Eftir margra áratuga átakasögu, hefur nú lengi ríkt friður í höfuðborg Norður-Íra, Belfast. Í dag iðar borgin af lífi og fjöri, hér er mikið um háskólastúdenta, enda 6 slíkir skólar í Belfast, þar á meðal Queen’s University sem hefur prýtt lista yfir bestu háskóla heims í mörg ár. Hér er úrval af skemmtilegri og áhugaverðri afþreyingu, fullt af frábærum veitingastöðum, flottum pöbbum og skemmtistöðum. Stemmingin er afslöppuð og næs. Belfast er æðislegur staður að heimsækja!
Belfast (upphaflega Béal Feirste) stendur við mynni árinnar Lagan og dregur nafn sitt af þeirri staðsetningu, þar sem orðið ,,béal“ þýðir munnur og ,,feirste“ er sandbakki. Hún er næst stærst borga á Írlandseyju, á eftir Dublin. Þar búa tæp 270.000 í miðkjarnanum, en um 485.000 þegar nærliggjandi úthverfi og bæir eru taldir með.
Belfast öðlaðist á sínum tíma heimsathygli í hinum svokölluðu Vandræðum, The Troubles. Átökin stóðu yfir um áratuga skeið, allt frá 1968 til 1998, og segja má að allann þann tíma hafi geysað hatrömm og vægðarlaus borgararstyrjöld, þar sem tókust á mótmælendatrúaðir sambandssinnar, hliðhollir Bretum, og kaþólsk trúaðir íbúar sem sameinast vildu Írlandi. Þegar yfir lauk lágu um 3600 íbúar í valnum, auk tuga þúsunda sem særðust. Ýmsir staðir og söfn gera þessari sögu góð skil. Friðarveggurinn (Peace Wall) er eiginlega must see, en hann var reistur í kringum 1969 og skipti borginni í tvennt til að aðskilja stríðsaðila. Oft hefur það verið rætt hvort rífa ætti vegginn niður en enn sem komið er hefur hann fengið að standa sem minnisvarði og áminning um mikilvægi friðar. Miðsvæðis má líka finna Garden of Remembrance sem er athyglisverður, og Shankill Road Memorial Gardens er fallegur minningarstaður, en Shankill Road var vígvöllur í stríðinu og þar barist með vopnum og sprengjuregni.
Frægasta skip sögunnar var byggt í Belfast. Jú við erum að tala um Titanic, og safnið Titanic Belfast er stórglæsileg bygging þar sem mikill metnaður er lagður í að kynna sögu þessa magnaða skips ásamt ýmsum öðrum merkilegum staðreyndum um borgina. Heimsókn þangað er frábær upplifun sem hiklaust má mæla með.
Fyrir utan borgina tekur við hin heillandi írska náttúrufegurð, og þar ákváðu framleiðindur Game of Thrones seríunnar að taka upp valdar senur. Að sjálfsögðu er boðið upp á ferðir með leiðsögn um svæðið. Ekki nóg með það, heldur er heilt safn tileinkað seríunni í borginni, fullt af alls kyns gagnvirkum tækniskjáum sem draga þig inn í hinn heillandi GoT heim. Þá er líka hægt að taka sér dagsferð og skoða hina svokölluðu göngubraut risans (Giant’s Causeway), sem er í raun stórkostlegt og einstakt náttúruundur. Til að nefna fleira til afþreyingar er Aunt Sandra ‘s Candy Factory vinsæl meðal ferðamanna en þar má finna klassískt old school gotterý, fylgjast með framleiðslunni og auðvitað smakka. Hér er aðeins um brotabrot af afþreyingarflóru borgarinnar að ræða. Ekki hika og pantaðu hópferð með okkur til Belfast! Við lofum frábærri skemmtun.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Norður Írland er hluti af Bretlandi og er staðsett á norð-austur hluta Írlands. Landið var stofnað árið 1921 þegar þeir klufu sig frá Írlandi, ekki voru allir samála um að vera ekki áfram hluti af þeim og brutust út mikil mótmæli í Belfast í kjölfarið.
En í dag er landið eitt það friðsælasta í Evrópu og miljónir ferðamanna heimasækja það árlega til að drekka bjór, skoða fallegar byggingar og heimsækja höfuðborgina Belfast.
Hilton Belfast er með nútímalegan bar og veitingastað. Líflegur miðbær Belfast er með útsýni yfir Lagan og er í innan við 1,6 km fjarlægð.
Rúmgóð herbergin á þessu Hilton eru öll með flatskjásjónvarpi með greiðslurásum, lítill ísskápur, marmarabaðherbergi og herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Mörg herbergin eru með útsýni yfir borgina, ána eða fjallið.
Sonoma Bar and Grill er með útsýni yfir ána og lofthæðarháa glugga og býður upp á matseðil með írsku hráefni, þar á meðal írsku lambakjöti.
Gestir geta heimsótt No.4 barinn, sem sérhæfir sig í úrvalsdrykkjum, þar á meðal staðbundnum kranabjórum og margverðlaunuðu gini og sterku áfengi.
Dómkirkjan í Belfast og úrval verslana í miðbænum eru í 5 mínútna fjarlægð með leigubíl.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Gestir AC Hotel Belfast geta farið fótgangandi að skoða Titanic Belfast, ráðhúsið, Belfast Waterfront, SSE Arena og verslanir Victoria Square
Glæsileg svefnherbergi eru með queen- eða king-size rúmum, Nespresso kaffivél, glerlokuðum tvöföldum sturtum og ókeypis háhraða internetaðgangi og 49 tommu sjónvörp.
Gestir geta einnig notið AC líkamsræktarherbergis og herbergisþjónustu allan sólarhringinn.
Léttur og eldaður morgunverður er borinn fram á hverjum degi.
Veitingahús hótelsins, Novelli at City Quays, ætti að gera flesta spennta, þar sem margra Michelin-stjörnukokkurinn Jean-Christophe Novelli útbýr alskins kræsingar, á meðan sérfróðir barþjónar bjóða upp á staðbundna þekkingu með handverksbjór og kokteila.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Þetta Ibis-hótel er staðsett í miðbæ Belfast og býður upp á nútímaleg herbergi með gervihnattasjónvarpi, í 5 mínútna göngufjarlægð frá næturlífi og börum Belfast.
Öll herbergi hótelsins eru búin flatskjásjónvarpi, WiFi aðgangi, te/kaffiaðstöðu og sérbaðherbergi með sturtu.
Herbergin eru einnig með loftkælingu og skrifborði.
Helstu verslanir Belfast eru allar í innan við 10 mínútna göngufjarlægð. Castle Court-verslunarmiðstöðin er í aðeins 2 mínútna göngufjarlægð og Belfast-dómkirkjan er í 10 mínútna göngufjarlægð. Grand Opera House er í 500 metra fjarlægð frá hótelinu.
Sjáðu meira um hótelið hér.