Kaupmannahöfn er höfuðborg Danmerkur og þar búa um ein milljón manns. Þessi einstaklega vinalega borg er nógu stór til að teljast stórborg, með fjöldan allan af verslunum, mikið menningarlíf og spennandi næturlíf. Um leið er þetta smáborg, örugg og auðvelt að skoða sig um án þess að týnast. Hinum megin við Eyrarsundið er Svíþjóð og Danmörk liggur því eins og brú á milli Skandinavíu og meginlands Evrópu. Hér blandast gömlu ævintýrin saman við nýtískulegan arkitektúr og hönnun á heimsmælikvarða, heitur jazz blandast við ískalt teknó í kjallaraklúbbi. Þér finnst eins og þú hafir séð allt á einum degi, en gætir auðveldlega skoðað þig um og séð nýja hluti svo mánuðum skipti.
Ef þú hefðir átt leið um Köben á 11. öld, værirðu staddur í rólegum litlum fiskibæ, með latar jórtrandi kýr á víð og dreif í kring. Elstu rituðu heimildir um staðinn eru frá 12. öld, þegar klerkurinn Saxo Grammaticus ritaði örfáar línur um staðinn og kallaði hann þar á dönsku Købmannahavn, sem síðar breyttist í København, en á íslensku helst gamla nafnið og við tölum um Kaupmannahöfn.
Einn frægasti Kaupmannahafnarbúi sögunnar hafði mikil áhrif á flesta gesti borgarinnar í æsku. Ævintýri H. C. Andersen hafa ferðast um allann heim og haft áhrif á menningu hvar sem þau hafa borið niður fæti. Andersen flutti til Kaupmannahafnar sem unglingur og bjó þar allt til æviloka. Sögur hans hafa verið þýddar á yfir 125 tungumál. Finna má þó nokkur söfn tileinkuð þessum merkilega manni í Kaupmannahöfn.
Það er alveg kjörið að byrja heimsókn hingað á því að þramma upp brekkuna að Sívalaturninum, sem er eitt af þekktari kennileitum borgarinnar. Þaðan er mjög gott útsýni um miðborgina. Ef þú vilt meira klifur og enn betra útsýni, þá er bara að rölta niður í Christianshavn og þramma upp hringstigann utanum turn Frelsiskirjunnar sem gnæfir eina 100 metra í átt til himins. Og fyrst þú ert kominn í þennan bæjarhluta, verðurðu að kíkja í Kristjaníu, með öllum sínum skrýtnu húsum og hippastemmingu. Aðrar fallegar byggingar má nefna, hið tilkomumikla Ráðhús og hin stórglæsilega Friðrikskirkja, eða Marmarakirkjan.
Danir eru eins og allir vita mikil bjórþjóð, með sína heimsþekktu lykilframleiðendur Carlsberg og Tuborg. Bjórkrár eru á hverju strái og hægt að velja á milli margra ólíkra tegunda.
Almennar upplýsingar
Danmörk er oft rómuð fyrir að vera eitt “grænasta” land heims. Á fáum stöðum notar fólk reiðhjól í sama magni og hér. Danir eru mjög duglegir að flokka rusl og hugsa almennt mjög vel um umhverfið. Þetta hafa þeir gert um svo langa hríð að nýjum kynslóðum er þetta í blóð borið.
Einn af þekktari skemmtigörðum heims er miðsvæðis í borginni. Tívolíið er ekki bara vel þekkt víða um heim, það er eitt af elstu skemmtigörðum heims. Sjálfur Walt Disney nefndi eitt sinn að danska Tívolíið væri fyrirmynd að Disney garðinum hans.
Þá er Dýragarðurinn einnig sá elsti í heiminum – skemmtilegur garður sem alltaf er gaman að heimsækja. Álíka heimsfrægt er Legoland í Billund, einstök skemmtun fyrir krakka á öllum aldri.
Hvað matargerð snertir, eru Danir þekktastir fyrir sitt gómsæta smörrebrød, en auk þess gera þeir purusteik betur en aðrir, og matreiða svínakjöt af mikilli list. Svo fær maður sér kaldan öl með, og ekki er ólíklegt að boðið sé upp á ákavítis snaps með.
Krónborgarkastali er líklega þekktastur danskra kastala, enda gegnir hann lykilhlutverki í Hamlet Shakespeare. Stórglæsileg bygging sem var heimili dönsku konungsfjölskyldunnar til loka 17. aldar.
Boðið er upp á skoðunarferðir um kastalann og auðvelt að mæla með því – innviðir kastalans eru sannarlega glæsilegir.
Copenhagen Admiral Hotel býður upp á eina bestu staðsetningu Kaupmannahafnar. Hótelið er í friðuðu húsi frá 1780 sem var byggt við bryggjuna. Hótelið er við hlið konungshallarinnar í Amallienborg og á móti Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn.
Það má finna mjög góðan veitingastað á hótelinu þar sem boðið er upp á lífrænan mat, sem bragðast eins og algjör draumur.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hér er um að ræða nútímalegt 4-stjörnu hótel, staðsett í aðeins nokkura mínútna göngufjarlægð frá miðborg Kaupmannahafnar.
Það má finna á Radisson Blu Scandinavia hótelinu marga flotta veitingastaði, sá ítalski Filini, hinn japanski Kyoto og tælenski staðurinn Blue Elephant.
Þetta hótel er staðsett í “hip” hluta Vesterbro í um 5 mínútna göngufæri frá
Það er loftræsting og sjónvarp á öllum herbergjum og hárblásari inn á baðherbergjum.
Sjáðu meira um hótelið hér.