Flugáætlun:
2.-6. júní 2025
Margir tengja Brussel við bjúrókrasíu og þurra Evrópusambandsstjórnsýslu. Staðreyndin er þó að borgin er annað og miklu meira, hún er gullfalleg og stórskemmtileg, og þar má auðveldlega týna sér í merkilegri söguskoðun. Byggingarstíll er hér mjög fjölbreyttur og athyglisverð blanda af glæsileika, undarlegri sérvisku og hreinni niðurníslu. Þannig má finna á sama svæði steinsteypt stórhýsi frá miðri 20. öld, virðulegar 19. aldar byggingar í art deco stíl, nýtískulega glerskýjakljúfa, og alls staðar kviknar forvitni um hvað býr að baki. Í hjarta borgarinnar er svo sjálft Grand Place torgið umkringt sínum stórbrotnu miðaldarbyggingum, eitt tilkomumesta og flottasta torg í allri Evrópu að margra mati.
Eins og annars staðar hófst byggð hér aðeins með litlu þorpi við bakka árinnar Senne, en á seinni hluta 10. aldar fór svæðið að vekja meiri athygli, þegar Karl hertogi af Neðri-Lorraine gerði sér þar aðsetur. Með auknum fólksfjölda fór staðsetningin að skipta æ meira máli. Brussel stóð á krossgötum ýmissa verslunarleiða sem stuðlaði að vexti hennar, mikilvægi og styrk, og hún varð að miðstöð verslunar, þar sem vefnaðarvörur voru helsta söluvaran.
Borgin varð í aldanna rás bitbein hinna ýmsu þjóða. Hún var um tíma undir yfirráðum Spánverja, og seinna börðust Frakkland og Austurríki um völd þar. Það var svo árið 1830 sem belgíska byltingin hófst og í kjölfar hennar var Brussel krýnd höfuðborg hins nýja ríkis Belgíu, og þar sátu stjórnvöld þess. Leopold I, fyrsti konungur Belgíu stóð fyrir miklum endurbótum á borginni, eftir eyðileggingu fyrri átaka. Brussel stækkaði mikið og ört á 19. öld, þar risu 2 stórir háskólar og hún varð miðstöð fjármála og viðskipta í Belgíu. Um aldamótin 1900 var hún ein af helstu borgum Evrópu til að þróa með arkitektum hinn sérstaka Art Nouveau stíl, sem setur áberandi mark sitt á heildarsvip borgarinnar. Í dag er Brussel auðvitað helst þekkt sem höfuðborg Evrópusambandsins auk ýmissa stofnanna sem því tengjast.
Í Brussel ríkir blómstrandi menning, listalífið er fjölskrúðugt og spennandi og úrval fjölbreyttra veitingastaða mikið. Þar er sitthvað sem vert er að prófa, eins og hinar afar djúsí extra steiktu franskar, vöfflurnar klassísku með ísuðum sykri, og cinnamon speculoos sem eru hreinlega syndsamlega góðar. Brussel er einnig heilagur staður í augum bjóráhangenda, enda miðstöð klausturbjórmenningar Evrópu. Úrvalið af bjór í Brussel er satt að segja ótrúlegt, og bjórkrárnar hver annarri skemmtilegri í stíl og stemmingu. Borgin er tilvalinn fyrir fræðsluferðir af öllu tagi, þar sem auðveldlega má blanda saman fræðslu, sögu og menningu við góðan mat, skemmtilegt mannlíf, listir og leik.
Hotel ibis Styles Brussels Centre Stéphanie er staðsett á líflega svæðinu Louise og býður upp á hönnunargistirými með flatskjá og ókeypis WiFi, í 450 metra fjarlægð frá torginu Place Stéphanie. Hótelið er í 2 km fjarlægð frá Grand-Place og framreiðir morgunverð, kaffi, te og vatn í móttöku hótelsins.
Herbergin eru glæsileg en þau eru með nútímalega hönnun og bjóða upp á setusvæði, ísskáp og baðherbergi með sturtu.
Léttur morgunverður er borinn fram daglega í sameiginlega morgunverðarsalnum og ókeypis te- og kaffiaðstaða er í boði fyrir gesti yfir daginn. Einnig má finna fjölbreytt úrval af matsölustöðum, kaffihúsum og veitingastöðum í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá Hotel ibis Styles Brussels Centre Stéphanie.
Aðallestarstöð Brussel er í 7 mínútna akstursfjarlægð og veitir tengingar við allar stærstu borgir Belgíu. Gestir geta heimsótt Atomium, í 10 km fjarlægð frá hótelinu og stofnanir Evrópusambandsins, í 9 mínútna akstursfjarlægð. Flugvöllurinn í Brussel er í 15,5 km fjarlægð frá gististaðnum.
Hótelið fær 7.9 í einkunn á booking.com og 8.5 fyrir staðsetningu.
Novotel Brussels Centre Midi er staðsett við hlið Brussels-South lestarstöðvarinnar með Eurostar og Thalys flugstöðinni. Þar er að finna hljóðeinangruð herbergi, bar, 24 klukkustunda þjónustuborð og morgunverðarsal með útsýni yfir garðinn. Ókeypis WiFi er á öllum stöðum.
Nýlega endurnýjuð herbergin eru með nútímalegu innbúi og flatskjá með gervihnattarsjónvarpi. Loftræst herbergi á Novotel Brussels Centre Midi hafa vinnuborð og minibar. Herbergin eru innblásin af austurlenskum sið og eru lituð með bambus og svörtum lit.
Gestir geta fengið sér millibita eða hressilegan drykk á bar hótelsins sem er opinn daglega.
Novotel Brussels Centre Midi er í 15 mínútna göngufæri frá Manneken Pis-styttunni. Grand Place er í 20 mínútna göngufæri. Avenue Louise verslunarhverfið er aðeins 3 metrar frá Zuidstation Metro sem er í 170 metra fjarlægð frá hótelinu.
Hótelið fær 8.2 í einkunn á booking.com og 7.9 fyrir staðsetningu.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Belgía er staðsett í Vestur-Evrópu og á landamæri að Hollandi í norðri, Þýskalandi í austri, Lúxemborg í suðaustri og Frakklandi í suðri og vestri. Auk þess á Belgía strandlengu við Norðursjó. Heiðurinn að nafninu Belgía á sjálfur Júlíus Cesar, en hann réðist með sínum ósigrandi rómverska her inn í landið á fyrstu öld f. Kr. og tók þar völd. Fram að því hafði landið verið byggt ýmsum keltneskum þjóðflokkum, sem Cesar kallaði einu nafni Belgae. Finna má rústir og fornminjar sem varðveist hafa frá þeim tíma, og er elsti bær Belgíu, Tongeren, kjörinn áfangastaður fyrir þau sem leita að slíku.
Belgía liggur á mörkum germönsku og rómönsku Evrópu, og segja má að sú staðreynd móti þetta fjölbreytta land. Það skiptist í raun í nokkra hluta sem hver og einn ber sín sérkenni, hefur sitt eigið tungumál, eigin hefðir og menningarlíf. Meginsvæðin eru þrjú: Flæmingjaland, þar sem töluð er hollenska og flæmska, Vallónía, þar sem tungumálið er franska, og svo sjálf höfuðborgin Brussel, þar sem öll áðurnefnd tungumál ásamt þýsku, eru töluð. Margar af borgum Belgíu eru mjög skemmtilegar og sjarmerandi hver á sinn hátt. Má þar til dæmis nefna hina líflegu og töfrandi Antwerpen, miðaldaborgina Gent og Brugge, sem heillað hefur marga gesti með sínum fallegu byggingum, steinhlöðnu strætum og hlýlega andrúmslofti.
Þegar út fyrir borgirnar er komið taka sveitir Belgíu við, þar sem auðveldlega má gleyma sér í dásamlegri náttúruskoðun. Ardennes svæðið er dæmi um vinsælt útivistarsvæði þar sem finna má skemmtilegar gönguleiðir um gróskumikla skóga, hjólreiðar og siglingar um ár og vötn.
Eins og við er að búast er menningarlíf í Belgíu ansi fjölbreytt, enda byggt á samruna flæmskra, franskra og germanskra hefða, sem er mjög áhugaverð blanda. Landið er þekkt fyrir klassíska tónlistararfleifð sína, en ekki síður fyrir fjölbreytta senu í samtímatónlist á borð við raftónlist og djass. Í borginni Gent fer til dæmis árlega fram hin alþjóðlega virta djasshátíð Gent Jazz Festival, og trekkir að djassgeggjara víða um heim. Sama má segja um myndlist, Belgar eiga mörg stór nöfn í listasögunni, en leggja um leið ríka áherslu á að hlúa að nútímalist af ýmsu tagi.
Hér er matargerð líka fjöbreytt og að miklum hluta í heimsklassa. Hinn silkimjúki belgíski bjór er af mörgum talinn sá allra besti í heimi, en auk þess er matargleði órjúfanlegur hluti af menningu Belga. Súkkulaðið, vöfflurnar og frönskurnar hafa öll hlotið heimsathygli og hróður, en óhætt er að mæla með góðri vettvangskönnun á veitingastaði allt í kringum landið. Þar má fastlega búast við miklum gæðum, eðal hráefni, ljúfengum réttum og notalegri stund.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!