París er tilvalin áfangastaður fyrir hópa, hvort sem þið viljið upplifa einstakar gersemar listasögunnar, standa agndofa í upplifun á stórfengleika borgarinnar, fræðast um frönsku byltinguna og örlög konunga eða einfaldlega æfa frönskukunnáttuna í hámenningarlegu umhverfi? Þá er París borgin fyrir ykkur.
París hefur verið kölluð mörgum nöfnum sem öll reyna að grípa sérstöðu hennar. Borg ástarinnar, ljósadýrðar, tísku og listar eru aðeins brot af því sem París stendur fyrir. París er stórfengleg menningarborg, uppfull af glæstri sögu, heimsþekktum byggingum og stórfenglegri list. Það er ógleymanleg upplifun að sjá útsýnið frá Eiffelturninum, ganga um hellulögð og sjarmerandi stræti Montmarte, njóta birtunnar sem streymir í gegnum um steind gler Notre Dame eða horfa í átt til sigurbogans eftir Champs-Élysées. París hefur svo ótal margt upp á að bjóða.
París er borg listar og fegurðar og Renoir, Rodin, Picasso, Monet, Manet og Van Gogh eru aðeins nokkrir af þeim meisturum listasögunnar sem hafa lifað og starfað í París. Borgin öll er eitt stærsta listasafn veraldar og geymir gersemar allt frá fornöld til samtíma í fjölmörgum söfnum sínum. Hið heimsfræga Louvre með sögufrægum dýrgripum og óviðjafnanlegri heimslist. Impressíónistaverk Musée d’Orsay og nútímalistaverk Pompidou-safnsins eru aðeins hluti af þeirri listaupplifun sem borgin býður upp á.
Orðspor Frakka í matargerð er sannarlega verðskuldað og París er borg fyrir bragðlaukanna. Hvort sem það er sitja inni á notalegum hverfisbistró eða upplifa himneska matargerðarlist á þriggja stjörnu Michelin stað, þá býður París upp á bragð fyrir alla. Um allt eru töfrandi sælkerabúðir, bakarí og kökuhús með seiðandi græsingar. Yfirfullir götumarkaðir með úrvali ferskra afurða og alls þess sem þarf til að skipulegga lautarferð í einhverjum af fjölmörgu görðum borgarinnar.
Tíska er eitt af aðalsmerkjum Parísar og borgin er heimili margra frægustu hönnuða heims eins og Chanel, Dior, Louis Vuitton og fjölda fleiri. Það er hægt að skoða heimsfræg hátískuhús eða versla í fjölda sérverslana, konsept-búða og antíkverslana og heimsækja einn stærsta flóamarkað í heimi.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Vegna lögunar sinnar er Frakkland stundum kallað ,,l’Hexagone“, sem þýðir sexhyrningur. Það er þriðja stærsta ríki Evrópu, á eftir Rússlandi og Úkraínu, og á landamæri að 8 nágrannaríkjum. Ekki þarf að hafa mörg orð um þá staðreynd að Frakkland er einn af Evrópurisunum í menningarlegum skilningi. Áhrif þess á heimssöguna eru gríðarleg, Frakkland er ásamt Bandaríkjunum réttilega nefnt sem helsti brautryðjandi nútíma lýðræðis, og enn í dag skipar ríkið stóran sess í hinni vestrænu heimsmynd. Landið er auk þess vinsælasta ferðamannaland heims, og þangað koma um 90 milljónir gesta ár hvert.
Almennar upplýsingar:
Meginland Frakklands er fjölbreytt í landslagi. Norður- og vesturströndin einkennist meira af flatlendi, í suð-austur og suð-vestur hlutanum rísa fjallgarðar Alpanna og Pýrennafjalla í öllu sínu veldi, þar á meðal einn af hæstu tindum Evrópu, Mont Blanc (4810 m.) Hinar frönsku sveitir búa yfir segulmagnaðri fegurð, má þar sem dæmi nefna lavenderakra Provence héraðsins, og ekrur og víngarða Bordeaux. Syðsti hlutinn einkennist af hlýrra loftslagi, Franska Rívíeran teygir sig meðfram Miðjarðarhafinu og býður upp á dásamlegar strendur og skínandi sól, gróðursæla náttúru og ekta Miðjarðarhafs stemmingu.
Frönsk matarmenning er auðvitað sér á parti og hefur lengi haft yfirburði yfir aðra. Um allan heim keppast matreiðslumeistarar við að hljóta viðurkenningu með hinni frönsku Michelin stjörnugjöf. Frönsku vínin eru þekkt fyrir gæði sín, og svo þykir mörgum landið bera af í eftirréttum, brauð- og kökugerð.
Höfuðborgin París hefur í gegnum tíðina verið kölluð ýmsum nöfnum sem öll eiga að grípa sérstöðu hennar. Hún er borg ástarinnar, borg ljósadýrðar, borg tísku og lista. París er stórfengleg menningarborg, hlaðin glæstri sögu og sögufrægum byggingum. Það er ógleymanleg upplifun að sjá útsýnið frá Eiffelturninum, ganga um hellulögð og sjarmerandi stræti Montmarte, njóta birtunnar sem streymir í gegnum um steind gler Notre Dame eða horfa í átt til sigurbogans eftir Champs-Élysées.
Þær eru ófáar andans hetjurnar frönsku sem glatt hafa okkur með listsköpun sinni, fólk á borð við listmálarann Monet, rithöfundar eins og Victor Hugo, Voltaire og Marcel Proust, og söngdívan sígilda, elskað og dáða Edith Piaf.