Borgin Gent er hluti af flæmska hluta Belgíu, og þriðja stærsta borg landsins, með rúmlega 260.000 íbúa. Hún gekk í gegnum mikinn gullaldartíma á miðöldum og þótti um langt skeið ein af ríkustu og valdamestu borgum Evrópu. Þótt mikilvægi hennar og yfirburðir hafi minnkað með tíð og tíma, stendur eftir vel varðveittur miðalda arkitektúr sem gerir Gent að meiriháttar áningarstað. Hér er einhver dásamleg blanda af kraumandi stórborgarstemmingu og afslöppuðu dreifbýlisandrúmslofti. Við þá gullfallegu umgjörð sem byggingar, stræti, brýr og torg skapa, má bæta hágæða veitingasenu, góðum drykk, sjarmerandi krám og alls kyns skemmtun. Útkoman getur ekki klikkað.
Það er rétt eins og að spila ,,ugla sat á kvisti“ að benda á eina byggingu fram yfir aðra í Gent. Glæsihýsi tignarfólks og kaupmanna þess tíma, kirkjur og aðrar byggingar eru einstaklega vel varðveittar og miðbærinn allur í sjón eins og hér standi enn hið blómlega borgríki síðmiðalda sem áður var. Gravensteen kastalinn er magnað virki frá árinu 1180 sem rís tignarlega yfir bænum og veitir frábært útsýni í allar áttir. Á leiðinni þangað er ekki úr vegi að ganga Sint Michiel brúnna. Hér eru líka nokkrar glæsilegar kirkjubyggingar, St. Bavo dómkirkjan er yfir 1000 ára gömul og sannarlega heimsóknar virði, Saint Nicholas kirkjan er frá 13. öld og frá sama tíma er hin stórkostlega St. Elisabeth kirkja, sem eins og mörg mannvirki Gent, er á heimsminjaskrá UNESCO. Önnur stórbrotin bygging er Stadhuis, en þetta tilkomumikla ráðhús var byggt í síðgotneskum stíl á 16. öld.
Gönguferð um göturnar Graslei og Korenlei er dásamleg leið til að upplifa hina miklu fegurð staðarins, þær standa meðfram fallegum síkjum, hlaðnar gömlum byggingum og mikið af skemmtilegum og sjarmerandi kaffihúsum og krám. Hægt er að hvíla fætur og fara í bátsferð um ánna Lys sem rennur í gegnum miðbæinn, og um gömul síki borgarinnar og fá með því skemmtilega yfirsýn yfir staðinn. Nálægt Gravensteen kastalanum er annað áhugavert hverfi að skoða, Patershol, og ekki verra að fara þangað til að snæða, því þar er mikið af gæða veitingastöðum og góðum mat. Þar er líka fallegt torg sem hýsir Vrijdagmarkt á föstudögum, frábær markaður sem sannarlega má mæla með að kíkja á ef tækifæri gefst.
Þegar kemur að mat og drykk er af nógu að taka, matarmenningin í Gent hefur á sér stóran gæðastimpil, þar má finna allt sem hugurinn girnist í alþjóðlegum réttum, en einnig margt forvitnilegt til að prófa og smakka. Gruut bjórinn er framleiddur í Gent og þykir einn af bragðbestu bjórum landsins, sem verða að teljast ansi góð meðmæli, því nóg er af frábærum bjór í ríki Belga. Af þekktum réttum Gent búa má nefna Stoverij (nautakjöt) og fiskpottréttinn Waterzooi. Þá hefur veitingastaðurinn Du Progres vakið mikla athygli og aðdáun fyrir sinn frábæra matseðil, ekki síst kjötréttina Chateaubriand og Varkenswangetjes.
Það má því segja að Gent sé sannkölluð veisla fyrir öll skilningarvit og óhætt að hvetja alla til að kíkja í heimsókn. Við lofum ógleymanlegri ferð!
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Belgía er staðsett í Vestur-Evrópu og á landamæri að Hollandi í norðri, Þýskalandi í austri, Lúxemborg í suðaustri og Frakklandi í suðri og vestri. Auk þess á Belgía strandlengu við Norðursjó. Heiðurinn að nafninu Belgía á sjálfur Júlíus Cesar, en hann réðist með sínum ósigrandi rómverska her inn í landið á fyrstu öld f. Kr. og tók þar völd. Fram að því hafði landið verið byggt ýmsum keltneskum þjóðflokkum, sem Cesar kallaði einu nafni Belgae. Finna má rústir og fornminjar sem varðveist hafa frá þeim tíma, og er elsti bær Belgíu, Tongeren, kjörinn áfangastaður fyrir þau sem leita að slíku.
Belgía liggur á mörkum germönsku og rómönsku Evrópu, og segja má að sú staðreynd móti þetta fjölbreytta land. Það skiptist í raun í nokkra hluta sem hver og einn ber sín sérkenni, hefur sitt eigið tungumál, eigin hefðir og menningarlíf. Meginsvæðin eru þrjú: Flæmingjaland, þar sem töluð er hollenska og flæmska, Vallónía, þar sem tungumálið er franska, og svo sjálf höfuðborgin Brussel, þar sem öll áðurnefnd tungumál ásamt þýsku, eru töluð. Margar af borgum Belgíu eru mjög skemmtilegar og sjarmerandi hver á sinn hátt. Má þar til dæmis nefna hina líflegu og töfrandi Antwerpen, miðaldaborgina Gent og Brugge, sem heillað hefur marga gesti með sínum fallegu byggingum, steinhlöðnu strætum og hlýlega andrúmslofti.
Þegar út fyrir borgirnar er komið taka sveitir Belgíu við, þar sem auðveldlega má gleyma sér í dásamlegri náttúruskoðun. Ardennes svæðið er dæmi um vinsælt útivistarsvæði þar sem finna má skemmtilegar gönguleiðir um gróskumikla skóga, hjólreiðar og siglingar um ár og vötn.
Eins og við er að búast er menningarlíf í Belgíu ansi fjölbreytt, enda byggt á samruna flæmskra, franskra og germanskra hefða, sem er mjög áhugaverð blanda. Landið er þekkt fyrir klassíska tónlistararfleifð sína, en ekki síður fyrir fjölbreytta senu í samtímatónlist á borð við raftónlist og djass. Í borginni Gent fer til dæmis árlega fram hin alþjóðlega virta djasshátíð Gent Jazz Festival, og trekkir að djassgeggjara víða um heim. Sama má segja um myndlist, Belgar eiga mörg stór nöfn í listasögunni, en leggja um leið ríka áherslu á að hlúa að nútímalist af ýmsu tagi.
Hér er matargerð líka fjöbreytt og að miklum hluta í heimsklassa. Hinn silkimjúki belgíski bjór er af mörgum talinn sá allra besti í heimi, en auk þess er matargleði órjúfanlegur hluti af menningu Belga. Súkkulaðið, vöfflurnar og frönskurnar hafa öll hlotið heimsathygli og hróður, en óhætt er að mæla með góðri vettvangskönnun á veitingastaði allt í kringum landið. Þar má fastlega búast við miklum gæðum, eðal hráefni, ljúfengum réttum og notalegri stund.
The elegant Ghent Marriott combines historic charm with modern design. This hotel overlooks the famous Korenlei on the bank of the Lys River and boasts an unusual lobby, a fitness centre and free WiFi.
The air-conditioned rooms at Ghent Marriott Hotel include a seating area and a flat-screen Satellite TV. Guests can get drinks and snacks at the property or make themselves a tea or coffee.
Saint Bavo Square, which features the Belfry, is less than a 10-minute walk from the hotel. The Design Museum is 100 metres away. Marriott Hotel is only 5 minutes’ walk from Gravensteen Castle. Guests can also rent bicycles at the hotel to explore the area.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Á Novotel er boðið upp á loftkæld herbergi með flatskjásjónvarpi í miðbæ Gent. Það er aðeins í 350 metra fjarlægð frá dómkirkju St Bavo. Hótelið er með bar með verönd og innifelur útisundlaug, gufubað og líkamsræktarstöð. Free Wi-Fi Internet er í boði á öllu hótelinu.
Herbergi Novotel Gent Centrum eru með ljósar innréttingar með björtum séreinkennum, setusvæði og minibar. Herbergin eru einnig með baðherbergi með baðkari eða sturtu. House of Alijn er í 600 metra fjarlægð. Gent-Dampoort lestarstöðin er í 15 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Novotel Gent er í innan við 45 mínútna akstursfjarlægð frá Brussel. Alþjóðlegir réttir og léttar máltíðir eru bornar fram á Foodsquare Bar-Brasserie. Barinn er einnig með bjarta garðstofu þar sem gestir geta notið drykkja og garðútsýnis.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hið 3 stjörnu ibis Gent Centrum Opera er staðsett í sögulegu Gent, í 2 mínútna göngufjarlægð frá óperuhúsinu Vlaamse Opera og í 10 mínútna göngufjarlægð frá dómkirkjunni Sint-Baafskathedraal, Belfort van Gent og Korenmarkt-torginu. Hótelið státar af herbergjum með loftkælingu og bar á staðnum.
Hotel ibis Gent Centrum Opera býður upp á herbergi með sérbaðherbergi og gervihnattasjónvarpi. Ókeypis WiFi er í boði í hverju herbergi og á almenningssvæðum gististaðarins.
Morgunverðarhlaðborð er í boði daglega. Barinn er opinn allan sólarhringinn og framreiðir drykki og snarl. Aðrir vín- og matsölustaðir eru í innan við 3 mínútna göngufjarlægð.
Gent Zuid-verslunarmiðstöðin er í 8 mínútna göngufjarlægð frá ibis Gent Centrum Opera. Veldstraat-verslunarhverfið er í 3 mínútna göngufjarlægð og kastalinn Gravensteen er í 10 mínútna fjarlægð. Lestarstöðin Gent-Sint-Pieters er 2,6 km frá hótelinu.
Sjáðu meira um hótelið hér.