Skip to content
  • Umsagnir
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Umsagnir
Sjá myndir
  • Ferðalýsing

Aðventuferðir fyrir hópa til til Helsinki 🌼

Lengd ferðar:
4 dagar / 3 nætur
Land:
Finnland
Gjaldmiðill:
Evra

Helsinki er nútímaleg stórborg umlukin hafi, vötnum og fallegri náttúru. Helsinki er borg hönnunar og nýsköpunar með sérstakri samsuðu byggingarstíla. Hljóðlát og vingjarnleg með ýmsum furðulegheitum, finnskri gufu og eitt besta og framsæknasta skólakerfi heims.

Tripical býður kennurum og öðru starfsfólki skóla upp á fræðandi og skemmtilega kennaraferð og skólaheimsókn til hönnunarborgarinnar Helskinki. Þar munum við kynnast frábrugðnu skólakerfi í glæsilegu umhverfi og fræðast um áhugaverða sögu og menningu ásamt góðum skammti af skemmtun. Í skólaheimsóknum okkar leggjum við alltaf áherslu á að heimsækja áhugaverða skóla sem eru leiðandi í kennslu, hver á sínu sviði.

Við bjóðum upp á margar fræðandi kynnisferðir um borgina og erum alltaf tilbúin til að skipuleggja skemmtilega viðbótardagskrá og kynnisferðir eftir séróskum hvers hóps. Við hjá Tripical viljum einnig að makar séu velkomnir með í kennaraferðir okkar og því bjóðum við mökum upp á sérstaka skemmtidagskrá meðan á skólaheimsóknum stendur svo allir geti notið ferðarinnar sem mest.

Hönnunarsena

Finnland er frægt fyrir glæsilega og hagnýta nútímahönnun og vörumerki Marimekko og Iittala eru heimsþekkt. Frumkvöðlar hönnunar á 20. öld, á borð við Alvar og Aino Aalto, lögðu grunninn að þessu orðspori Finna og enn í dag er höfuðborgin miðstöð finnskrar sköpunargáfu. Hönnunarsena Helsinki er ein sú líflegasta í heiminum í dag og hefur áhrif víða um heim. Í hönnunarhverfi Helsinki er gnægð verslana og vinnustofa, og þar er einnig að finna hönnunarsafn borgarinnar.

Byggingarfræðileg nýbreytni

Nýstárlegur byggingarstíll Helsinki dró lærdóm sinn af hönnunarsenu borgarinnar og fjöldinn allur af perlum nútímahönnunar prýða borgina, eins og Kiasma nýlistasafnið og tónleikahöllin Musiikkitalo. Í Helsinki náði módernisminn nýjum hæðum með byggingarfræðilegri hönnun Alvar Aalto sem sést vel í Akateeminen Kirjakauppa og tónleikahöllinni Finlandia Talo ásamt hinni stórbrotnu klettakirkju Temppeliaukio, sem er hönnun Timo og Tuomo Suomalainen. Í heildarsýn borgarinnar gætir fjölda áhrifa fyrri tíma þar sem byggingar nýlistar, klassíkur og fúnktíónalisma blandast saman við áhrif ný-endurreisnar og ný-klassíkur með býzönskum áherslum.

Finnsk matargerð

Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt. Í Helsinki er fjöldi sælkeraveitingastaða, hefðbundinna veitingastaða og nýstárlegra bistróa og þar er einnig markaðshúsið Kauppahalli sem býður upp á fjölbreytni af finnskum sælkeravörum og árstíðabundinni uppskeru.

Náttúrulegt umhverfi

Helsinki er sannarlega nútímaleg stórborg en umhverfi hennar er stórbrotin náttúrufegurð sem auðvelt er að nálgast hvaðanæva úr borginni. Náttúran í kringum Helsinki býður upp á fjölmarga möguleika til náttúruskoðunar og afþreyingar allan ársins hring. Hvort sem það er að sigla um eyjar umhverfis borgina, ganga um strendur, fallega garða eða villt skóglendi þá er ósnortin náttúru ávallt steinsnar frá borginni. Á veturna þegar hafið frýs og snjórinn tekur yfir er tilvalið að skella sér á skíði, skauta eða veiða í gegnum ísilagt hafið umhverfis borgina og hlýja sér í finnskri gufu með reglulegu ísbaði.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Hönnun á heimsmælikvarða
  • favorite
    Æðislegur miðbær
  • favorite
    Vellíðan í sánu
  • favorite
    Finnsk matargerð

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • 3 nætur á hóteli í miðbæ Helsinki
  • 20 kg innritaður farangur
  • Morgunmatur
  • Rútur til og frá flugvelli

Ekki innifalið

  • Hádegismatur og kvöldmatur

Vel staðsett

Scandic Park Helsinki 4* eða sambærilegt

Scandic Park Helsinki snýr að Töölö-flóanum og er 600 metra frá Finlandia Hall, sem Alvar Aalto hannaði. Hótelið býður upp á ókeypis WiFi og ókeypis innisundlaug og aðgang að gufubaði. Aðaljárnbrautarstöðin í Helsinki er í innan við 15 mínútna göngufjarlægð.

Herbergin á Scandic Park Helsinki eru þægileg og eru með minibar, gervihnattasjónvarp og upphitað beðherbergisgólf.

Restaurant Famu leggur áherslu á lífrænt hráefni og framreiðir alþjóðlega rétti með nútímalegu ívafi. Vistvæna morgunverðarhlaðborðið býður upp á 101 morgunverðarvalkost sem veita orku og ferskt Fairtrade-kaffi er í boði öllum stundum.

Þakverönd með heitum einkapotti og gufubaði er hægt að bóka á staðnum ásamt nudd- og heilsulindarmeðferðum. Nútímaleg líkamsræktaraðstaða er í boði á líkamsræktarstöð í nágrenninu.

Hótelið fær 8,3 í einkun á booking.com og 8,9 í einkun fyrir staðsetningu.

23. – 26. nóv 2023
Verð frá 109.990 kr. á mann í tveggja manna herbergi
Verð frá 144.990 kr. á mann í einstaklingsherbergi
30.nóv – 3.des 2023
Verð frá 124.990 kr. á mann í tveggja manna herbergi
Verð frá 164.990 kr. á mann í einstaklingsherbergi
7. – 10.des 2023
Verð frá 99.990 kr. á mann í tveggja manna herbergi
Verð frá 129.990 kr. á mann í einstaklingsherbergi
(ATH! verðin hér að ofan miðast við gegni dagsins í dag og geta því breyst)

Gistu í hjarta Helsinki

Original Sokos Hotel Presidentti Helsinki 4* eða sambærilegt

Þetta 4* hótel er í aðeins 3 mínútna göngufjarlægð frá Kamppi-verslunarmiðstöðinni og 500 m frá aðaljárnbrautarstöð Helsinki. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi, veitingastað í bistro-stíl og afnot af gufubaði með sundlaugarsvæði og líkamsræktarstöð.
Öll herbergin á Original Sokos Hotel Presidentti eru með minibar, straubúnaði og loftkælingu. Öll herbergin eru einnig með te/kaffiaðstöðu með vatnskatli.

Bistro Manu Restaurant sérhæfir sig í nútímavæddum bistroklassíkum.

Hótelið fær 8,4 í einkun á booking.com og 9,4 í einkun fyrir staðsetningu.

23. – 26. nóv 2023
Verð frá 124.990 kr. á mann í tveggja manna herbergi
Verð frá 164.990 kr. á mann í einstaklingsherbergi
30.nóv – 3.des 2023
Verð frá 149.990 kr. á mann í tveggja manna herbergi
Verð frá 214.990 kr. á mann í einstaklingsherbergi
7. – 10.des 2023
Verð frá 119.990 kr. á mann í tveggja manna herbergi
Verð frá 154.990 kr. á mann í einstaklingsherbergi
(ATH! verðin hér að ofan miðast við gegni dagsins í dag og geta því breyst)

Holiday Inn Helsinki City Centre, an IHG Hotel 4* eða sambærilegt

Holiday Inn Helsinki City er staðsett við hliðina á aðallestarstöðinni í Helsinki. Herbergin eru loftkæld, með ókeypis WiFi og flatskjá. Afþreyingaraðstaðan felur í sér gufubað og líkamsræktarstöð.

Öll herbergin á Helsinki City Centre Holiday Inn eru í skandinavískum stíl og eru með viðargólfum, minibar og te-/kaffiaðstöðu.

Í opnu móttökunni á hótelinu geta gestir unnið, hitt félaga sína eða slakað á og fengið sér kaffibolla. Hressandi drykkir og hressing eru í boði allan sólarhringinn. Hægt er að slaka á og spila fótboltaspil eða horfa á sjónvarpið í móttökunni.

Hótelið fær 8,5 í einkun á booking.com og 9,7 í einkun fyrir staðsetningu.

23. – 26. nóv 2023
Verð frá 129.990 kr. á mann í tveggja manna herbergi
Verð frá 179.990 kr. á mann í einstaklingsherbergi
7. – 10.des 2023
Verð frá 109.990 kr. á mann í tveggja manna herbergi
Verð frá 144.990 kr. á mann í einstaklingsherbergi
(ATH! verðin hér að ofan miðast við gegni dagsins í dag og geta því breyst)
Verð frá 109.990 kr.
(Á mann í tveggja manna herbergi)

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Persónuverndarstefna

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT