Dublin er talin hafa alið af sér mikla víkinga og vígamenn, en rekja má sögu borgarinnar allt aftur til 9. aldar, þegar víkingar sigldu um ríki og héruð, rændu og rupluðu. Nú er öldin önnur og íbúar Dublinar gefa lítið fyrir siði forfeðranna. Í dag eru þeir þekktir fyrir sinn ískrandi húmor, írska glaðværð og mikla gestrisni. Hér er tekið á móti ferðamönnum með opnum huga og kurteisi, og mögulega fylgir með kolla eða krús. Eitt hefur nefnilega ekki breyst, og mun sennilega aldrei gera. Í Dublin er bjórinn elskaður jafn mikið nú og fyrir rúmum 1000 árum síðan. Borgin er heimsfræg fyrir bjórmenningu sína, ekki síst fyrir hinn vel dökka eðalbjór Guinness, sem varð til í Dublin og fyrst bruggaður árið 1759.
Það er fyrirtaks skemmtun, sem við mælum hiklaust með, að taka röltið um miðbæ Dublinar, kíkja á veitingastað, í verslun eða á pöbb og taka spjallið við heimamenn. Það er óþarfi að vera feiminn, þau eru það sannarlega ekki.
Þeir sem vilja kynnast Dublin vel ættu að byrja á því að rölta niður með ánni Liffey. Hún liggur í gegnum helstu hluta borgarinnar og gefur þeim sem ganga meðfram bökkum hennar góða yfirsýn yfir það sem Dublin býður upp á. Áin hefur skipað stóran sess á þessu svæði, allt frá því víkingar settust þar að og til dagsins í dag. Hún er ein helsta vatnsveita borgarinnar, og skiptir henni í tvennt, norður- og suðurhlutann.
Dublin er enginn eftirbátur annarra borga í verslunarúrvali og góðum kjörum, enda hefur lengi verið vinsælt hjá Íslendingum að fara í sérstakar verslunarferðir þangað. Þar eru búðir sem bjóða upp á allt það nýjasta í tískuheiminum, sem og þekktustu og vinsælustu vörumerkin og keðjurnar. Tvær helstu verslunargötur Dublinborgar eru staðsettar sitthvoru megin við ána og auðvelt að halda sig þar og eyða heilli helgi bara í búðarráp, ef sá gállinn er á manni.
Dublin er ekki kölluð ,,pöbbaborgin“ af ástæðulausu. Þar er fjöldinn allur af börum, veitingastöðum og klúbbum sem bjóða uppá mismunandi stemmingu, og því lítið mál að finna eitthvað við sitt hæfi. Vinsælustu drykkirnir eru að sjálfsögðu Guiness bjórinn, og svo auðvitað írskt víský. Það er mjög áhugavert að kynnast pöbbamenningu Íra, þótt maður drekki hvorki Guinness né viský, jafnvel líka þótt maður drekki bara alls ekki.
Almennar upplýsingar
Írland er fallegt land sem hefur rokið upp í vinsældum ferðamanna, rétt eins og Ísland á seinustu árum. Írar eru mjög vinaleg þjóð og upp til hópa þægilegir, æðrulausir og lífsglaðir.
Írland hefur upp á margt að bjóða, fagra náttúra, framandi gamlar byggingar, og hressandi borgir sem vekja bros á öllum þeim sem þangað koma.
Þetta fimm stjörnu hótel er eitt það flottasta í Dublin. Það var áður hluti af einni bestu hótelkeðjum heims, Four Seasons. Vel staðsett og umkringt góðum veitingastöðum.
Herbergi með öllum hugsanlegum nútímaþægindum. Þar er flatskjár, frítt wi-fi, baðherbergi bæði með sturtu og baði, og kósý baðsloppar.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hótelið er staðsett við Liffey ánna sem liggur í gegnum Dublin. Stutt í öll helstu kennileiti borgarinnar.
Nýtískuleg herbergi með flatskjá, frítt wi-fi og baðherbergi með sturtu og baði.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hótelið er í Temple Bar hverfinu og aðeins 100 metra frá Liffey ánni.
Flott herbergi. Flatskjár, frítt wi-fi, baðherbergi með sturtu og baði.
Sjáðu meira um hótelið hér.