Írland - Tripical

Írland

Sjá myndir

Írland

Það er eitthvað mjög aðlaðandi og viðkunnanlegt við Írland og þjóðina sem þar býr. Þessi græna eyja býr auðvitað yfir einstakri fegurð og dramatísku landslagi, hrífandi fjöllum, gróskumiklum hlíðum og stórfenglegri strandlengju. Á víð og dreif eru kastalar, stórbrotin mannvirki fyrri alda. Írskar borgir eru einnig hlaðnar sögulegum kennileitum sem blandast á skemmtilegan hátt við líflegan nútímann – og alls staðar, hvort sem er í borgum, bæjum eða sveitum, finnurðu sanna æðrulausa írska gleði, stundum dass af kaldhæðni, en ávallt mjög stutt í bros á vör og góða skemmtun. Ýmsir fræðimenn halda því fram að við Íslendingar séum að allstórum hluta komin af Írum. Kannski þess vegna sem okkur finnst þau svona frábær. Kannski þess vegna sem við ættum að drífa okkur í heimsókn.

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 6.572.728
  • Stærð að flatamáli: 84,421 km²
  • Opinbert Tungumál: Enska
  • Gjaldmiðill: Evra 
  • Hitastig: 7°-25°
  • Tímabelti: 0-1 tímum á undan Íslandi

Landfræðilega skiptist Írland annars vegar í lýðveldið Írland, sem nær yfir um 5/6 hluta eyjarinnar með um 5 milljónir íbúa, og hins vegar Norður-Írland sem tilheyrir Bretlandi, með tæplega 2 milljónir íbúa. Þetta gerir landið að næst fjölmennustu eyju í Evrópu, á eftir Stóra-Bretlandi.

Ekki er vitað með vissu hvenær hinir svokölluðu Keltar gerðu Írland að sínu, en ljóst er að þeir réðu þar lögum og lofum um aldir og þaðan kemur hin írska arfleifð að langmestum hluta. Hin keltnesku áhrif má finna alls staðar, í tungumálinu, tónlist, dansi, og annarri listsköpun. Írar fengu eins og aðrir að kenna á ránsferðum víkinga, sem voru hvað stórtækastar í kringum 10. öld, með miskunnarlausum árásum á klaustur og bæi, og sköpuðu óöld og væringar sem entust langt inn í miðaldir.

Sjálfstæði Írlands er tiltölulega ungt. Á miðöldum einkenndist Írland af fjölda lítilla jarlvelda, sem oft mynduðu breytileg bandalög sín á milli, en á 17. öld varð landið nýlenda Englendinga, og formlega sameinað Bretlandi árið 1801. Í byrjun 20. aldar hófst gríðarmikil barátta um eigið sjálfstæði, sem leiddi að lokum til stofnunar írska lýðveldisins 1949.

Helstu borgir í Írlandi eru höfuðborgin Dublin, en næst stærst er Cork, sem þekkt er fyrir góðan mat og bari, verslanir og fjör. Þá má einnig nefna Galway, sem stendur við ánna Corrib, Killarney sem er ein af vinsælustu áfangastöðum á Írlandi og Kilkelly sem er annar vinsæll bær.  Ef nefna ætti fleiri vinsæla áfangastaði komast Moher björgin (Cliffs of Moher) ofarlega á blað, en þau standa tignarleg á vesturströndinni.

Írland

Fræðsluferð til Dublin

Fræðsluferð til Dublin! Höfuðborg Írlands og órjúfanleg írskri sögu og menningu. Menningarborg stórskálda með glæsilegum dómkirkjum, einstökum hverfum, ótal söfnum og hinum sögufræga Trinity College. Dublin býður upp á líflega tónlist og ríka kráarmenningu með glaðlyndum íbúum þar sem skemmtun er á hverju horni. ...
Írland

Hópferð til Dublin

,,Home is where the beer is.“ (Írskt máltæki) Dublin er talin hafa alið af sér mikla víkinga og vígamenn, en rekja má sögu borgarinnar allt aftur til 9. aldar, þegar víkingar sigldu um ríki og héruð, rændu og rupluðu. Nú...