það er því alltaf hægt að skíða. Meðalfjöldi sólardaga á ári í Andorra er 300.
Þegar komið er upp úr þorpunum blasir við víðernið, sólbakaðar brekkur og heiður himinn. Yfirþyrmandi fegurð sem auðveldlega grætir. Þægilegir kláfarnir Funicamp, Canillo, El Tarter og Soldeu, ásamt nokkrum stólalyftum flytja fólk úr þorpunum en þeir byrja að ganga kl. 8:30 á morgnanna. Þaðan er svo hægt að þræða sig um vel merktar brautir við allra hæfi. Í brekkunum er fjöldi veitingastaða þar sem tilvalið að fá sér saman hressingu eða heila máltíð. Skipulögð ferð gestgjafa um svæðið hjálpar fólki að átta sig.
Svæðin upp af hverju þorpi fyrir sig og svo toppsvæðið þar fyrir ofan bjóða endalausa möguleika hvort sem fólk vill ferðast milli tinda og dala eða bara halda sig við sína uppáhalds brekku. Af öllum tindum eru í boði mismunandi erfiðar brekkur. Fjöldi veitingastaða er í fjallinu og þeir sem renna sér fá fljótt á tilfinninguna að vel sé hugsað út í þægindi og auðvelt aðgengi þannig að úr verði hæfileg blanda af skemmtun og hreyfingu.
Fjallaskíðafólk hefur skinnað upp á ýmsum stöðum en traustir aðilar bjóða ferðir og námskeið fyrir þá sem hafa nú þegar fengið fjallaskíðabakteríuna eða vilja prófa. Nokkuð er um ótroðnar brautir og mikið um utanbrautaskíðamennsku á svæðinu.
Norðurdalur, Vallnord Es Mes er annað skíðasvæði sem er þekkt fyrir ótroðnar brautir. Þar eru rétt um 63 kílómetrar af brautum, 31 lyfta og 42 brautir. Það tekur 45 mínútur að keyra þangað yfir og þar er sér lyftukort. Pal Arinsal er einnig áhugavert svæði, bæði á veturnar og ekki síður á sumrin þegar allt snýst um fjallahjólreiðar, bæði brun og enduro.
Sport Hotel er hefðbundið hótel í fjallastíl staðsett í Soldeu, með greiðan aðgang að Grandvalira skíðasvæðinu.
Herbergin á Sport Hotel eru rúmgóð og með einföldum innréttingum. Hver er með gervihnattasjónvarpi og hárþurrku á baðherberginu.
Morgunverðarhlaðborð er borið fram á hverjum morgni á veitingastaðnum. Á hótelinu er einnig bar sem framreiðir drykki og léttar máltíðir.
Gestir geta nýtt sér heilsulind hótelsins sem býður upp á úrval meðferða gegn aukagjaldi. Börn hafa einnig ókeypis aðgang að krakkaklúbbi sem býður upp á úrval af afþreyingu.
Sport Hotel er fullkomlega staðsett og er aðeins 300 m frá næstu skíðabrautum. Önnur afþreying á svæðinu er þyrlusiglingar, snjóþrúgur og notkun vélsleða.
Hjóna- eða tveggja manna herbergi með morgunverði (Standard)
Herbergisstærð 24 m², sérbaðherbergi.
Þetta herbergi er með gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi og sérbaðherbergi með hárþurrku.
Hjóna- eða tveggja manna herbergi með útsýni og morgunverði (Standard með útsýni)
Herbergisstærð 24 m².
Þetta herbergi er með gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi og sérbaðherbergi með hárþurrku. Það býður upp á frábært fjallaútsýni.
Þriggja manna herbergi með morgunverði (Standard Triple) Herbergisstærð 28 m².
Þetta herbergi er með gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi og sérbaðherbergi með hárþurrku.
Fjögurra manna herbergi með morgunverði (Standard Quadruple) Herbergisstærð 30 m².
Þetta herbergi er með gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi og sérbaðherbergi með hárþurrku.
Börn hafa ókeypis aðgang að krakkaklúbbi sem býður upp á úrval af afþreyingu.
Sport Hotel Village er í Soldeu, rétt við hliðina á Grandvalira-skíðalyftunum. Það býður upp á líkamsræktarstöð, árstíðabundna útisundlaug og krakkaklúbbb ásamt barnadeild með mjúku leiksvæði og boltagryfju.
Herbergin á Sport Hotel Village eru með flottar innréttingar, sjónvarp og minibar. Sérbaðherbergið er með hárþurrku.
Morgunverðarhlaðborð er borið fram á hverjum morgni á veitingastaðnum. Á hótelinu er einnig bar sem framreiðir drykki og léttar máltíðir.
Sport Wellness Mountain Spa er aðgengilegt um undirgögn og inniheldur sundlaugar með mismunandi hitastigi, stóra sundlaug með nuddi og 2 vatnsmeðferðarpottar utandyra með útsýni yfir brekkurnar. Heilsulindin er í boði gegn aukagjaldi og aðeins fyrir eldri en 13 ára.
Börn hafa ókeypis aðgang að krakkaklúbbi með allskyns afþreyingu. Sport Hotel Village er einnig með skíðaleiðsögumenn á staðnum og skíðageymslu.
Hjóna- eða tveggja manna herbergi með morgunverði (Standard)
Herbergisstærð 23 m², svalir.
Þetta herbergi er með gervihnattasjónvarpi og sérbaðherbergi með hárþurrku.
Hjóna- eða tveggja manna herbergi með fjallaútsýni (Standard með úrsýni)
Herbergisstærð 23 m², svalir með fjallasýn.
Þetta herbergi er með gervihnattasjónvarpi og sérbaðherbergi með hárþurrku. Það býður upp á frábært fjallaútsýni
Duplex (4 fullorðnir)
Herbergisstærð 32 m².
Þetta herbergi er með hjóna- eða tveggja manna rúmi á fyrstu hæð og 2 einbreið rúm á annarri hæð. Það er einnig með gervihnattasjónvarpi og sérbaðherbergi með hárþurrku.
Junior svíta (4 fullorðnir)
Herbergisstærð 50 m², Svalir með fjallasýn.
Svefnherbergi 1: 1 hjónarúm og 1 svefnsófi
Stofa: 1 svefnsófi
Þetta herbergi er með fjallaútsýni, stofu með svefnsófa og svefnherbergi. Það er með sérbaðherbergi, hárþurrku, snyrtivörum, miðstöðvarhita, síma, gervihnattasjónvarpi, minibar og öryggishólfi.
Það fylgir einnig 2 tíma aðgangur á hverjum degi að Sport Wellness Mountain Spa heilsulindinni.
Börn hafa ókeypis aðgang að krakkaklúbbi sem býður upp á úrval af afþreyingu.
Láttu stjana við þig með heimsklassaþjónustu á Sport Hotel Hermitage & Spa
Þetta lúxushótel er staðsett við hlið Grandvalira-skíðalyftanna í Soldeu. Sport Hotel Hermitage & Spa býður upp á herbergi og íbúðir ásamt heilsulind á staðnum.
Herbergin á Sport Hotel Hermitage & Spa eru með hágæða húsgögnum og rúmfötum úr egypskri bómull. Öll eru með LCD gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, kaffivél og minibar. Á sérbaðherberginu er nuddbaðkar og hárþurrka. Ókeypis WiFi er í boði.
Fullorðnir gestir á Sport Hotel Hermitage & Spa hafa daglegan aðgang að hinni glæsilegu Sport Wellness Mountain Spa í 2 klukkustundir. Það eru sundlaugar með mismunandi hitastigi, stór sundlaug með nuddi og 2 vatnsmeðferðarpottar utandyra með útsýni yfir brekkurnar.
Veitingastaður hótelsins Ibaya býður upp á sælkeramáltíðir en veitingastaðurinn Hermitage Tradició framreiðir hefðbundna matargerð. Hótelið er einnig með japanskan veitingastað, Koy Hermitage. Glæsilegur Glassbar er staðsettur á efstu hæð og býður upp á kokteila, góðan mat og ótrúlegt útsýni. Wi-Fi er í boði allstaðar á hótelinu.
Sport Hotel Hermitage & Spa er með sína eigin skíðaleiðsögumenn og skíðageymslu við hliðina á lyftunum. Þar er líka líkamsræktarstöð og útisundlaug. Hótelið býður einnig upp á akstur á fjallabílum og þyrlum, í boði gegn aukagjaldi.
Junior Suite Deluxe með fjallaútsýni og morgunverði (2 fullorðnir)
Herbergisstærð 42 m², svalir með fjallaútsýni 1 sérstaklega stórt hjónarúm
Þetta rúmgóða herbergi er með stílhreinum, nútímalegum innréttingum og rúmfötum úr egypskri bómull. Það er með sérsvölum með frábæru útsýni yfir fjöllin og skíðabrekkurnar á Grandvalira. Herbergið er með ókeypis Wi-Fi Interneti, LCD gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi, kaffivél og minibar. Á sérbaðherberginu er nuddbaðkar og hárþurrka ásamt skolskál og handklæðaofni.
Sport Hotel Hermitage and Spa ***** er einnig með íbúðir frá 120 m² upp í 240 m² og allt að 4 svefnherbergi.
Börn hafa ókeypis aðgang að krakkaklúbbi sem býður upp á úrval af afþreyingu.
Hotel Xalet Montana er staðsett í Soldeu, í Canillo. Hér eru öll herbergi með útsýni.
Frábær staðsettning neðst í Grandvalira brekkunum og þaðan sem þú getur notið ótrúlegs útsýnis yfir Avet völlinn í Soldeu og Àliga völlinn í El Tarter, sem báðir hýstu heimsmeistarakeppni í alpaskíðum.
Aðeins 150m frá Soldeu kláfferjunni, algjörlega frábær staðsetning.
Incles-dalurinn er í innan við 2 km fjarlægð frá Hotel Xalet Montana. Þar er hægt að njóta allskonar gönguleiða, náttúru, gróðurs og innfæddra dýra og séð dæmigerða hefðbundna byggingu sem kallast „bordes“.
Tveggja manna herbergi með útsýni og morgunverði
Alveg endurnýjað í lok árs 2017 með vandaðri innréttingu í naumhyggju og dæmigerðum háfjallastíl. Herbergin eru með litlar svalir með útsýni yfir Grandvalira-Soldeu skíðasvæðið, sjónvarp með USB aðgangi, Wi-Fi og öryggishólfi.
Öll eru með sérbaðherbergi með sturtu og hárþurrku.
Viðbótarþjónusta sé þess óskað gegn gjaldi:
Heilsulind (gufubað, nuddpottur, sundlaug)
Park Piolets MountainHotel & Spa er staðsett í Pýreneafjöllum, 300 m frá skíðabrekkunum í Grandvalira-Soldeu og 600 m frá Vall d’Incles. Gestir hafa ókeypis aðgang að líkamsræktarstöðinni, að krakkaklúbbnum og að hjólageymslu með verkfærum og þrifum á búnaði. Einnig er hægt að gera vel við sig í heilsulindinni. Hótelið er mjög fjölskylduvænt. WiFi er í boði allstaðar á hótelinu.
Hvert herbergi er rúmgott og þægilegt með fjallaútsýni. Þau eru með flatskjásjónvarpi, minibar og öryggishólfi. Herbergin eru með svölum eða verönd. Baðherbergið er með ókeypis snyrtivörum, baðkari eða sturtu og hárþurrku.
Hlaðborðsveitingastaður hótelsins býður upp á alþjóðlega matargerð, 8 opin eldunarsvæði og býður upp á útsýni yfir nærliggjandi fjöll. Gestir geta notið drykkja á setustofubarnum og nýtt sér verönd hótelsins. Allsstaðar í kring eru dásamlegir veitingastaðir sem stutt er að rölta á.
Göngu- og skíðaleiðir eru vinsælar á svæðinu í kring. Á hótelinu er skíðageymsla og verslun sem selur og leigir skíðabúnað. Park Piolets MountainHotel & Spa er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá El Tarter-skíðasvæðinu og í 25 mínútna akstursfjarlægð frá Pas de La Casa.