Um 400 km. suð-austan við Ísland liggur lítill eyjaklasi, 18 stærri og minni samliggjandi eyjar, sem á korti líta út eins og kubbar sem eftir á að púsla saman í heilstæða mynd. Færeyjar. Í gegnum tíðina hefur stemmingin oft verið eins og Ísland sé stærra og eldra systkini Færeyja. Þær eru miklu minni, íbúar miklu færri, við slitum okkur frá Danmörku, þær eru ennþá hluti af þeim. Við tölum alvöru íslensku, þeirra íslenska hljómar pínku undarlega. Systkinakærleikurinn er þó alltaf mikill og okkur þykir vænt um nágranna okkar.
Færeyjar láta kannski lítið fyrir sér fara, en búa sannarlega yfir einskærri náttúrufegurð. Þar er landslag mjög stórbrotið og hlaðið óvenjulegri mystík, sem ljósmyndarar víðs vegar úr heiminum sækja í. Höfuðstaðurinn Þórshöfn er stórskemmtilegur, Færeyingar frábærir gestgjafar, og heimsókn þangað ávísun á óvenjulega og heillandi skemmtun.
Það er auðvelt að fara á milli staða í Færeyjum og þar eru vegir góðir. Göng og brýr tengja saman helstu eyjar og þar sem slíkt er ekki til staðar ganga almenningsferjur mjög reglulega. Þetta er einstakur staður fyrir útivistarfólk, gönguleiðir má finna þvers og kruss um eyjarnar, sem leiða þig um grösuga firði og dali, og sýna þér falda fossa sem birtast eins og úr skálduðu ævintýri. Hvert sem litið er blasir við ótrúlegt útsýni. Af náttúruperlum eyjanna má nefna Vestmanna fuglabjörgin, Risin og Kellingin sem sjá má frá bænum Tjørnuvík, og eyjuna Mykines, sem er algert undur öll eins og hún leggur sig. Þetta eru þó aðeins örfá dæmi, og erfitt að velja einstaka staði úr fjölbreyttum sjóði. Sjón er sögu ríkari!
Í höfuðstaðnum Þórshöfn búa um 22.000 manns. Bærinn státar af blómlegu lista- og tónlistarlífi, með fjölmörgum galleríum, söfnum og stöðum sem fagna færeyskri menningu. Gestir geta skoðað forvitnilegar sýningar Þjóðminjasafnsins, kafað inn í listalífið á Listasavn Føroya eða notið líflegra hljóma hefðbundinnar færeyskrar tónlistar. Allt um kring er svo auðvitað stórkostlegt landslag, og frá Þórshöfn má fara í ýmis konar göngu- og hjólaferðir. Þórshöfn státar einnig af glæsilegu úrvali veitinga- og kaffihúsa, með margs konar réttum, bæði þjóðlegum og utan úr heimi. Til að vera viss um að tryggja sér borð er góð hugmynd að panta fyrirfram. Ekki ólíkt Íslandi, lifna nætur fyrir alvöru við um helgar, og þá ríkir lífleg og hressandi stemming sem gaman er að upplifa. Síðustu ár hafa nýir barir og skemmtistaðir sprottið upp eins og gorkúlur. Hvort sem þú leitar að góðum bjór, kokteil, dansgólfi eða rökræðum, þá geturðu verið viss um að finna eitthvað við þitt hæfi.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Færeyjar eru 18 talsins og liggja á norðanverðu Atlantshafi, miðja vegu milli Íslands og Skandinavíu, sem og Íslands og Skotlands. Talið er að eyjarnar hafi fyrst verið byggðar írskum munkum á 6. öld og fundist hafa menjar þessu til stuðnings. Á 9. öld settust hins vegar fyrstu landnemar frá Noregi þar að. Fyrir þeim hópi fór höfðinginn Grímur Kamban, og samkvæmt hinni fornu Færeyingasögu var hann fyrsti landnemi eyjanna. Eyjarnar hafa verið undir danskri stjórn frá því á 14. öld, en halda þó í menningarlega sérstöðu sína og tungumál, og hafa sitt eigið sjálfstjórnarþing.
Almennar upplýsingar:
Landslag eyjanna einkennist af bröttum klettabeltum, djúpum fjörðum og víkum, og fagurgrænum engjum og hlíðum. Hæsta fjallið er Slættaratindur á Austurey (880 m.) Hér hefur náttúran fengið að haldast að mestu ósnortin og tær, sem er óneitanlega ein af stærri ástæðum fyrir sjarma og prýði eyjanna.
Margt er líkt með sögu Íslands og Færeyja. Landnemar þeirra komu af svipuðum slóðum, kristindómur barst til eyjanna beggja á svipuðum tíma, og í seinni heimsstyrjöldinni settust Bretar líka að í Færeyjum til að gæta öryggis á Atlantshafi. Samband þjóðanna tveggja hefur alltaf verið gott, til dæmis voru Færeyingar einna fyrstir til að bjóða fram fjárhagsaðstoð sína þegar bankahrunið skall á okkur haustið 2008. Ekki er annað hægt en að hvetja til heimsóknar til Færeyja. Þær bjóða upp á einstaka náttúrutöfra, skemmtilega menningu, og síðast en ekki síst sterk vináttubönd til sinnar íslensku frændþjóðar.
Hilton Garden Inn Faroe Islands er staðsett í Þórshöfn og býður upp á heilsuræktarstöð, sameiginlega setustofu, verönd og bar. Þetta 4-stjörnu hótel býður upp á alhliða móttökuþjónustu og farangursgeymslu. Gistirýmið býður upp á herbergisþjónustu, sólarhringsmóttöku og gjaldeyrisskipti fyrir gesti.
Öll herbergin eru með flatskjá með kapalrásum, ísskáp, ketil, sturtu, ókeypis snyrtivörur og skrifborð. Herbergin eru með öryggishólfi og sum herbergin eru einnig með sjávarútsýni. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi, hárþurrku og rúmföt.
Daglegi morgunverðurinn innifelur létta rétti, grænmetisrétti eða vegan-rétti. Á hótelinu er veitingastaður sem framreiðir franska, sjávarrétti og staðbundna matargerð. Grænmetisréttir, mjólkurlausir réttir og veganréttir eru einnig í boði gegn beiðni.
Sjá upplýsingar um hótelið hér.
Sjá upplýsingar um hótelið hér.