Allir þekkja hina dýrlegu Amsterdam, og þangað hafa margir skroppið til að upplifa þá hugljúfu, og stundum ansi fjörugu stemmingu, sem þar ríkir. En Amsterdaman býður þó ekki einungis upp á huggulegheit eða hressilega skemmtun. Borgin á sér gríðarlega merkilega fortíð og þar má heldur betur sökkva sér í áhugaverða söguskoðun.
Byggð á svæði borgarinnar má rekja allt aftur til 9. aldar en upphaf Amsterdam er samt sem áður yfirleitt miðað við stíflu sem byggð var við mynni árinnar Amster seint á 12. öld. Þaðan hefur borgin einmitt nafn sitt, sem þýðir einfaldlega ,,stíflan í Amster“. Næstu aldir óx hún og dafnaði og fór að skipa sér sess sem mikilvæg viðskipta- og hafnarborg. 17. öldin er oft nefn gullöld Hollands, en hún einkenndist af mikilli uppsveiflu og landið varð á þeim tíma efnahagslegt stórveldi. Amsterdam naut góðs af þeirri gósentíð, þar reis alþjóðleg höfn og hið hollenska Austur-Indíafélag, sem var stórt viðskiptaveldi þess tíma, stofnaði höfuðstöðvar sínar í borginni, sem stuðlaði verulega að velmegun hennar. Þar reis líka fyrsta kauphöll landsins og borgin þróaðist í framúrskarandi miðstöð fjármála- og viðskiptalífs. Einnig fylgdi góðærinu mikil gróska í listum og vísindum, fram stigu málarameistarar á borð við Rembrandt og Vermeer og settu ómetanlegt mark sitt á menningarlandslag borgarinnar.
Hin einstöku síki Amsterdam, voru að mikum hluta lögð 17. öld, og þjónuðu bæði hagnýtum og fagurfræðilegum tilgangi, því þau auðvelduðu samgöngur og bættu um leið við einstakan sjarma borgarinnar. Í dag er síkishringurinn í Amsterdam á heimsminjaskrá UNESCO, sem vitnisburður um byggingar- og verkfræðikunnáttu á þeim tíma. Á 19. og 20. öld stækkaði borgin enn frekar, og mörg ný hverfi voru skipulögð og byggð, bæði inni í borginni og á jöðrum hennar.
Eins og margar borgir Evrópu fékk Amsterdam að kenna á því myrkri og ófögnuði sem fylgdi síðari heimsstyrjöldinni, og íbúar hennar gengu í gegnum mikla erfiðleika. Heimili Önnu Frank, þar sem hún og fjölskylda hennar faldi sig í stríðinu stendur sem minnisvarði og þörf áminning um þann óhugnanlega kafla í sögu borgarinnar, en árið 1960 var húsinu breytt í safn sem margir skoða.
Holland á sér langa hefð fyrir frjálshyggju og umburðarlyndi, og Amsterdam ber þess sannarlega vitni. Nýsköpun og sjálfbærni eru í hávegum höfð, hjólreiðar eru afar vinsælar og stór þáttur í nútímalegum karakter borgarinnar, með fjölmörgum hjólastígum og brautum um hana alla. Þá er einnig mikill metnaður lagður í að varðveita sögulega arfleifð, þar er mikið af áhugaverðum söfnum, og byggingum sem fá að halda sínum forna sjarma. Sem dæmi um helsta aðdráttarafl staðarins má nefna Rijksmuseum sem státar af stóru safni hollenskrar gullaldarlistar, Van Gogh safnið og Dam torgið (Dam Square) þar sem konungshöllin og fyrrum ráðhús eru staðsett.
Amsterdam er kjörinn staður fyrir fræðsluferðir af ýmsu tagi, þar er andrúmsloftið afslappað, umhverfið hrífandi og saga og menning allt umlykjandi. Amsterdam er æðislegur áfangastaður.
Courtyard by Marriott Amsterdam Arena Atlas er staðsett í viðskiptahverfinu í Amsterdam og býður upp á bar og rúmgott anddyri sem er skreytt með einkennisstiga hótelsins.
Hvert herbergi er með skrifborði, loftkælingu og minibar. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi sem er búið sturtu, hárþurrku og ókeypis snyrtivörum. Courtyard by Marriot Amsterdam Arena Atlas býður einnig upp á sólarhringsmóttöku og bar og ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á hótelinu.
Gestir geta notið bragðsins af Ítalíu á veitingastað hótelsins Ristorante 51 – Italian Kitchen en staðurinn býður upp á fallega verönd þar sem gestir geta notið matarins.
Hótelið er staðsett við hliðina á Amsterdam Arena, 5,2 km frá Amsterdam RAI og Schiphol-flugvöllurinn er í 13 km fjarlægð.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Holland, af sumum þjóðum kallað Niðurlönd, er fallegur og skemmtilegur áningastaður í norðanverðri Evrópu. Það er helst þekkt fyrir fallegt landslag, túlípanana sína og sólblómin, en einnig á landið sér langa og mikla sögu, sem fornar byggingar bera glöggt vitni um. Í dag er Holland frjálslynt fjölmenningarlegt þjóðfélag, og heimsókn þangað er bæði áhugaverð og skemmtileg upplifun.
Almennar upplýsingar:
Holland er að stórum hluta sléttlendi, og verulegur hluti þess liggur undir sjávarmáli. Vindmyllur eru eitthvað sem margir tengja við landið, enda má sjá þær all víða og flestar eru þær notaðar til að dæla vatni úr því mikla votlendi sem Holland er. Önnur vel þekkt hollensk táknmynd eru túlípanarnir, en landsmenn hafa í aldaraðir haft mikla ást á þeim fallegu blómum. Í dag eru Keukenhof garðarnir (stundum nefndir Gardens of Europe) einn helsti vitnisburður um áhuga Hollendinga á túlípönum og annarri blómarækt. Garðarnir eru staðsettir nærri bænum Lisse, í um 35 km fjarlægð frá Amsterdam, og þykja með fallegustu skrúðgörðum Evrópu.
Holland hefur vakið eftirtekt umheimsins fyrir umburðarlyndi sitt og frjálslynda stefnu í ýmsum málum. Þannig var það fyrsta landið í heiminum til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra árið 2001, og aðferðir yfirvalda í afglæpavæðingu eiturlyfja, vændis og líknardrápa hefur vakið alþjóðlega athygli. Höfuðborgin Amsterdam er oft í fararbroddi hinnar framsæknu stefnu, sem hefur gert hana að spennandi áfangastað fyrir ferðamenn sem leita að einstakri og öðruvísi upplifun.
Hjólreiðar eru órjúfanlegur hluti af hollenskri menningu og þær eru vinsæll ferðamáti bæði hjá heimafólki og gestum. Borgir og bæir og innviðir allir eru mjög hjólavænir, og landið státar af víðfeðmu neti hjólastíga. Það má því alveg mæla með hjólaflakki um landið, sem veitir öðruvísi upplifun og einstaka sýn á fegurð Hollands og sjarma.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er háð ferðadagsetningum hverju sinni. Dagskrá sem er innifalin í starfsferðum Tripical eru vinnustaðarheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hvers hóps.
Starfsferðir eru hálfgert dómínó og ekki alltaf ljóst hvað er hænan og hvað er eggið. Að því sögðu þá þekkjum við viðmið til að fá styrk og hvaða gögn þið þurfið. Það getur tekið okkur tíma að fá fullnægjandi gögn en við höfum fengið A+ í kladdann hjá sjóðunum og komið öllum út sem hafa tekið tilboði frá okkur. Við leggjum alltaf mikið upp úr fræðsluhlutanum og reynum að gera ferðina ykkar gefandi, áhugaverða sem og skemmtilega.
Áður en fræðslufúsir ferðalangar leggja í hann, fær forsvarsmanneskja hópsins nákvæma dagskrá og öll nauðsynlegum gögn sem tengjast ferðinni. Svo bara læra, lifa og njóta!