Srí Lanka - Tripical

Srí Lanka

Sjá myndir

Srí Lanka

Óspillta en gleymda paradísin!

Við erum að tala um eyju, sem liggur rétt fyrir sunnan Indland knúsuð af suðrænum sjó með endalausar strendur (eða svona næstum því…), tímalausar rústir, hlýlegt fólk, heilu og hálfu hópana af fílum, geggjuð sjóbrim, ódýrt verðlag, skemmtilegar lestir, fræg te og bragðgóðan matur. Eigum við ekki bara að enda þessa kynningu með þessum orðum? Srí Lanka er stórkostleg, fer vel með budduna þína og er enn þann dag í dag með fáa túrista. Núna er besti tíminn til að njóta eyjunnar!

Ekki láta trommuslátt Srí Lanka búa koma þér á óvart, hér má heyra tóndæmi!


Þessi fjölmörgu atriði gera Srí Lanka ómótstæðilegan stað fyrir hið fullkomna frí, sama eftir hvernig fríi þú sækist eftir. Eftir að hafa sagt allt þetta um eyjuna er því merkilegt að segja að ferðamenn eru, eða kannski réttara sagt voru, gjarnir á að gleyma þessari paradís í ferðum sínum um svæðið og eiga það til að líta ekki við henni. Við viljum alls ekki að það gerist fyrir ykkur kæru vinir og því vildum við kynna eyjuna vel fyrir ykkur. Framþróunin í landinu er í fullu fjöri þar sem að fleiri og fleiri eru að átta sig á töfrum landsins.

Srí lanka

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 21.866.445
  • Stærð að flatamáli: 65.610 km²
  • Opinbert Tungumál: Sinhala og Tamílska
  • Gjaldmiðill: Srílankísk Rúpía / 1රු=0,69kr
  • Hitastig: Meðalhitinn yfir árið er 27.5°
  • Tímabelti: 6 tímum á undan Íslandi

Svo margt að finna á litlu svæði

Á þessari tiltölulega litlu en nokkuð fjölmennu eyju er merkilega mikið sem hægt er að finna á eyjunni. Átta (JÁ ÁTTA!!) svæði á eyjunni hafa verið skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Srí Lanka á nefnilega yfir 2000 ára menningarsögu og er hægt að sjá svæði forna tíma allt um kring. Þjóðsagnakennd musteri stútfull af fallegum smáatriðum sem gleðja augað. Síðan má finna minjar frá tímum nýlendutímanna. Ekki láta þér síðan bregða ef þú finnur fyrir smá skjálfta í jörðunni að nóttu til, það eru nefnilega góðar líkur á því að það sé bara fíll eða fílar að leita sér að góðu vatnsbóli. Talandi um fíla, vinsælt er að fara í safarí ferðir á eyjunni og hafa það notalegt í þjóðgörðum með hlébörðum, fílum, vatna buffalóum, öpum og öllu öðru sem lifir á eyjunni.

Snilldin í þessu er auðvitað sú að vegalengdirnar eru stuttar og þú ættir því að geta séð flottustu hlutina á eyjunni án þess að eyða öllum tímanum í ferðalög um hana. Þá geturðu bara slakað á milli þess sem þú skíst og kíkir á hið heilaga svæði heimsins elsta lifandi tré sem var gróðursett af mönnum. Uppgötvaðu nýjar uppáhalds strendur, hugleiða í 2000 ára gömlu musteri. Góður leikur sem við mælum með að þú gerir, reyndu að telja alla litlu diskana sem fylgja hrísgrjóna karrí réttunum sem þú færð þér.

Ekki bara hiti og sviti

Ef svo vill til að þú sért síðan kominn með nóg af hitabeltisloftslaginu við ströndina og láglendið þá skaltu stefna á hæðirnar, þorpið Ella er dásamlegt svæði og að taka góðan og öðruvísi dag væri hægt að slaka á á græna svæði eyjunnar og kíkja í heimsókn hjá fólkinu á svæðinu. Ella mun það að öllum líkindum heilla þig. Heill hellingur af teplöntum og regnskógum umvefja göngustíginn.

Nennirðu ekki að labba, hoppaðu þá í magnaðar lestaferð sem fara með þig hringinn um eyjuna og þú færð að sjá allt frá hæðum Srí Lanka til opna svæðinu við sjóinn með hvítum óspillum ströndum landsins. Ekki gleyma að þú ert alltaf stutt frá einhverju öðruvísi og nýju.