Tónlistarborgin Vín með tilkomumiklum keisarahöllum, hallargörðum og heimsfrægum söfnum. Stórfenglegar byggingar og ómetanleg tónlistararfleið gömlu meistaranna Mozart, Beethoven og Schubert. Vín er lifandi nútímaborg og býður upp á einstaka menningu og matarupplifun.
Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til tónlistarborgarinnar Vínar. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.
Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum alltaf upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.
Fáar borgir brúa bil fortíðar og samtíðar jafn vel og heimsborgin Vín. Með sögufrægri umgjörð sinni og keisaralegri arfleið, þá er Vín lifandi nútímaborg með einstaka menningu. Fyrrum höfuðborg hinna valdamiklu keisara Habsborgaraættar sem byggðu hana upp af mikilfengleika og studdu við listir og tónlistarsköpun sér og keisaraveldi sínu til dýrðar.
Arfleið Habsborgarættarinnar er allsráðandi í glæstum byggingum og hinum fjölmörgu höllum Vínar. Hofburg höllin var aðsetur keisaraættarinnar í meir en sex aldir með hinum víðfræga spænska knapaskóla þar sem sérþjálfaðir hestar og knapar sýna enn listir sínar. Fjöldi safna og glæstra híbýla keisaraættarinnar er hægt að skoða í Hofburg höllinni og þar er einnig að finna hina keisaralegu kapellu þar sem drengjakór Vínar syngur í sunnudagsmessum.
Vín er þekkt sem borg tónlistarinnar með sína einstöku tónlistararfleið. Í Vín er mikill fjöldi tónleikahalla þar sem hægt er að njóta einstakrar tónlistarupplifunar eins og hins víðþekkta Musikverein sem er aðsetur Fílharmóníusveitar Vínar og hins stórglæsilega óperuhúss í Vín.
Íbúar Vínar eru þekktir fyrir að njóta gæða lífsins og leggja mikið upp úr góðum mat og drykk. Í borginni er lifandi kaffihúsamenning þar sem úrval gómsætra eftirrétta er á boðstólnum. Fjöldi vínbara framreiða hágæða austurrísk vín og gnæð er af fjölbreyttum veitingastöðum sem bjóða upp á allt frá gamalreyndum þjóðarréttum til framúrstefnulegs tilraunaeldhúss.
Hotel Am Schubertring is
next to Schwarzenberg Square on the Ringstraße boulevard, only a 5-minute walk from the State and the Kärntner Straße . All rooms are air-conditioned and offer .The elegant rooms at Hotel Am Schubertring feature a musical theme and include a flat-screen cable TV, a minibar, and tea and coffee-making facilities. Studios and suites provide a Nespresso coffee machine with a limited number of free capsules.
A varied breakfast buffet is available every morning.
The hotel is located on the 6th floor of the building. The reception and the lobby are located on the ground floor. All rooms and the breakfast room in the basement can be reached by lift.
The
Discounted day tickets for the parking garage at Beethovenplatz, a 2-minute walk away, are available at the reception.
Skoða heimasíðu hótels hér.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!