Margir tengja Brussel við bjúrókrasíu og þurra Evrópusambandsstjórnsýslu. Staðreyndin er þó að borgin er annað og miklu meira, hún er gullfalleg og stórskemmtileg, og þar má auðveldlega týna sér í merkilegri söguskoðun. Byggingarstíll er hér mjög fjölbreyttur og athyglisverð blanda af glæsileika, undarlegri sérvisku og hreinni niðurníslu. Þannig má finna á sama svæði steinsteypt stórhýsi frá miðri 20. öld, virðulegar 19. aldar byggingar í art deco stíl, nýtískulega glerskýjakljúfa, og alls staðar kviknar forvitni um hvað býr að baki. Í hjarta borgarinnar er svo sjálft Grand Place torgið umkringt sínum stórbrotnu miðaldarbyggingum, eitt tilkomumesta og flottasta torg í allri Evrópu að margra mati.
Eins og annars staðar hófst byggð hér aðeins með litlu þorpi við bakka árinnar Senne, en á seinni hluta 10. aldar fór svæðið að vekja meiri athygli, þegar Karl hertogi af Neðri-Lorraine gerði sér þar aðsetur. Með auknum fólksfjölda fór staðsetningin að skipta æ meira máli. Brussel stóð á krossgötum ýmissa verslunarleiða sem stuðlaði að vexti hennar, mikilvægi og styrk, og hún varð að miðstöð verslunar, þar sem vefnaðarvörur voru helsta söluvaran.
Borgin varð í aldanna rás bitbein hinna ýmsu þjóða. Hún var um tíma undir yfirráðum Spánverja, og seinna börðust Frakkland og Austurríki um völd þar. Það var svo árið 1830 sem belgíska byltingin hófst og í kjölfar hennar var Brussel krýnd höfuðborg hins nýja ríkis Belgíu, og þar sátu stjórnvöld þess. Leopold I, fyrsti konungur Belgíu stóð fyrir miklum endurbótum á borginni, eftir eyðileggingu fyrri átaka. Brussel stækkaði mikið og ört á 19. öld, þar risu 2 stórir háskólar og hún varð miðstöð fjármála og viðskipta í Belgíu. Um aldamótin 1900 var hún ein af helstu borgum Evrópu til að þróa með arkitektum hinn sérstaka Art Nouveau stíl, sem setur áberandi mark sitt á heildarsvip borgarinnar. Í dag er Brussel auðvitað helst þekkt sem höfuðborg Evrópusambandsins auk ýmissa stofnanna sem því tengjast.
Í Brussel ríkir blómstrandi menning, listalífið er fjölskrúðugt og spennandi og úrval fjölbreyttra veitingastaða mikið. Þar er sitthvað sem vert er að prófa, eins og hinar afar djúsí extra steiktu franskar, vöfflurnar klassísku með ísuðum sykri, og cinnamon speculoos sem eru hreinlega syndsamlega góðar. Brussel er einnig heilagur staður í augum bjóráhangenda, enda miðstöð klausturbjórmenningar Evrópu. Úrvalið af bjór í Brussel er satt að segja ótrúlegt, og bjórkrárnar hver annarri skemmtilegri í stíl og stemmingu. Borgin er tilvalinn fyrir fræðsluferðir af öllu tagi, þar sem auðveldlega má blanda saman fræðslu, sögu og menningu við góðan mat, skemmtilegt mannlíf, listir og leik.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Belgía er staðsett í Vestur-Evrópu og á landamæri að Hollandi í norðri, Þýskalandi í austri, Lúxemborg í suðaustri og Frakklandi í suðri og vestri. Auk þess á Belgía strandlengu við Norðursjó. Heiðurinn að nafninu Belgía á sjálfur Júlíus Cesar, en hann réðist með sínum ósigrandi rómverska her inn í landið á fyrstu öld f. Kr. og tók þar völd. Fram að því hafði landið verið byggt ýmsum keltneskum þjóðflokkum, sem Cesar kallaði einu nafni Belgae. Finna má rústir og fornminjar sem varðveist hafa frá þeim tíma, og er elsti bær Belgíu, Tongeren, kjörinn áfangastaður fyrir þau sem leita að slíku.
Belgía liggur á mörkum germönsku og rómönsku Evrópu, og segja má að sú staðreynd móti þetta fjölbreytta land. Það skiptist í raun í nokkra hluta sem hver og einn ber sín sérkenni, hefur sitt eigið tungumál, eigin hefðir og menningarlíf. Meginsvæðin eru þrjú: Flæmingjaland, þar sem töluð er hollenska og flæmska, Vallónía, þar sem tungumálið er franska, og svo sjálf höfuðborgin Brussel, þar sem öll áðurnefnd tungumál ásamt þýsku, eru töluð. Margar af borgum Belgíu eru mjög skemmtilegar og sjarmerandi hver á sinn hátt. Má þar til dæmis nefna hina líflegu og töfrandi Antwerpen, miðaldaborgina Gent og Brugge, sem heillað hefur marga gesti með sínum fallegu byggingum, steinhlöðnu strætum og hlýlega andrúmslofti.
Þegar út fyrir borgirnar er komið taka sveitir Belgíu við, þar sem auðveldlega má gleyma sér í dásamlegri náttúruskoðun. Ardennes svæðið er dæmi um vinsælt útivistarsvæði þar sem finna má skemmtilegar gönguleiðir um gróskumikla skóga, hjólreiðar og siglingar um ár og vötn.
Eins og við er að búast er menningarlíf í Belgíu ansi fjölbreytt, enda byggt á samruna flæmskra, franskra og germanskra hefða, sem er mjög áhugaverð blanda. Landið er þekkt fyrir klassíska tónlistararfleifð sína, en ekki síður fyrir fjölbreytta senu í samtímatónlist á borð við raftónlist og djass. Í borginni Gent fer til dæmis árlega fram hin alþjóðlega virta djasshátíð Gent Jazz Festival, og trekkir að djassgeggjara víða um heim. Sama má segja um myndlist, Belgar eiga mörg stór nöfn í listasögunni, en leggja um leið ríka áherslu á að hlúa að nútímalist af ýmsu tagi.
Hér er matargerð líka fjöbreytt og að miklum hluta í heimsklassa. Hinn silkimjúki belgíski bjór er af mörgum talinn sá allra besti í heimi, en auk þess er matargleði órjúfanlegur hluti af menningu Belga. Súkkulaðið, vöfflurnar og frönskurnar hafa öll hlotið heimsathygli og hróður, en óhætt er að mæla með góðri vettvangskönnun á veitingastaði allt í kringum landið. Þar má fastlega búast við miklum gæðum, eðal hráefni, ljúfengum réttum og notalegri stund.
The Augustin er boutique-hótel sem var enduruppgert í nútímalegum hönnunarstíl. Það er aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá Grand Place og í 200 metra fjarlægð frá Anneessens-neðanjarðarlestarstöðinni. Suðurlestarstöð Brussel er í innan við 1 km fjarlægð. Hótelið býður upp á líkamsrækt og sólarhringsmóttöku. Gestir geta nýtt sér ókeypis WiFi hvarvetna á hótelinu.
Rúmgóðu og loftkæld herbergi eru með setusvæði og stóra glugga með útsýni yfri götuna eða verönd garðsins. Skrifborð og minibar er einnig í boði. Sum herbergin eru með ísskáp en önnur innifeldan minibar.
Gestir geta slakað á í rúmgóðri setustofu á hótelinu eða fengið sér drykk og notið hins þægilega og nútímalega andrúmslofts kokteilbarsins. Þegar veður leyfir er garðverönd hótelsins skemmtilegur staður.
Morgunverðarhlaðborðið inniheldur heita rétti og sætabrauð.
Hið flotta Sablon-torg, með ýmsum listagalleríum og antíkverslunum, er í 1 km fjarlægð frá hótelinu. Mont des Arts, menningarmiðstöð borgarinnar hvað söfn varðar, er í 1 km fjarlægð.
Heildareinkunn 8,1 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótelið er ekki með sal fyrir árshátíðarkvöldverð en handan hornsins er fallegur veitingastaður sem hægt er að bóka fyrir hópinn.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Þetta Novotel er staðsett í líflega Saint Catherine-hverfinu og 200 metra frá De Brouckère-neðanjarðarlestarstöðinni. Það býður upp á nútímaleg gistirými, heilsulind með líkamsræktaraðstöðu á staðnum og herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á hótelinu.
Herbergin eru nútímaleg og rúmgóð með LCD-sjónvarpi, skrifborð með notendavænum stól og te-/kaffivél.
Gestir geta æft á hótelinu en finna má fjölbreytta aðstöðu á heilsusvæðinu InBalance Novotel sem felur í sér innistraumlaug, tyrkneskt bað, slökunarsvæði, innrauðar sturtur og heilsuræktarstöð.
Morgunverðurinn innifelur úrval af heitum og köldum réttum. Grillhúsið GourmetBar er með stóra útiverönd og býður upp á matseðil með alþjóðlegum réttum. Barinn er með fjölbreytt úrval af erlendum bjórum.
Rue Neuve-verslunargatan er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Novotel Brussels City Centre. Manneken Pis-styttan er í 10 mínútna göngufjarlægð. Aðallestarstöðin í Brussel er 850 metra frá hótelinu.
Heildareinkunn 8,4 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótelið býður upp á fallega sali þar sem hægt er að vera með ársthátíðarkvöldverð, verð frá 11.900kr fyrir fordrykk, 3 rétta kvöldverð og standard vínpakka.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Brussels Marriott Hotel er staðsett í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá Grand Place og Manneken Pis og í 10 mínútna göngufjarlægð frá aðaljárnbrautarstöðinni í Brussel og býður upp á loftkæld herbergi og líkamsræktaraðstöðu. Á staðnum eru veitingastaður með opnu eldhúsi sem býður upp á steikur, ferskt sjávarfang og salöt á Midtown Bar & Grill sem er í amerískum stíl.
Herbergin á Brussel Marriott Hotel eru með gervihnattasjónvarp, te- og kaffiaðbúnað og sérbaðherbergi með baðkari.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í boði á morgnana.
Brussels Marriott Hotel er aðeins 50 metrum frá Bourse-neðanjarðarlestarstöðinni. Rue Neuve-verslunargötuna er að finna í 850 metra fjarlægð frá hótelinu.
Heildareinkunn 8,4 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótelið býður upp á fallega sali þar sem hægt er að vera með ársthátíðarkvöldverð, verð frá 13.900kr fyrir fordrykk, 3 rétta kvöldverð og standard vínpakka.
Sjáðu meira um hótelið hér.