Kúba

Sjá myndir

Kúba

Landið sem er að vakna af áratuga svefni!

Þreytt en stórfengleg, að einhverju leiti fallin en þó með ákveðna reisn yfir sér. Kúba er land ófyrirsjáanlegra galdra svo vertu viðbúinn öllu. Land sem elskar góðan mat og hressa góða salsatónlist sem erfitt er að dilla sér ekki við. Það er ekkert að því – eftir einn svalandi mojito og með þétt rúllaðan kúbverskan vindil við hönd – að láta vaða í einn cha-cha-cha dans þar sem dans er nánast trúarlegt fyrirbæri í augum Kúbverja. Við skulum  ekkert vera að skafa af þessu, Kúba er ekki bara karabísk paradís og í raun má líkja Kúbu við prins í kápu fátæks manns. Land sem hefur verið fast í fortíðinni og kommúnisma, og hefur verið að reyna að koma sér á betri stað efnahagslega í hálfa öld.

Við mælum með að hlusta á lagið í spilaranum á meðan lestri stendur. Þér eftir að finnast þú vera kominn hálfa leiðina til Kúbu!


Þegar þú stígur yfir landamærin máttu gleyma þeim hlutum sem þú telur sjálfsagða í þínu hversdagslega lífi og horfa frá öðru sjónarhorni. Hér hefur  til dæmis internet varla þekkts í áraraðir. Ef Kúba væri stjórnmálaflokkur væri hún sundruð, lagskipt, flókin og alla jafna misskilin, en þó og umfram allt eins klassískur og þeir gerast.

Almennar Upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 11,239,224
  • Stærð að flatamáli: 109,884 km2
  • Opinbert Tungumál: Spænska
  • Gjaldmiðill: Kúbverskur pesói / 1₱=4,13kr
  • Hitastig: 21°- 27° yfir allt árið
  • Tímabelti: 4-5 tímum á eftir Íslandi

Land sjóræningja, spænskra nýlenduvæðingar og hins óvænta.

Fjarlæg truflunum nútíma samfélags hafa borgir Kúbu í sannleika sagt ekki breyst mikið frá því að hafnir þeirra voru stoppistöðvar sjóræningja Karíbahafsins. Andrúmsloftið og arkitektúr Havana, Trínidad og Remedios á auðvelt með að hreyfa við manni. Þar sem gömul hús og steinlagðar götur segja meira en 1000 orð þegar kemur að sögu og menningu þeirra. Nokkur varðveisla hefur verið á svæðinu en þrátt fyrir það liggja margar byggingar undir skemmdum vegna vanrækslu og bíða eftir hressingu frá einkafjárfestum sem hafa verið að fjármagna endurbætur á svæðinu. Sumum hverjum hefur verið breytt í stórkostleg einbýlishús eða jafnvel í endurbætt veitingahús sem sýna rétta arfleið svæðisins.

Það hefur sjaldan verið betra að heimsækja Kúbu en nú, með tilkomu einkafyrirtækja og innspýtingu í fjárhag, þá einna helst vegna túrismans. Frá dreifbýlissvæðum eins og Viñales til þéttbýlisborgarinnar Havana, það er eins og allt landið sé hægt að vakna úr djúpri svefni. Mælum með að þú upplifir á eigin skinni hvernig það er þegar land byrjar að reyna blómstra á ný. Tækifæri sem mögulega býðst þér aldrei aftur!

Ekki skemmtir svo fyrir að hafa hvíta sandinn á norðurströnd landsins og eyjum í kring. Við mælum eindregið með því að þú kannir handan stranda og helstu borga. Þar á þér eftir að líða eins og þú sért kominn til annars lands, land skóga og mýra stútfullra af krókódílum, yfirgefnar kaffiframleiðslur og fjalllendi. Skottastu aðeins af barnum og leitaðu út fyrir.

Havana

Við fyrstu sýn má vel vera að Havana birtist manni sem ruglingslegt púsluspil. Þegar þú síðan finnur út úr hvernig þú setur það saman blasir þessi fallega mynd við þér. Sterkt og lifandi mannlíf einkennir borgina, sköpunin er mikil í Kúbu og listamenn hafa mikil áhrif á menningu borgarinnar. Mælum með að labba inn og upplifa stemminguna á kaffihúsunum, hún er vægast sagt önnur en hér heima. Sérstaklega á síðari árum með endurvakningu landsins. Kannski er það eitthvað sem þeir setja í mojito-ana, en kúbverska kaffihúsamenningin hefur aldrei litið svo vel út, í 500 ára sögu landsins! Eða svo segja þeir…

 

Íbúar Kúbu eru þó brenndir af tveimur sjálfstæðisbaráttum, byltingum og bandarísku viðskiptabanni. Allt þetta mótar samfélagið og borgina og er það sterk upplifun  að fá að kynnast til dæmis eldri heimamönnum sem hafa upplifað þetta allt saman. Þrátt fyrir þetta einkennir salsa-orkan íbúa borgarinnar og þar glymur í veggjum undan tónlist. Komdu bara með opinn huga og vertu undirbúinn fyrir langa og hæga en dásamlega hrifningu á Havana.

Varadero

Þetta er svæðið sem er hvað miklvægast þegar kemur að helsta iðnaði Kúbu, túrismanum. Varadero hefur að geyma stærstu sólarströnd Karabíska hafsins sem varðveitir það stóra hlutverk að halda áfram framleiðslu á hótelum, sem eru nú yfir 60 talsins. Á svæðinu má finna verslanir, vatnaíþrótta- og leiksvæði, sundlaugar og aðra eins skemmtun. Þetta svæði er því afar mikilvægt fyrir hagkerfi Kúbu. Vinsælt er í Varadero að ferðamenn vilji slaka á, aðgerðalaust og njóta tímans á “all-inclusive” hótelunum sínum. Staðurinn getur einnig reynst þér góður ef þú ert ævintýraþyrstur ferðalangur um Kúbu og vilt frá smá frí í nokkrar nætur.

Trinidad

Einstakur bær, rétta austan við Havana. Staðurinn er í raun fullkomin  fulltrúi tíma spænsku nýlendustofnunarinnar á svæðinu. Bærinn er tímalaus (bókstaflega!) klukkurnar voru stöðvaðar árið 1850 og enn þann þann dag í dag hafa þær ekki verið endurræstar. Bærinn þykir það magnaður að hann var árið 1988 skráður á heimsminjaskrá UNESCO.

Sykurreyrarsvæði má finna nálægt bænum, þar sem þrælar unnu hörðum höndum við að vinna sykurinn til þess að búa til romm. Einnig er að finna fallega fossa og fjalllendi rétt hjá bænum sem líklega eru gott dæmi um paradís. Í það minnsta lofum við þér því að ef þú labbar um götur Trinidad, kúplar þig út úr tækni og stressi nútímans, munt þú fljótlega finna fyrir ósviknum tengslum við fortíðina og núvitund.