Flugáætlanir:
23.-27. apríl 2025
29. apríl-3. maí 2025
28. maí-1. júní 2025
Malmö er falleg borg á suðvesturhorni Svíþjóðar þar sem fjölbreytt og litríkt mannlíf, rík saga og fallegt borgarlandslag bjóða uppá áhugaverða dvöl fyrir þá sem borgina sækja. Innan gömlu virkisveggjanna og meðfram manngerðum sýkjum má sjá hvernig borgin hefur byggst upp í gegnum aldirnar, gamalt mætir nýju og fjölbreytt mannlíf og menning samtímans eiga skjól innan gamla borgarvirkisins.
Malmö býður upp á fjölbreytta flóru veitingastaða, stórkostleg söfn og sögufrægar byggingar sem hægt er að njóta í vinalegu og þægilegu umhverfi. Auðvelt er að hjóla um borgina og skoða bæði nýtískulegar byggingar og vel varðveittar byggingar frá fyrri tíma, heimsækja garða og græn svæði eða hjóla að sjónum.
Malmö stendur við strönd Eystrasaltsins og er þriðja stærsta borg Svíþjóðar á eftir höfðuðborginni Stokkhólmi á austurströndinni og Gautaborg á vestruströndinni. Malmö er stærsti þéttbýliskjarninn á Skáni þar sem bæði svíar og danir hafa ríkt í gegnum aldirnar, hérað með sterka sjálfsmynd, eigin fána og einkennandi málýsku sem íbúarnir eru stoltir af. Héraðið er þekkt fyrir frjósama jörð, ríka sögu og einstaka náttúru. Vegna legu sinnar er loftslag í Malmö milt, löng og hlý sumur og mildir vetur.
Næsti nágranni í suðri er höfuðborg Danmerkur, Kaupmannahöfn og auðvelt að komast á milli borganna með lest, rútu eða bát. Kaupmannahafnarflugvöllur-Kastrup er í næsta nágrenni og það tekur okkur 30 mínútur að ferðast yfir Eyrarsundsbrúnna með lest milli Kastrup-flugvallar og Malmö og 45 mínútur með rútu.
Í Malmö búa um 360 þúsund íbúar sem koma frá öllum heimsins hornum og litar þessi blanda mannlífið í borginni. Malmö státar af stórri flóru ólíkra veitingastað og er sú borg á Norðurlöndum þar sem flesta veitingastaði er að finna miðað við höfðatölu. Matur og drykkir eru á hagstæðara verði en hinumegin við sundið og af sem áður var þegar svíar flykktust yfir sundið til Kaupmannahafnar, til stórinnkaupa.
Malmö var ein stærsta iðnaðarborg Norðurlanda fyrr á tímum og við munum eftir nöfnum eins og Scania og Kockums en í dag eru tækni- og lyfjageirinn, ásamt verslun og þjónustu komin í stað skipasmíðastöðva og bílaverksmiðja.
Verslunarlífið í Malmö er fjölbreytilegt og aðgengi gott að innlendri hönnun og alþjóðlegum merkjavörum, lífstílsverslunum, hönnunarbúðum og verslunarmiðstöðvum.
Þetta hótel er í um 5 mínútna göngufjarlægð frá aðallestarstöð Malmö. Það er einnig í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá aðaltorgi og verslunarsvæði Malmö. Ókeypis Wi-Fi Internet er í boði.
Herbergi First Hotel Jörgen Kock er öll með nútímalegum innréttingum og kapalsjónvarpi. Einnig er boðið upp á setusvæði og skrifborð.
Veitingastaðurinn er í bistro-stíl og framreiðir morgunverðarhlaðborð og léttar máltíðir á kvöldin. Notalegur bar Jörgen Kock er með stórt flatskjásjónvarp og opinn arinn.
Starfsfólk hótelsins getur mælt með veitingastöðum og verslunum í nágrenninu. Västra Hamnen-höfnin og Dockan eru í um 700 metra fjarlægð frá hótelinu. Gestir geta farið í golf á golfklúbbi Malmö sem er í 5 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 7,6 og einkunn 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com.
Triangeln-verslunarmiðstöðinni og Triangeln-lestarstöðinni. Boðið er upp á ókeypis WiFi, veitingastað með bar og ókeypis aðgang að líkamsræktarstöð.
Öll herbergin á Quality Hotel The Mill eru með flatskjá með gervihnattarásum, skrifborð og straubúnað. Sum herbergi eru með sjávarútsýni.
Gestir geta notið daglegs morgunverðarhlaðborðs á hótelinu. Hádegisverður og à la carte-kvöldmatur eru í boði á veitingastaðnum Brasserie X.
Folkets-garðurinn er í 650 metra fjarlægð en bæði Lilla Torg og Stortorget eru í um 15 mínútna göngufjarlægð frá Quality Hotel The Mill. Malmö-flugvöllur og Kaupmannahafnarflugvöllur eru báðir í 30 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 8,1 og einkunn 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!