Ein fallegasta borg Norðurlandanna í glæsilegu náttúrulegu umhverfi með öllum sínum görðum, brúm og eyjum. Stokkhólmur er nútímaleg borg með merkilegan sögulegan kjarna. Stokkhólmur býður upp á frábærar mathallir, stórkostleg söfn og sögufrægar byggingar sem hægt er að njóta í vinalegu og þægilegu umhverfi.
Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til vinalegu söguborgarinnar Stokkhólms. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.
Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum alltaf upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.
Í Stokkhólmi er engin skortur á menningargersemum sem prýða alla borgina. Elsta hverfi borgarinnar er eins og klippt úr sögubók með glæsilegri konungshöll, hellulögðum götum og miðaldarbyggingum og er án efa einn mest sjarmerandi og óaðfinnalega varðveitti sögulegi miðbær Evrópu. Um gervalla borg eru heimsklassa söfn og gallerí sem fræða og heilla. Allt frá ómetanlegum fjársjóðum víkinda og sokkins herskips til Abba búninga og samtímalistar.
Nágrannasveitir Stokkhólms búa yfir gnægð af hágæða afurðum og því er það ekki furða að matargerð er mikil ástríða í borginni. Matargerð í Stokkhólmi er í góðum takti við tísku umheimsins og meðtekur með opnum örmum alla nýbreytni í matargerð og matarlífstíls Allt frá hráfæði og acai morgunverðarskálum til sjálfbærs staðbundins matarlífsstíls. Að sama skapi eru hefðbundnir þjóðarréttir auðfáanlegir. Hvort sem það er steikt síld, gómsætar kjötbollur eða smurt brauð, þá eru hefðir virtar og oft framreiddar á nýstárlegan hátt af hálfu nýrri kynslóðar framúrstefnulegra kokka í Stokkhólmi.
Stokkhólmur er afslöppuð borg og á réttan hátt. Þrátt fyrir að borgin dreifist á 14 eyjar, þá er hún einstaklega samheldin og auðvelt að skoða hana fótgangandi. Brýr tengja flestar eyjarnar saman og ferjur og neðanjararlestir ná til hinna. Almenningssamgöngur eru öruggar, þægilegar og skilvirkar og ná til allra svæða borgarinnar og nágrannasveita. Aðgengi fyrir fatlaða er einnig til fyrirmyndar og allar götumerkingar auðskiljanlegar.
Svíar hafa gott vit á hönnun og sænsk hönnun er þekkt um allan heim. Í Stokkhólmi skiptir góður stíll máli og það má jafnvel sjá að á látlausustu kaffihúsum er umhverfi og borðbúnaður útpældur með áherslu á góðan stíl og hönnun. Um borgina má finna fjöldan allan af hátískuverslunum, vinnustofum, hönnunarverslunum, vintage-búðum sem bjóða upp á allt frá heimagerðu handverki og götutísku til heimsþekkra hönnunarmerkja.
Þetta 4* hótel er staðsett miðsvæðis í Vasastan-hverfinu í Stokkhólmi, í 5 mínútna göngufjarlægð frá St. Eriksplan-neðanjarðarlestarstöðinni. Á hótelinu er ókeypis WiFi, breskur veitingastaður og krá.
Nútímaleg herbergi Elite Palace Hotel eru öll með sjónvarpi, minibar, skrifborði og setusvæði.
Bishop’s Arms kráin býður upp á à la carte hádegis- og kvöldverðarseðil með alþjóðlegum réttum ásamt miklu úrvali af bjór og viskíi. Vinsælt morgunverðarhlaðborð Elite Palace er borið fram í öðrum veitingasal hótelsins.
Á hótelinu er einnig heilsulind og líkamsrækt sem er í boði fyrir gesti gegn aukagjaldi. Þar er heitur pottur, eimbað, þurrt gufubað, ilmherbergi og setustofu með arni. Stóra, nútímalega líkamsræktarstöðin býður einnig upp á tækifæri til einkaþjálfunar.
Hótelið fær 8 í einkunn á booking.com og 8,2 í einkunn fyrir staðsetningu.
Elite Hotel Carolina Tower er staðsett við hliðina á Karolinska Institute og Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Hagastaden. Á 16. hæð er líkamsrækt, gufubað og slökunarsvæði með frábæru útsýni yfir borgina.
Herbergin eru með loftkælingu, skrifborði og sjónvarpi með Chromecast streymistæki. Öll herbergin eru einnig með ókeypis Wi-Fi, strauaðstöðu og öryggishólfi með plássi fyrir fartölvu. Baðherbergið er með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.
Veitingastaður hótelsins, Haga Bottega, býður upp á ítalska rétti sem þú deilir með fjölskyldu og vinum í afslöppuðu umhverfi.
Elite Hotel Carolina Tower er með sólarhringsmóttöku og úrval nútímalegrar fundaraðstöðu.
Þú finnur stopp fyrir strætisvagna í 100 metra fjarlægð og neðanjarðarlestarstöðin við S:t Eriksplan er í 1,2 km fjarlægð.
Hótelið fær 8,6 í einkunn á booking.com og 8,3 í einkunn fyrir staðsetningu.
Þetta 4* hótel er staðsett við hliðina á aðaljárnbrautarstöðinni, í 8 mínútna göngufjarlægð frá ráðhúsi Stokkhólms. Gestir njóta ókeypis aðgangs að líkamsræktarstöð hótelsins.
Öll loftkældu herbergin á Radisson Blu Royal Viking eru með lúxusrúmum og baðkari eða sturtu. Hvert herbergi er einnig með sjónvarpi og minibar.
Veitingastaðurinn Stockholm Fisk framreiðir alþjóðlega matargerð, en HIGH – Cocktail Bar á 9. hæð býður upp á útsýni yfir borgina.
Bátsferðir um eyjaklasann fara frá 2 nálægum höfnum. Drottningar-verslunargatan er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð og gamli bærinn er í 15 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær 8,1 í einkunn á booking.com og 9,4 í einkunn fyrir staðsetningu.