Hið magnaða Cappadocia hérað í Tyrklandi á hvergi sinn líka, og býður þér ógleymanlega upplifun sem seint verður toppuð. Héraðið er staðsett í miðhluta Tyrklands og er þekkt fyrir afar óvenjulegt landslag, sem myndaðist á mörg þúsund ára tímabili með samspili eldgosa, öskufalls og veðrunar sandsteina á svæðinu. Eftir stendur þetta jarðfræðilega undraland með stórbrotnum bergmyndunum og steinkeilum sem eru eins og af öðrum heimi, og hafa í áranna rás hlotið hið viðeigandi heiti ,,álfastrompar“.
En þótt landslagið sé hér algerlega sér á báti, er upptalningu á stórmerkum undrum hvergi lokið. Inni í klettum og fjöllum Cappadocia er nefnilega að finna heilu neðanjarðarborgirnar, heimili og vistarverur, forn klaustur ásamt heilögum helgistöðum þar sem líta má aldagamlar freskur, sem sýna trúarsenur frá árdögum kristninnar. Stærsti hluti þessa svæðis var greyptur í bergið í kringum 1200 fKr. – 1200 eKr. og var á þessu tímabili felustaður íbúa fyrir hinum ýmsu ógnum.
Í dag þjóna hellarnir eingöngu ferðamannaiðnaði, og til dæmis er hægt að panta sér herbergi á hellahóteli. Slík má til dæmis finna í stærsta bæ héraðsins, Ürgüp, sem oft er nefndur hjarta svæðisins, en fleiri bæi má þó nefna í grenndinni, eins og Nevşehir, sem er fullur af fegurð og sögu, Göreme, þar sem talsvert er af íbúðum inni í álfastrompum, og Uçhisar, sem geymir hæsta tind Cappadocia.
Stærstu neðanjarðarborgirnar heita Derinkuyu og Kaymakli og eru sannkölluð verkfræðileg stórvirki, og skýr dæmi um aðlögunarhæfni mannskepnunnar. Ofan úr jörðinni má svo hefja sig til flugs, en loftbelgjaferðir eru afar vinsælar á svæðinu, enda frábær leið til að upplifa hið magnaða landslag Cappadocia. Mælt er sérstaklega með ferðum sem farnar eru í dögun. Lofthræddir og aðrir geta skellt sér í áhugaverðar hestaferðir og kannað með því gljúfur og dali þessa draumkennda lands.
Hvar sem þú dvelur mætir þér mikil gestrisni og vinátta, og upplagt að kynna sér ýmis konar venjur og siði, að ónefndum þjóðlegum réttum sem þykja bragðlaukakitlandi gómsæti. Til dæmis má mæla með Testi Kebap, og Manti sem eru tyrkneskir dumplings.
Komdu með Tripical í ógleymanlega ferð til þessa töfrandi undralands. Frá Cappadocia fer enginn ósnortinn!
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Tyrkland er dularfullt, seiðmagnað og spennandi, saga þess margra alda löng og dramatísk, fegurð þess áhrifarík og óviðjafnanleg. Það liggur milli tveggja heimsálfa, Evrópu og Asíu, og þó að stærsti hluti þess tilheyri Asíu, og bæði trúar- og félagslegir þættir þess séu jafnan tengdir við þá heimsálfu, er það af ýmsum menningarlegum ástæðum talið evrópskt. Skilin milli heimsálfanna afmarkast af Tyrklandssundi. Með Svartahafi í norðri, Eyjajafi í vestri og Miðjarðarhafi í suð-vestri, á Tyrkland landamæri að Búlgaríu og Grikklandi í vestri, Armeníu, Aserbaídsjan og Georgíu í norð-austri, Sýrlandi, Írak og Íran í suð-austri. Þessi upptalning skýrir að nokkru leyti þá mögnuðu blöndu sem þetta sérstaka land býr yfir.
Almennar upplýsingar:
Tyrkland hefur ríka sögulega arfleifð. Það var heimkynni fornra samfélaga eins og Hetíta, Frýgíumanna og Lýdíumanna, og síðar hjarta Býsans- og Ottómanaveldis. Tyrkland nútímans var stofnað úr leifum Ottómansveldisins árið 1923. Þessi sögulegi auður endurspeglast í byggingarlist landsins, með kennileiti eins og Hagia Sophia moskunni og Topkapi höllinna í Istanbúl.
Í Tyrklandi er engin opinber ríkistrú, en íslamstrú er langmest iðkuð meðal þjóðarinnar. Þetta fer þó mikið eftir landssvæðum. Við strendur Svartahafs og Miðjarðarhafs eru íbúar mun frjálslyndari og sumir hverjir trúlausir, en þegar innar í landið er komið ríkir mun meiri íhaldssemi og trúarhitinn er meiri. Þar má finna mismunandi túlkun á islam, og minnihlutahópa eins og Alevíta og Sjíta sem hafa sína eigin helgisiði. Í borgum eins og Istanbúl og Izmir verður trúarblandan enn flóknari, og þar höfum við hópa sem aðhyllast grískan rétttrúnað, sýrlenskan rétttrúnað, armensku postulakirkjuna, rómversk-kaþólikka og gyðinga. Enn eitt dæmi um sérstaka blöndu tyrknesku þjóðarinnar, sem þekkt er fyrir hlýju og mikla gestrisni, og hinn fjölbreytti bakgrunnur þjóðarinnar auðgar vissulega menningu landsins.
Tyrknesk matargerð er fræg á heimsvísu. Þar finnurðu allt frá kebab og baklava til hins þjóðlega forréttar mezes. Tyrkneskur matur er bragðsterkur, mikið af kjötmeti, ýmis konar jógúrt sósur eru algengar sem og bragðmikil krydd.
Tyrkland býður upp á breitt úrval spennandi áfangastaða fyrir ferðalanga, allt frá hinni magnþrungnu höfuðborg Istanbúl til fornra rómverskra rústa meðfram vestur- og suðurströndinni, frá dásamlegum sólgylltum ströndum Pamfýlíu héraðsins til stórbrotinna fjallagarða Lykíu héraðs, að ekki sé minnst á hið töfrandi undralandslag Cappadocia. Í Tyrklandi bíður þín ævintýra veröld.
Wyndham Grand Kayseri er stórglæsilegt 5* hótel, staðsett við rætur Erciyes-fjallsins og býður upp á víðáttumikið útsýni og persónulega þjónustu.
Hótelið er í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Kayseri Erkilet-flugvelli. Það er líka nálægt sögulegum og áhugaverðum stöðum, þar á meðal grafhýsi Heracliusar og Surp Krikor Lusovoric kirkjunni.
Björt og rúmgóð herbergi, með stórum gluggum, skrifborði og internetaðgangi. Herbergisþjónusta er einnig í boði.
Wyndham Grand Kayseri býður upp á flotta heilsulind þar sem gestir geta nýtt sér innisundlaug, líkamsræktaraðstöðu og gufubað. Tveir veitingastaðir á staðnum sem framreiða úrval af tyrkneskum og alþjóðlegum réttum.
Sjáðu meira um hótelið hér.