Sjá skipulagða fræðsluferð til Stokkhólms 25.-29. október 2023 hérna.
Ein fallegasta borg Norðurlandanna í glæsilegu náttúrulegu umhverfi með öllum sínum görðum, brúm og eyjum. Stokkhólmur er nútímaleg borg með merkilegan sögulegan kjarna. Stokkhólmur býður upp á frábærar mathallir, stórkostleg söfn og sögufrægar byggingar sem hægt er að njóta í vinalegu og þægilegu umhverfi.
Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til vinalegu söguborgarinnar Stokkhólms. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.
Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og merka staði og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum alltaf upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.
Í Stokkhólmi er engin skortur á menningargersemum sem prýða alla borgina. Elsta hverfi borgarinnar er eins og klippt úr sögubók með glæsilegri konungshöll, hellulögðum götum og miðaldarbyggingum og er án efa einn mest sjarmerandi og óaðfinnalega varðveitti sögulegi miðbær Evrópu. Um gervalla borg eru heimsklassa söfn og gallerí sem fræða og heilla. Allt frá ómetanlegum fjársjóðum víkinda og sokkins herskips til Abba búninga og samtímalistar.
Nágrannasveitir Stokkhólms búa yfir gnægð af hágæða afurðum og því er það ekki furða að matargerð er mikil ástríða í borginni. Matargerð í Stokkhólmi er í góðum takti við tísku umheimsins og meðtekur með opnum örmum alla nýbreytni í matargerð og matarlífstíls Allt frá hráfæði og acai morgunverðarskálum til sjálfbærs staðbundins matarlífsstíls. Að sama skapi eru hefðbundnir þjóðarréttir auðfáanlegir. Hvort sem það er steikt síld, gómsætar kjötbollur eða smurt brauð, þá eru hefðir virtar og oft framreiddar á nýstárlegan hátt af hálfu nýrri kynslóðar framúrstefnulegra kokka í Stokkhólmi.
Stokkhólmur er afslöppuð borg og á réttan hátt. Þrátt fyrir að borgin dreifist á 14 eyjar, þá er hún einstaklega samheldin og auðvelt að skoða hana fótgangandi. Brýr tengja flestar eyjarnar saman og ferjur og neðanjararlestir ná til hinna. Almenningssamgöngur eru öruggar, þægilegar og skilvirkar og ná til allra svæða borgarinnar og nágrannasveita. Aðgengi fyrir fatlaða er einnig til fyrirmyndar og allar götumerkingar auðskiljanlegar.
Svíar hafa gott vit á hönnun og sænsk hönnun er þekkt um allan heim. Í Stokkhólmi skiptir góður stíll máli og það má jafnvel sjá að á látlausustu kaffihúsum er umhverfi og borðbúnaður útpældur með áherslu á góðan stíl og hönnun. Um borgina má finna fjöldan allan af hátískuverslunum, vinnustofum, hönnunarverslunum, vintage-búðum sem bjóða upp á allt frá heimagerðu handverki og götutísku til heimsþekkra hönnunarmerkja.
One of our top picks in Stockholm.The stylish Hotel is 300 m from Rådmansgatan Metro Station and the Stockholm Observatory. It offers traditional Swedish cuisine and free Wi-Fi.
Each individually designed room features the best in modern lighting and décor. All have a TV, minibar and comfortable armchairs. Guests have access to tea/coffee making facilities.
Birger Jarl’s restaurant offers a menu with a variety of Swedish dishes, while the stylish lobby bar provides lighter meals in a casual setting.
Stureplan, Stockholm’s nightclub and shopping district, is a 10-minute walk away. Staff will gladly help guests with directions or recommend local attractions such as the Strindberg Museum.
Skoða heimasíðu hótels hér.
Dagskrár hverrar fræðsluferðar er alltaf háð ferðadagsetningum hverju sinni og því er hér eingöngu um tillögu að dagskrá að ræða.
Dagskrá sem er innifalin í fræðsluferðum Tripical eru skólaheimsóknir/fræðsla sem er sniðin að þörfum hópsins. Að auki útbúum við eftir óskum skemmtidagskrá fyrir maka meðan á skólaheimsókn stendur.
Við bjóðum einnig upp á að skipuleggja fjölbreytta viðbótardagskrá eftir séróskum hvers skólahóps. Hvort sem það eru ferðir á söfn, viðburði, tónleika, íþróttaleiki, leiðsögn um borgina eða sameiginlegur kvöldverður og árshátíðarskemmtun, þá erum við ávallt tilbúin til þess gera ferðina ykkar eins eftirminnilega og skemmtilega og mögulegt er.