Hjólaferð til Slóveníu og Króatíu
Haust 2021
Hjólafríið sem þú átt skilið!
Hér er algjör draumaferð fyrir þá sem finnst gaman að hjóla, og kunna að meta óviðjafnanlega náttúrufegurð, stórbrotnar söguminjar, sól og sumar. Hjólað er meðfram hinu dásamlega Bled vatni, sem staðsett er í tignarlegum Julianölpum Slóveníu. Leiðin liggur að magnaðri strönd og haldið er til meginlands Istriu í Króatíu. Slóvenía státar af mikilli gróðursæld, allt frá tindum alpanna til magnaðra kalksteinshella, fjallavatna og fagurra sveita.
Því næst er hjólað meðfram gamalli fyrrum járnbraut, Parenza, leið sem nú er notuð af reiðhjóla- og göngufólki. Á þeirri leið er farið um ólífulundi og vínakra og endað í rómversku borginni Poreč við stórfenglega strönd Króatíu.
Í þessari ferð er áherslan alls ekki eingöngu lögð á að stíga pedalana, því á öllum þeim stöðum sem komið er til, gefst tími og tækifæri til þess að njóta stórkostlegrar menningar, ásamt þjóðlegri matargerð heimamanna. Þetta er sannarlega endurnærandi blanda fyrir sál og skrokk.
Aðalkosturinn er auðvitað sá að ferðast er á hjólum, þannig að ekkert smáatriði fer fram hjá okkur á leiðinni. Kjörin ferð fyrir hjólaáhugafólk sem vill upplifa einstakt ævintýri. Gestgjafi ferðarinnar er fyrrum landsliðskonan á gönguskíðum, hjólagarpurinn Auður Kristín Ebenezardóttir. Hún hefur vandlega skipulagt ferðatilhögun með það fyrir augum að kynna helstu hápunkta svæðisins.
Gisting á 4 stjörnu hótelum. Myndir að neðan.
Hotel Park – Sava Hotels & Resorts 4 stjörnur
Frá hótelinu er útsýni yfir stöðuvatnið Bled og fjöllin sem umkringja það. Stór sundlaug, líkamsrækt og spa. Hér má eiga ógleymanlega stund, og auðvelt að safna þreki fyrir næsta hjólatúr.
Hotel Molindrio Plava Laguna
Í 5 mínútna göngufjarlægð finnurðu eina af dásamlegum ströndum Króatíu. 2 stórar sundlaugar eru við hótelið, líkamsrækt og veitingastaðir með úrvali rétta af ýmsu tagi.
Residence Sol Umag for Plava Laguna
Innandyra og utan má finna sundlaugar og slökunarsvæði. Ströndin er aðeins í eins kílómetra fjarlægð, og einnig dásamlegur veitingastaður, la carte Léon D´Or Resturant. Við sundlaugina má einnig finna mikið af góðum mat.
Hápunktar ferðar
- favoriteHinn undurfagri bær Bled
- favoriteVötn, fjöll og ár í Slóveníu og Króatíu könnuð á hjóli
- favoriteHjólað meðfram strönd Adríahafsins
- favoriteÞjóðlegur matur í Slóveníu og Króatíu
Innifalið í verði
- Gisting í 7 nætur á 4 stjörnu hótelum (hótel í lýsingu eða sambærileg.)
- Flug út til París og tengi flug til feneyjar og heim sömuleið
- Hálft fæði í 7 daga (morgun- og kvöldverður)
- 4 hjólaferðir
- Leiðsögumaður í öllum hjólaferðunum
- Reiðhjól og hjálmur til afnota í hjólaferðunum
- Rúta alla dagana, frá degi 1 til dags 8
- Tveir hádegisverðir og tvær hressingar
- Ein pikknik máltíð og gamaldags hádegisverður
- Bátsferð í Poreč þar sem boðið er upp á grillaðan fisk
- Bátsferð á Bled-vatni
- Aðgangseyrir að Euphrasian Basiliku
Ekki innifalið
- Drykkir og aðrar máltíðir en þær sem taldar eru upp
- Innritunargjald fyrir hjól, sé ferðast með það í flugi
- Þjórfé fyrir leiðsögumenn og bílstjóra
- Annað sem ekki er talið upp
Króatía
Langar þig að sigla á snekkju milli grænna eyja í tærasta sjó Evrópu, skoða hringleikahús, litrík fiskiþorp, borða trufflur, fara í vínsmökkun og sleikja sólina dögum saman? Þá ættirðu að skella þér til Króatíu.
Króatía býr yfir gríðarlegri náttúrufegurð og landið býður upp á ótal hluti fyrir hressa heimshornaflakkara, allt frá Plitvice þjóðgarðinum í miðju landinu, sem minnir helst á landslag Pandoru úr kvikmyndinni Avatar, til grýttu strandanna í Dalmatiu. Adríahafið í kringum Króatíu er tærasta haf Evrópu, enda er mjög vinsælt að kafa þar. Meðfram Króatíu eru svo yfir þúsund misstórar eyjar sem draga að sér fjölda ferðamanna á hverju ári.
Almennar upplýsingar
- Fjöldi fólks: 4.154.200
- Stærð að flatamáli: 56.534 km²
- Opinbert Tungumál: Króatíska
- Gjaldmiðill: Króatísk Kúna / 1kn = 16,5kr
- Hitastig: 9°-25°
- Tímabelti: 1-2 tímum á undan Íslandi
Eyjan Hvar er einn vinsælasti áfangastaður landins og er ekki að undra þar sem hún er ofboðslega skemmtileg og státar af því að vera sólríkasti staður Króatíu. Á Hvar er að finna fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð, fólk á öllum aldri, fjölskyldur, unglinga í leit að skemmtilegu næturlífi og meira að segja Hollywood súperstjörnur. Eyjan er þekkt fyrir gott veður, gómsæta matargerð og virkilega fallega náttúru. Sjávargolan sem blæs yfir bæinn er endurnærandi og talin veita orku, enda voru áður stöðvar á Hvar fyrir einstaklinga með öndunarerfiðleika þar sem hægt var að fara í „öndunarhreinsun“.
En hvar er Hvar? Eyjan Hvar er staðsett rétt hjá Split, næststærstu borg Króatíu. Split er sennilega ferðamannavænsta borgin sem við sáum þarna úti og mikið af fólki fer þangað til að upplifa spennandi næturlíf. Á Split er ótalmargt að gera og sjá og mælir Tripical sérstaklega með því að fara að skoða rómversku rústirnar í bænum sem borgin er byggð í kringum.
Í tveggja klukkustunda fjarlægð suður af Split er Dubrovnik, pínulítill 40.000 manna bær á syðsta punkti Króatíu. Gamli bærinn í Dubrovnik er mjög áhugaverður og á sér langa sögu, en hann er umkringdur borgarveggjum sem áttu að verja hann á stríðstímum á árum áður. Dubrovnik var sjálfstætt land áður en bærinn varð partur af Króatíu og er á ákveðinn hátt ennþá sjálfstætt að því leiti að Boznia–Herzegovina liggur á milli meðfram strandlengjunni svo maður þarf að keyra þar í gegn frá Split. Dubrovnik á það sameiginlegt með Íslandi að Game of Thrones hafa tekið upp þáttaseríur sínar þar, en fyrir þá sem þekkja til eru það allar senur sem gerast í suðrinu.
Alveg hinum megin í Króatíu, á nyrsta hlutanum, er Istria tanginn sem liggur alveg við landamæri Ítalíu. Þar er aragrúi lítilli smábæja sem er virkilega gaman að skoða. Byggingastíllinn er aðeins öðruvísi en fyrir sunnan, en húsin eru öll afar litrík og falleg og svipa mjög til Ítalíu. Bæirnir eru flestir sjávarþorp, enda úir og grúir þar af sjávarréttastöðum þar sem hægt er að fá ferskt sjávarfang. Fjölda markaða er að finna á svæðinu og ólívur, trufflur, olíur og ýmsir ávextir eru fáanlegir út um allt. Pula er neðst í Istra og þar er hægt að finna risastórt hringleikahús í miðri borginni.
Á afskekktum stað fyrir miðja Króatíu eyjan Pag. Við enda eyjunnar er að finna bæinn Novalja sem er yfirfullur af ungu fólki yfir sumarið sem er einungis þarna til þess að skemmta sér. Novalja er lítill bær fullur af litlum hvítum húsum með rauðum þökum. Meðfram höfninni er síðan mikið úrval af veitingastöðum og börum en aðalaðdráttaraflið er strönd rétt hjá bænum sem er sérstök að því leiti að þar eru fleiri á nóttunni heldur en á daginn. Zrcé ströndin er pakkfull af skemmtistöðum, börum og einstaka skyndibitastöðum. Staðirnir eru margir þaklausir svo maður fær strandarstemninguna beint í æð og fjöldi þekktra plötusnúða koma og spila þar á ári hverju.
Kíktu á ferðirnar sem við erum með í boði. Við einfaldlega elskum Króatíu og við vitum að þú munt gera það líka.
Slóvenía
Slóvenía er staðsett í sunnanverðir Mið-Evrópu við rætur Alpafjall. Fjalllendi Slóveníu einkennist af köldum vetrum og heitum sumrum en við strandlengjuna við Adríahafið er miðjarðarhafsloftsslag með afskaplega heitum sumrum. Landið er í sjálfu sér ungt, en þau öðluðust sjálfstæði frá Júgóslavíu árið 1991. Landslag Slóveníu er einkum magnað en það er að stórum hluta skógi vaxið.
Almennar upplýsingar
- Fjöldi fólks: 2.061.085
- Stærð að flatamáli: 20.273 km²
- Opinbert Tungumál: Slóvenska
- Gjaldmiðill: Evra / 1€ = 124kr
- Hitastig: 20°-30° yfir sumartímann
- Tímabelti: 1-2 tímum á undan Íslandi
Ljubiana
Höfuðborg Slóveníu, og jafnframt stærsta borg landsins, hefur gengt mikilvægu hlutverki fyrir landið síðustu áratugi. Hún er staðsett í miðju landinu, eða á milli Adríahafsins og Danube svæðisins. 2000 árum f.kr. var votlendið í nágrenni Ljubina numið af fólki sem bjó í forsögulegum viðarkofum. Fornleifafræðingar fundu þessa dvalarstaði ásamst ýmsun fornminjum, en merkilegast er elsta viðarhjóli í heiminum. Í dag eru þessir munir á heimsminjaskrá UNESCO. Á tímum Rómaveldis var borgin kölluð Emona en nafnið Ljubiana kom ekki fyrr en á 12. öld.
Bled Vatn
Við rætur Julian Alpanna er að finna Bled vatnið en í kringum það er stórmagnað umhverfi, umvafið fjöllum, fossum og skóglendi. Norðanmegin við vatnið er að finna Bled kastalann frá miðöldum. Í miðju vatninu er að finna eyju, en á henni miðri er gottnesk kirkja frá 17. öld skreytt myndum eftir öllum veggjum. Krikjan er iðulega sótt og er algengur brúðkaupsstaður. Samkvæmt hefð boðar það góða lukku að brúðguminn beri brúðurina upp stigana á brúðkaupsdaginn.
Dagskrá
-
add Dagur 1 – Komudagur
- Brottför frá Keflavík 07:45, flogið er með Icelandair til París og svo flogið áfram til feneyjar. Við komu eru farþegar fluttir með rútu til Bled-vatns í Slóveníu, rútuferðin er u.þ.b. 2 1/2 klukkustundir. svæðið er þekkt fyrir þægilegt veðurfar, heitar lindir og fjöllin sem umlykja það. Friðsælt umhverfið veitir tækifæri til að slaka vel á efir ferðalagið, áður en haldið er af stað í ævintýraferð á reiðhjólum.
- Innritun
- Slökun við Bled
- Kvöldverður og gisting við Bled
-
add Dagur 2 – Skemmtilegur dagur í Slóveníu; hjólaferð við Bled (35km)
- Annar dagurinn er kynningardagur. Við viljum kynnast ykkur og að þið kynnist okkur og hverju smáatriði sem tengist ferðinni sem framundan er. Bled-vatnið sem er umkringt Julian-ölpunum er sannkallaður gimsteinn í þessum hluta Evrópu og náttúrufegurðin allt í kring er sannarlega mögnuð. Fyrst fáið þið tækifæri til þess að prófa hjólin ykkar og síðan höldum við í hjólaferð um himneskar sveitirnar umhverfis Bled-vatn. Við stoppum til að hvíla okkur og til þess að þið fáið tækifæri til þess að meðtaka alla fegurðina og njóta þess að anda að ykkur tandurhreinu fjallaloftinu. Áður en haldið er aftur á hótelið munum við kynna ykkur fyrir þjóðlegum mat heimamanna.* Morgunverður* Kynning á því hvað bíður ykkar næstu 7 daga* Hjólaferð umhverfis Bled-vatn* Hádegisverður við Bled-vatn* Kvöldverður og gisting í Bled
-
add Dagur 3 – Kynning á Istria; hjólreiðar og vínsmökkun (35km)
- Þriðji dagur hefst á því að við förum frá Slóveníu um miðaldahöfnina Koper sem er þekkt fyrir Feneyjastílinn. Þaðan förum við til Istiria. Við leggjum upp frá ferðamannabænum Kanegra og fylgjum gömlum járnbrautarteinum til Parenzana. Á komandi dögum munuð þið sjá að Istria er iðandi af lífi og litum.
- Morgunverður
- Ferð til Kanegra og þaðan hjólað til Momjan
- Vínsmökkun í nágrenni Momjan
- Hjólað aftur til Umag
- Kvöldverður og gisting í Umag
-
add Dagur 4 - Oprtalj einstakur margbreytileiki sveita Istria (35 km)
- Fjórði dagurinn er áreiðanlega einn mest spennandi dagur þessarar ferðar. Við förum um ótrúlega fallega smábæi Istria og ferðalangar fá tækifæri til þess að bragða á mörgum þjóðlegum réttum Istria í þessu einstaka andrúmslofti. Leið dagsins liggur um rómantísk þorp Buje-héraðs og til Oprtalj sem er fagur bær sem einu sinni var mikilvæg miðstöð þessa hluta Istria. Nu er Oprtalj lítið þorp í fjallshlíð þaðan sem er magnað útsýni yfir nærliggjandi dali meðal annars dalinn sem áin Mirna rennur um en þar er kjörlendi hins rómaða hvíta trufflusvepps. Á heimleiðinni er svo hjólað um skógivaxnar fjallshlíðar.
- Morgunmatur
- Hjólaferð frá Buje til Oprtalj og aftur til baka
- Þjóðlegur hádegisverður í Oprtalj
- Kvöldverður og gisting í Umag
-
add Dagur 5 - Hvíldardagur; skoðunarferð um Poreč og Euphrasian-basilikuna
- Dagur 5 – Hvíldardagur; skoðunarferð um Poreč og Euphrasian-basilikuna
- Morgunmatur
- Ferð til Poreč og morgunganga með leiðsögumanni um gamla bæinn í Poreč
- Frjáls tími eftir hádegi
- Kvöldverður og gisting í Poreč
-
add Dagur 6 – Dagur í Istria; þjóðleg menning og matur (40 km)
- Sjötta daginn förum við í ferð til þorpsins Fabci sem er best þekkt fyrir istrianska uxann sem nefnist boškarin. Boškarin var notaður sem vinnudýr þar til fyrir um það bil 60 árum. Síðustu 15 ár hefur verið komið í veg fyrir útrýmingu boškarin með átaki yfirvalda og frumkvæði heimafólks.
- Morgunverður
- Hjólaferð um sveitir Istria til Fabci
- Smökkun og kynning er skipulögð í þorpinu
- Kvöldverður og gisting í Poreč
-
add Dagur 7 – Dagur við Adriahaf; útsýnissigling
- Sjöunda daginn verður farið í útsýnissiglingu á Adriahafinu þaðan sem meðal annars gefst færi á að horfa yfir bæinn Poreč af sjó og bragða á nýveiddum fiski sem er grillaður sérstaklega fyrir ykkur.
- Morgunverður
- Útsýnissigling – hádegisverður um borð
- Laus tími eftir hádegi
- Kvöldverður og gisting í Poreč
-
add Dagur 8 - Heimför
- Áttundi dagurinn er heimför. Farið verður í rútu til feneyjar og flogið kl 12:00 til París og svo áfram til Reykjavík lent kl 19:39.
- Morgunverður
- Rúta
- Flug