- Tripical

Okkur er mikill heiður að fá að kynna betur fyrir starfsfólki Deloitte þrjá framúrskarandi áfangastaði – Dubrovnik í Króatíu, Varsjá í Póllandi og Brighton á Englandi. Ólíkir staðir sem hver um sig hafa stóra kosti og hlotið hafa einróma lof farþega sem þangað hafa lagt leið sína.

Fátt er betra en að skipta aðeins um umhverfi og njóta lífsins í góðum félagsskap. Fagfólk Tripical þakkar tækifærið og hlakkar til að gera ferð starfsfólks Deloitte og gesta þess ekki bara eftirminnilega heldur líka þægilega. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvern stað fyrir sig og þau hótel sem þið komið til með að gista á. Ykkur er velkomið að senda okkur spurningar á deloitte@tripical.com.

Varsjá – Pólland     Kr. 126.990 á mann í tvíbýli

Varsjá er ansi merkileg borg. Merkileg að því leytinu til að hún hefur yfir sér sama sjarma og flestar miðaldaborgir Evrópu. Varsjá var lögð í rúst í Seinni heimsstyrjöldinni. Rúst með stóru “erri” því níu af hverjum tíu byggingum í borginni voru jafnaðar við jörðu. Engin önnur borg fékk sömu útreið, ekki einu sinni Dresden í Þýskalandi. það er þvi stórkostlegt er að sá sem heimsækir Varsjá í dag verður þess hvergi var.

Varsjá er höfuðborg Póllands og hefur tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum en þó eimir enn töluvert af sovéskum áhrifum, en heillandi er hún. Ef það er eitthvað sem sérstaklega fangar athygli gesta er það mögulega hvernig kapítalismi hefur greinilega flætt yfir borgina á miklum hraða. Borgarskipulagið er því á köflum eins og út úr kú með nýtísku glerbyggingar við hlið aldinna halla í barrokkstíl. Svipuð þróun virðist halda áfram. Því er erfitt að sjá þá Varsjá sem heimsótt var fyrir tíu árum og líkur á að eftir tíu ár verði erfitt að sjá Varsjá dagsins í dag.

Það er ótalmargt hægt að gera til að stytta sér stundir í Varsjá. Fyrir utan fjölda kaffihúsa, bara og veitingahúsa þar sem hægt er að tilla sér og bara fylgjast með iðandi mannlífinu er hægt að skoða borgina með ýmsum hætti. Á tveim jafnfljótum, undir leiðsögn eða á eigin vegum. Hægt er að stökkva upp í gamla Fíat, á Segwayhjól, rafskutlu eða reiðhjól. Verslun er með ágætum og verðlagið fínt. Matur og drykkur kostar lítið. Ég meina, Kebab og kók á 350 kall. Toppiði það!

Áhugaverðar staðreyndir

  • Hagstætt verð á mat og drykk
  • Ágætur staður til að versla á
  • Frábær matarupplifun
  • Mikil saga og menning

[soliloquy id=”6974″]

Marriott Warsaw *****

Fimm stjörnu lúxus hótel í hjarta Varsjár með magnað útsýni yfir borgina. Staðsett 400 metra frá Złote Tarasy verslunarmiðstöðinni. Á hótelinu er nokkrir barir, meðal annars sportbar og veitingastaðir eins og til dæmis Parmizzano’s sem er einn vinsæll ítalski veitingastaðurinn í Varsjá. Auðvitað er þarna  líka líkamsræktaraðstaða, sauna, sundlaug, nuddstofa og spilavíti. Á booking.com fær hótelið 8,9 í heildareinkun og 9,5 fyrir staðsetningu.

[soliloquy id="6969"]


Dubrovnik – Króatía     Kr. 159.990 á mann í tvíbýli

Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ sem í dag er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Fjöldi skoðunarferða er i boði og einkar vinsælt að þræða tökustaði Game of Thrones þáttanna.

Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda íbúa fyrir árásum meðal annars Rómverja í gegnum aldirnar. Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag má vart sjá að þarna hafi mikið gengið á. Byggingarstíllinn í Dubrovnik er einstakur, náttúrufegurð Króatíu stórbrotin og Adríahafið töfrandi. Umhverfið er algjört augnkonfekt.

Áhugaverðar staðreyndir

  • Stór hætta á góðu veðri
  • Blágrænt Adríahafið
  • Fjölbreyttar gönguleiðir
  • Game of Thrones tökustaðir
  • Rólegt og rómantískt

[soliloquy id="6959"]

Hótel CROATIA *****

Fimm stjörnu hótel staðsett í Caviat við ströndina. Það er auðvelt að slaka á og njóta lífsins. tvær strandir, tvær sundlaugar, heilsulind og frábært útsýni yfir Dalmation strandlengjuna. Frá hótelinu eru nokkrar gönguleiðir meðfram strandlengjunni. Á hótelinu eru einnig veitingastaðir, meðal annars steikhús og barir. Dubrovnik er í ca. 20 mínútna akstursfjarlægð og 30 mínútur með taxibát. Hótelið fær heildareinkunina 8,9 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com.

[soliloquy id="6954"]

Cavtat

Hótel Croatia stendur á kletti skammt fyrir ofan krúttlega þorpið Cavtat við fallega vík. Nesin beggja vegna eru þakin skógi og rétt um 7 km langur göngustígur liðast eftir ströndinni. Bærinn hefur mikinn sjarma og sama má segja um blágrænt hafið þar sem fiskibátar og snekkjur liggja við ból.

Í þorpinu búa um tvö þúsund manns og ekki mikill asi á fólki en það iðar af lífi á daginn og fram á kvöld. Mjög blandaður hópur fólks sækir í verslanir, matsölustaði og bari sem raða sér meðfram ströndinni. Þar er hægt að setjast niður og virða fyrir sér margbreytileika umhverfisins, stinga sér til sunds í sjónum, prófa staðbundna rétti heimamanna og gæða sér á lífsins veigum. Ýmisleg hefðbudnin afþreying er í boði en það er algjörlega sígilt að taka röltið, hvort sem er að degi eða kvöldi en þarna fer enginn í háttinn klukkan átta.

[soliloquy id=”7006″]

Hér er svo ágætt myndband um Cavtat frá kollegum okkar hjá Very Nice Travel


Brighton – England     Kr. 119.990 á mann í tvíbýli

Brighton hefur verið kölluð mest hip og kúl borg Bretlandseyja, sem og hamingjuríkasti staður til að búa á á Bretlandseyjum. Löng strönd liðast meðfram bænum og þar er að finna mjög áhugaverðan skemmtigarð, The Brighton Pier, ásamt The Brighton Pier Palace sem stendur á enda langrar bryggju sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Einnig má á svæðinu líta fallegar byggingar frá 18. öld. Brighton er auk þess þekkt fyrir mjög fjörugt næturlíf, fjölmörg listagallerý og mikið úrval verslana. Borgin er í dag mjög vinsæll ferðamannastaður, ekki síst meðal Lúndunarbúa sem skjótast yfir en lestarferð þarna á milli er ekki nema rétt um klukkustund. Verslunarhverfin þykja nútímaleg, öðruvísi og í senn bæði framúrstefnuleg og íhaldsöm, hvað svo sem það á að þýða. Tónlistar- og listasenan þykir einstaklega lifandi.

Áhugaverðar staðreyndir

  • Stutt flug
  • Heppilegt umhverfi fyrir pöbbarölt
  • Hægt að stökkva á leik, tónleika eða aðra viðburði í London
  • Alltaf hægt að taka röltið meðfram ströndinni

[soliloquy id=”6987″]

Hilton Brighton Metropole ****

Reisulegt fjögurra stjörnu hótel staðsett við sjávarsíðuna með fallegt útsýni yfir höfnina. Staðsett í 15 mínútna göngu frá The Brighton Pier.  Á hótelinu eru 2 veitingastaðir og bar sem býður uppá létta rétti og úrval drykkja og kokteila. Á hótelinu er líkamsræktarstöð, heilsulind, sauna, gufubað og  innisundlaug. Hótelið fær heildareinkunina 7,6 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com.

[soliloquy id=”6982″]