Kaupmannahöfn er höfuðborg Danmerkur og þar búa um ein milljón manns. Þessi einstaklega vinalega borg er nógu stór til að teljast stórborg, með fjöldan allan af verslunum, mikið menningarlíf og spennandi næturlíf. Um leið er þetta smáborg, örugg og auðvelt að skoða sig um án þess að týnast. Hinum megin við Eyrarsundið er Svíþjóð og Danmörk liggur því eins og brú á milli Skandinavíu og meginlands Evrópu. Hér blandast gömlu ævintýrin saman við nýtískulegan arkitektúr og hönnun á heimsmælikvarða, heitur jazz blandast við ískalt teknó í kjallaraklúbbi. Þér finnst eins og þú hafir séð allt á einum degi, en gætir auðveldlega skoðað þig um og séð nýja hluti svo mánuðum skipti.
Ef þú hefðir átt leið um Köben á 11. öld, værirðu staddur í rólegum litlum fiskibæ, með latar jórtrandi kýr á víð og dreif í kring. Elstu rituðu heimildir um staðinn eru frá 12. öld, þegar klerkurinn Saxo Grammaticus ritaði örfáar línur um staðinn og kallaði hann þar á dönsku Købmannahavn, sem síðar breyttist í København, en á íslensku helst gamla nafnið og við tölum um Kaupmannahöfn.
Einn frægasti Kaupmannahafnarbúi sögunnar hafði mikil áhrif á flesta gesti borgarinnar í æsku. Ævintýri H. C. Andersen hafa ferðast um allann heim og haft áhrif á menningu hvar sem þau hafa borið niður fæti. Andersen flutti til Kaupmannahafnar sem unglingur og bjó þar allt til æviloka. Sögur hans hafa verið þýddar á yfir 125 tungumál. Finna má þó nokkur söfn tileinkuð þessum merkilega manni í Kaupmannahöfn.
Það er alveg kjörið að byrja heimsókn hingað á því að þramma upp brekkuna að Sívalaturninum, sem er eitt af þekktari kennileitum borgarinnar. Þaðan er mjög gott útsýni um miðborgina. Ef þú vilt meira klifur og enn betra útsýni, þá er bara að rölta niður í Christianshavn og þramma upp hringstigann utanum turn Frelsiskirjunnar sem gnæfir eina 100 metra í átt til himins. Og fyrst þú ert kominn í þennan bæjarhluta, verðurðu að kíkja í Kristjaníu, með öllum sínum skrýtnu húsum og hippastemmingu. Aðrar fallegar byggingar má nefna, hið tilkomumikla Ráðhús og hin stórglæsilega Friðrikskirkja, eða Marmarakirkjan.
Danir eru eins og allir vita mikil bjórþjóð, með sína heimsþekktu lykilframleiðendur Carlsberg og Tuborg. Bjórkrár eru á hverju strái og hægt að velja á milli margra ólíkra tegunda.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Almennar upplýsingar
Danmörk er oft rómuð fyrir að vera eitt “grænasta” land heims. Á fáum stöðum notar fólk reiðhjól í sama magni og hér. Danir eru mjög duglegir að flokka rusl og hugsa almennt mjög vel um umhverfið. Þetta hafa þeir gert um svo langa hríð að nýjum kynslóðum er þetta í blóð borið.
Einn af þekktari skemmtigörðum heims er miðsvæðis í borginni. Tívolíið er ekki bara vel þekkt víða um heim, það er eitt af elstu skemmtigörðum heims. Sjálfur Walt Disney nefndi eitt sinn að danska Tívolíið væri fyrirmynd að Disney garðinum hans.
Þá er Dýragarðurinn einnig sá elsti í heiminum – skemmtilegur garður sem alltaf er gaman að heimsækja. Álíka heimsfrægt er Legoland í Billund, einstök skemmtun fyrir krakka á öllum aldri.
Tenging okkar Íslendinga við Danmörku er sterk, við eigum sögu með þessari merkilegu þjóð, ekki alltaf skemmtilega, og mörgum þykir til dæmis dönskukennsla í grunnskólum óþörf með öllu. En þrátt fyrir grín um kartöflu í kokinu, og fáranlega danska skipulagsþörf (að þurfa að bóka tíma í smá hitting yfir kaffibolla með minnst mánaðar fyrirvara), þá þykir okkur mjög vænt um Danmörku og Dani og höfum alltaf verið dugleg að ferðast þangað til lengri eða skemmri tíma. Af því að í Danmörku er gott að vera. Við elskum huggulegu dejligheitin. Sumrin þar eru oft svo miklu hlýrri en okkar, Kaupmannahöfn er frábær borg að heimsækja og margt fleira má nefna. Þetta er land með mikla og merkilega sögu og fornar byggingar því til staðfestingar, dásamlega skemmtigarða, og geggjaðan mat!
Við hjá Tripical mælum með heimsókn til Danmerkur, og erum tilbúin að aðstoða og skipuleggja ferðir þangað hvenær sem hentar.
Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og rúmlega 400 eyjum, þar af um 72 í byggð. Stærstu eyjarnar eru Sjáland og Fjón. Danmörk er eitt af minnstu löndum Evrópu, en þar búa þó tæpar 6 milljónir. Það hefur landamæri að Þýskalandi í suðri, en langa strandlengju, með Norðursjó í vestri og Eystrasalt í austri. Hún er lítil og flöt, en býður upp á sérstakt og fjölbreytt landslag með eyjum sínum og strandsvæðum, auk gróðursælla engja og skóglendis.
Snemma á miðöldum varð Danmörk öflugt konungsríki og átti í mörgum átökum við nágranna sína. Landið gegndi einnig mikilvægu hlutverki í Hansabandalaginu, öflugu viðskiptabandalagi borga í Norður-Evrópu. Á 16. öld gekk Danmörk í gegnum tímabil trúarlegra umbóta og tók upp mótmælendatrú. Landið hélt áfram að vaxa að völdum og áhrifum og stofnaði nýlendur í Karíbahafi og Vestur-Afríku. Á 19. öld varð Danmörk stjórnskipulegt konungsveldi og upplifði tímabil efnahagslegs og félagslegs vaxtar. Um leið gegndi landið lykilhlutverki í þróun nútíma lýðræðis og félagslegrar velferðar.
Ísland var dönsk nýlenda fram á 20. öld. Árið 1874 veitti Danmörk Íslandi stjórnarskrá með þingi, en við vorum þó áfram háð Danmörku. Árið 1944 lýsti Ísland sig sjálfstætt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá og forseta sem þjóðhöfðingja og Danir viðurkenndu sjálfstæði Íslands árið 1945.
Kaupmannahöfn er lífleg og heillandi borg, þar sem finna má frábæra hönnun, heimsklassa matargerð, töfrandi arkitektúr og ríkan menningararf. Fyrir áhugafólk um arkitektúr er æði margt að skoða, allt frá gömlum höllum og sögulegum byggingum við Nýhöfn, til módernískrar hönnunar óperuhússins. Og með orðspor sitt sem leiðandi borg í sjálfbæru líferni er í Kaupmannahöfn að finna einn umhverfisvænasta og nýstárlegasta arkitektúr í heimi. Matgæðingar fá nóg af tækifærum til að kæta bragðlaukana, því Kaupmannahöfn státar af heimsþekktri matargerð og nýstárlegri matarsenu. Þar eru fjölmargir Michelin-stjörnu veitingastaðir, auk matarmarkaða og staðbundinna kaffihúsa sem bjóða upp á dýrindis danskt sætabrauð. Þá er Kaupmannahöfn auðvitað frábær fyrir hjólreiðar og gönguferðir, með sína endalausu hjólastíga og gönguvæn svæði.
Þessi líflega háskólaborg er næststærsta borg Danmerkur og þekkt fyrir skemmtilega blöndu af nútíma arkitektúr og sögulegum byggingum. Gestir geta m.a. skoðað ARoS listasafnið í Árósum, útisafnið í gamla bænum og Ráðhúsið.
Mest þekkt fyrir tónlistarhátíðina sem þar hefur verið haldin árlega síðan árið 1971 og er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu, með yfir 130.000 gesti. En borgin sjálf er sögulega merkileg og þekkt fyrir glæsilegt Víkingaskipasafn, sem hýsir fimm upprunaleg víkingaskip. Gestir geta einnig skoðað hina töfrandi dómkirkju, sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Sögulega merkileg borg á Fjóni og fæðingarstaður hins fræga rithöfundar Hans Christian Andersen. Í borginni er skemmtilegt safn honum til heiðurs, falleg dómkirkja og sjarmerandi gamli bær.
Heillandi strandbær, staðsettur í norðurhluta Danmörku, frægur fyrir stórkostlegt landslag, blómlegt listalíf og einstaklega góða sjávarréttastaði.
Legoland
Þessi vinsæli skemmtigarður, staðsettur í bænum Billund, er tileinkaður Lego byggingarleikfanginu. Gestir geta skoðað mörg þemasvæði garðsins, farið í rússíbana og séð glæsilega Lego skúlptúra.
Møn
Lítil eyja við suð-austurströndina, þekkt fyrir töfrandi hvíta kletta, sem eru með þeim hæstu í Evrópu. Gestir geta gengið meðfram klettaslóðum og notið friðsæls sveitalandslags eyjarinnar.
Sögufrægur bær í vesturhluta Jótlands, elsti bær Danmerkur og þekktur fyrir vel varðveittan miðaldaarkitektúr. Dómkirkjan er mögnuð sem og heillandi gamla bæinn með steinhlöðnum götum og litríkum húsum.
Copenhagen Admiral Hotel býður upp á eina bestu staðsetningu Kaupmannahafnar. Hótelið er í friðuðu húsi frá 1780 sem var byggt við bryggjuna. Hótelið er við hlið konungshallarinnar í Amallienborg og á móti Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn.
Það má finna mjög góðan veitingastað á hótelinu þar sem boðið er upp á lífrænan mat, sem bragðast eins og algjör draumur.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hér er um að ræða nútímalegt 4-stjörnu hótel, staðsett í aðeins nokkura mínútna göngufjarlægð frá miðborg Kaupmannahafnar.
Það má finna á Radisson Blu Scandinavia hótelinu marga flotta veitingastaði, sá ítalski Filini, hinn japanski Kyoto og tælenski staðurinn Blue Elephant.
Þetta hótel er staðsett í “hip” hluta Vesterbro í um 5 mínútna göngufæri frá
Það er loftræsting og sjónvarp á öllum herbergjum og hárblásari inn á baðherbergjum.
Sjáðu meira um hótelið hér.