Franska Rívíeran er sólrík og seiðandi strandlengja við Miðjarðarhafið, sem teygir sig yfir suð-austur hluta Frakklands. Nice er oft kölluð höfuðborg Rívíerunnar, og þar má finna hina fullkomnu leið til að njóta lífsins til fulls, borgin er sannkallaður sælureitur, þar sem dásamleg birta og blámi Miðjarðarhafsins blandast saman á svo einstakan hátt að myndlistarfólk hvaðanæva að sækir í staðinn til listsköpunar. Hér finnurðu ósvikið borgarlíf og tímalausa fágun með endalausu magni af sólskini, líflegum götumyndum og stórkostlegu strandumhverfi. Í bakgrunni tróna svo frönsku alparnir í allri sinni dýrð.
Nice var hluti af Ítalíu allt til ársins 1860 og því er auðvelt að finna bæði frönsk og ítölsk áhrif í arkitektúr, menningu og matargerð. Gamli bærinn (Vieux Nice) ber sterk ítölsk einkenni, og þar er skemmtilegt að týna sér á rölti um þröngar hlykkjóttar götur og stíga, njóta litagleðinnar í framhliðum húsanna og skoða fornar glæsibyggingar eins og Cathédrale Sainte-Réparate og 17. aldar safnið Palais Lascaris. Á Cours Saleya er líka mjög vinsæll götumarkaður (fyrst opnaður 1861) og dásamleg kaffihúsaverönd. Gamli bærinn er líka tilvalinn áningastaður fyrir góða kvöldstund. Þar er mikið úrval af börum og veitingahúsum og hægt að gæða sér á ljúfum kokteil eða bjórglasi og horfa á himneskt sólarlag í beinni.
Hin víðfeðma göngugata Promenade des Anglais, eða ,,La Prom“ nær meðfram risalangri strandlengju borgarinnar, með stórkostlegu útsýni út á hafið fyrir utan. Hér er pláss fyrir gangandi, hjólandi og skautandi vegfarendur, ekkert mál er að leigja fararskjóta við hæfi sé þess óskað, og víða bekkir og stólar undir grænum pálmatrjánum, til að hvíla lúin bein. Einnig eru allnokkrar athyglisverðar byggingar meðfram strandlengjunni, eins og Hôtel Negresco frá árinu 1913, hin skrautlega Palais de la Méditerranée (1929) og risajárnskúlptúrinn La Chaise Bleue de SAB.
Fyrir stórkostlegt útsýni og sjarmerandi umhverfi má líka mæla með göngu upp tröppurnar að Colline du Château (þangað gengur reyndar líka lyfta fyrir þau sem það kjósa). Þar uppi stóð áður kastali og hervirki sem var eyðilagður árið 1706, en nú er þar fallegur skógi vaxinn garður, leiksvæði og æðislegt útsýni yfir gamla bæinn, höfnina og út á haf.
Strendurnar í og við Nice eru auðvitað ein af meginástæðum fyrir vinsældum staðarins. Flestar eru þær samsettar úr sólbleiktum smásteini, en einnig eru nokkrar sandstrendur. Allar eiga þær sameiginlegt að bjóða upp á meiriháttar aðstöðu og ljúfa stemmingu við sjávarsíðuna. Plage des Ponchettes er meðal þeirra vinsælustu, en hún liggur neðan við gamla bæinn. Einnig má nefna Plage des Marinières, sem er rétt fyrir utan borgina, Plage Publique de Castel, og Plage de Carras en hún þykir einna best fyrir þau sem vilja meira fjör, eins og jet-ski, brimbretti eða vindsængurrall.
Þau sem hafa gaman af safnaskoðun eru vel sett, hér er af nægu að taka í þeim efnum. Einn frægasti listamaður Frakka, Henri Mattisse bjó í Nice til fjölda ára og þar er safn með öllum hans helstu verkum. Sögu borgarinnar má kynna sér í Musée Masséna, sem er til húsa í einni af byggingarperlum borgarinnar, og nútímalistasafnið MAMAC er heimsóknar virði.
Þá er rétt að nefna að strætókerfi svæðisins er mjög þægilegt og auðvelt að finna leiðir sem flytja þig á milli bæja meðfram Rivierunni. Cannes er skammt undan, sem og aðrir fallegir minni bæir eins og Éze og Vence.
Við hlökkum til að fara með þig og hópinn þinn á þennan dásamlega áfangastað. Nice er svo næs, þetta verður gaman!
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Vegna lögunar sinnar er Frakkland stundum kallað ,,l’Hexagone“, sem þýðir sexhyrningur. Það er þriðja stærsta ríki Evrópu, á eftir Rússlandi og Úkraínu, og á landamæri að 8 nágrannaríkjum. Ekki þarf að hafa mörg orð um þá staðreynd að Frakkland er einn af Evrópurisunum í menningarlegum skilningi. Áhrif þess á heimssöguna eru gríðarleg, Frakkland er ásamt Bandaríkjunum réttilega nefnt sem helsti brautryðjandi nútíma lýðræðis, og enn í dag skipar ríkið stóran sess í hinni vestrænu heimsmynd. Landið er auk þess vinsælasta ferðamannaland heims, og þangað koma um 90 milljónir gesta ár hvert.
Almennar upplýsingar:
Meginland Frakklands er fjölbreytt í landslagi. Norður- og vesturströndin einkennist meira af flatlendi, í suð-austur og suð-vestur hlutanum rísa fjallgarðar Alpanna og Pýrennafjalla í öllu sínu veldi, þar á meðal einn af hæstu tindum Evrópu, Mont Blanc (4810 m.) Hinar frönsku sveitir búa yfir segulmagnaðri fegurð, má þar sem dæmi nefna lavenderakra Provence héraðsins, og ekrur og víngarða Bordeaux. Syðsti hlutinn einkennist af hlýrra loftslagi, Franska Rívíeran teygir sig meðfram Miðjarðarhafinu og býður upp á dásamlegar strendur og skínandi sól, gróðursæla náttúru og ekta Miðjarðarhafs stemmingu.
Frönsk matarmenning er auðvitað sér á parti og hefur lengi haft yfirburði yfir aðra. Um allan heim keppast matreiðslumeistarar við að hljóta viðurkenningu með hinni frönsku Michelin stjörnugjöf. Frönsku vínin eru þekkt fyrir gæði sín, og svo þykir mörgum landið bera af í eftirréttum, brauð- og kökugerð.
Höfuðborgin París hefur í gegnum tíðina verið kölluð ýmsum nöfnum sem öll eiga að grípa sérstöðu hennar. Hún er borg ástarinnar, borg ljósadýrðar, borg tísku og lista. París er stórfengleg menningarborg, hlaðin glæstri sögu og sögufrægum byggingum. Það er ógleymanleg upplifun að sjá útsýnið frá Eiffelturninum, ganga um hellulögð og sjarmerandi stræti Montmarte, njóta birtunnar sem streymir í gegnum um steind gler Notre Dame eða horfa í átt til sigurbogans eftir Champs-Élysées.
Þær eru ófáar andans hetjurnar frönsku sem glatt hafa okkur með listsköpun sinni, fólk á borð við listmálarann Monet, rithöfundar eins og Victor Hugo, Voltaire og Marcel Proust, og söngdívan sígilda, elskað og dáða Edith Piaf.
Situated in the heart of Nice, Best Western Premier Hotel Roosevelt is just a 5-minute walk from the Promenade des Anglais and a 2-minute walk from the tram which provides direct access to the airport. It has 24-hour reception and is only a 3-minute walk from the pedestrian area where guests can find shops and restaurants.
The soundproofed and modern guest rooms at Best Western Premier Hotel Roosevelt offer flat-screen TV with satellite channels and a mini fridge. Rooms are air-conditioned and include free W-Fi access. Each room also has tea and coffee making facilities.
The hotel serves a continental buffet breakfast of pastries, cold meats and juice in the breakfast room. Games and books are available for guest use.
Sjáðu meira um hótelið hér.