Taíland - Tripical

Taíland

Sjá myndir

Taíland

Land magnaðra eyja, rólegra stranda og framandi borga

Viltu dekra við þig í hinni fullkomnu blöndu af rólegheitum, kokteilum og fullkomnum skoðunarferðum um dýrindis náttúrudjásn og perlur? Komdu með okkur til Taílands!

Taíland er suðrænt og seiðandi, með vingjarnlegu fólki sem virðist ekkert vilja meira en að aðstoða þig við að eiga tíma lífs þíns. Taíland er frekar framandi þó svo að hún sé alltaf að verða vinsælli með tímanum. Það breytir því þó ekki að náttúran, menningin og saga landsins er bæði framandi og afar merkileg.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 68,863,514
  • Stærð að flatamáli: 513.120 km2 km²
  • Opinbert Tungumál: Taílenska
  • Gjaldmiðill: Baht / 1฿=3,16 kr
  • Hitastig: Yfirleitt bara heitt!
  • Tímabelti: 7 tímum á undan Íslandi

Borgir, musteri, strendur og allt þar á milli

Hvort sem þú ert að leitast af því að upplifa borgir landsins, bæði túristaborgir svokallaðar eða þá minni borgir og bæi. Sumar hverjar þar sem borgirnar geisla af endurkasti glitrandi musteranna á svæðinu og suðrænu strandanna.

Ef þú vilt ekkert frekar en að sleppa við ringulreiðanna í borgum og bæjum, þá bíður þín dreifbýli með skógum og ströndum, heill hellingur af sjó og musterum.

Síðan má ekki gleyma því að Taíland hefur upp á mikið meiri af náttúperlum að bjóða en stendur, þó þær séu frægar og ekki af ástæðulausu! Skógar, litlar klettaeyjur, fossar og fjöll. Ef þú vilt reima á þig gönguskóna og upplifa verður það ekki vandamál.

Ertu sætur, sterkur, saltur eða sýrður?

Hver elskar ekki góðan mat? Hver hefur á ævi sinni ekki smakkað taílenskan mat? Svarið við báðum spurningum er líklega “Fáir”.

Við mælum með, þar sem þú ákveður að ferðast hálfan heiminn, að vera ekkert að pæla í kaloríum, kolveitnum eða hvað þetta heitir sem maður má ekki borða.

Leyfðu þér að njóta á frábæru rétta Taílands, án samviskubits, með ferska staðbundna hráefninu. Maturinn er stútfullur af “brögðum landsins” byggðan í kringum fjögur grundvallar brögð: Sterk, sæt, salt og sýrt. Njóttu!

Heilagt Taíland!

Taílenska þjóðin tilbiður Búdda og fólk sýnir honum almennt töluverða trúarlega hollustu, þú átt líklegast eftir að finna fyrir því í ferðalaginu þínu um landið. Musteri hér og þar, heilög tré umvafin í klæðum til þess að heiðra anda fyrrum íbúa.

Gestir geta tekið þátt í trúnni í gegnum hugleiðslu í Chiang Mai, trúarlegum hátíðum í norðaustur Taílandi, og á öðrum góðum hugleiðslustöðum í neðanjarðar hellum í Kanchanaburi og Phetchaburi og að lokum í musteri í hæðum norður Taílandi. Er þetta nógu framandi?

Sandur á milli tánna

Ef þú hefur ekki gaman af því að vera með sand á milli tánna ertu kannski ekki alveg jafn spennt/ur fyrir löngu strandlengjnum.

En engar áhyggjur, þarna má einnig finna klettaeyjur með frumskógafylltum toppum sem adranalínsjúkingar geta klifrað á. Síðan er ylhlýji sjórinn, skella sér á brim og eftir það skella sér í næturlífið (í náttúrunni?).

Taíland er frábær áfangastaður til þess að flýja frostið og inn í hitabeltisloftslagið.

Komdu til Taílands!