Dublin er talin hafa alið af sér mikla víkinga og vígamenn, en rekja má sögu borgarinnar allt aftur til 9. aldar, þegar víkingar sigldu um ríki og héruð, rændu og rupluðu. Nú er öldin önnur og íbúar Dublinar gefa lítið fyrir siði forfeðranna. Í dag eru þeir þekktir fyrir sinn ískrandi húmor, írska glaðværð og mikla gestrisni. Hér er tekið á móti ferðamönnum með opnum huga og kurteisi, og mögulega fylgir með kolla eða krús. Eitt hefur nefnilega ekki breyst, og mun sennilega aldrei gera. Í Dublin er bjórinn elskaður jafn mikið nú og fyrir rúmum 1000 árum síðan. Borgin er heimsfræg fyrir bjórmenningu sína, ekki síst fyrir hinn vel dökka eðalbjór Guinness, sem varð til í Dublin og fyrst bruggaður árið 1759.
Það er fyrirtaks skemmtun, sem við mælum hiklaust með, að taka röltið um miðbæ Dublinar, kíkja á veitingastað, í verslun eða á pöbb og taka spjallið við heimamenn. Það er óþarfi að vera feiminn, þau eru það sannarlega ekki.
Þeir sem vilja kynnast Dublin vel ættu að byrja á því að rölta niður með ánni Liffey. Hún liggur í gegnum helstu hluta borgarinnar og gefur þeim sem ganga meðfram bökkum hennar góða yfirsýn yfir það sem Dublin býður upp á. Áin hefur skipað stóran sess á þessu svæði, allt frá því víkingar settust þar að og til dagsins í dag. Hún er ein helsta vatnsveita borgarinnar, og skiptir henni í tvennt, norður- og suðurhlutann.
Dublin er enginn eftirbátur annarra borga í verslunarúrvali og góðum kjörum, enda hefur lengi verið vinsælt hjá Íslendingum að fara í sérstakar verslunarferðir þangað. Þar eru búðir sem bjóða upp á allt það nýjasta í tískuheiminum, sem og þekktustu og vinsælustu vörumerkin og keðjurnar. Tvær helstu verslunargötur Dublinborgar eru staðsettar sitthvoru megin við ána og auðvelt að halda sig þar og eyða heilli helgi bara í búðarráp, ef sá gállinn er á manni.
Dublin er ekki kölluð ,,pöbbaborgin“ af ástæðulausu. Þar er fjöldinn allur af börum, veitingastöðum og klúbbum sem bjóða uppá mismunandi stemmingu, og því lítið mál að finna eitthvað við sitt hæfi. Vinsælustu drykkirnir eru að sjálfsögðu Guiness bjórinn, og svo auðvitað írskt víský. Það er mjög áhugavert að kynnast pöbbamenningu Íra, þótt maður drekki hvorki Guinness né viský, jafnvel líka þótt maður drekki bara alls ekki.
Hópar sem telja 75 og fleiri og eru með skipulagt árshátíðarkvöld á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni frítt og hann fylgir með í árshátíðarferðina. Einnig er hægt að velja ljósmyndara í stað skemmtikrafts sem tekur myndir og myndbönd alla ferðina og skilar af sér fyrir hópinn að ferð lokinni.
Við hjá Tripical leggjum okkur mikið fram við að gera ferðina þína sem eftirminnilegasta!
Við erum afar stolt og ánægð yfir þeim frábæru umsögnum sem viðskiptavinir hafa gefið okkur:
Það er eitthvað mjög aðlaðandi og viðkunnanlegt við Írland og þjóðina sem þar býr. Þessi græna eyja býr auðvitað yfir einstakri fegurð og dramatísku landslagi, hrífandi fjöllum, gróskumiklum hlíðum og stórfenglegri strandlengju. Á víð og dreif eru kastalar, stórbrotin mannvirki fyrri alda. Írskar borgir eru einnig hlaðnar sögulegum kennileitum sem blandast á skemmtilegan hátt við líflegan nútímann – og alls staðar, hvort sem er í borgum, bæjum eða sveitum, finnurðu sanna æðrulausa írska gleði, stundum dass af kaldhæðni, en ávallt mjög stutt í bros á vör og góða skemmtun. Ýmsir fræðimenn halda því fram að við Íslendingar séum að allstórum hluta komin af Írum. Kannski þess vegna sem okkur finnst þau svona frábær. Kannski þess vegna sem við ættum að drífa okkur í heimsókn.
Almennar upplýsingar
Landfræðilega skiptist Írland annars vegar í lýðveldið Írland, sem nær yfir um 5/6 hluta eyjarinnar með um 5 milljónir íbúa, og hins vegar Norður-Írland sem tilheyrir Bretlandi, með tæplega 2 milljónir íbúa. Þetta gerir landið að næst fjölmennustu eyju í Evrópu, á eftir Stóra-Bretlandi.
Ekki er vitað með vissu hvenær hinir svokölluðu Keltar gerðu Írland að sínu, en ljóst er að þeir réðu þar lögum og lofum um aldir og þaðan kemur hin írska arfleifð að langmestum hluta. Hin keltnesku áhrif má finna alls staðar, í tungumálinu, tónlist, dansi, og annarri listsköpun. Írar fengu eins og aðrir að kenna á ránsferðum víkinga, sem voru hvað stórtækastar í kringum 10. öld, með miskunnarlausum árásum á klaustur og bæi, og sköpuðu óöld og væringar sem entust langt inn í miðaldir.
Sjálfstæði Írlands er tiltölulega ungt. Á miðöldum einkenndist Írland af fjölda lítilla jarlvelda, sem oft mynduðu breytileg bandalög sín á milli, en á 17. öld varð landið nýlenda Englendinga, og formlega sameinað Bretlandi árið 1801. Í byrjun 20. aldar hófst gríðarmikil barátta um eigið sjálfstæði, sem leiddi að lokum til stofnunar írska lýðveldisins 1949.
Helstu borgir í Írlandi eru höfuðborgin Dublin, en næst stærst er Cork, sem þekkt er fyrir góðan mat og bari, verslanir og fjör. Þá má einnig nefna Galway, sem stendur við ánna Corrib, Killarney sem er ein af vinsælustu áfangastöðum á Írlandi og Kilkelly sem er annar vinsæll bær. Ef nefna ætti fleiri vinsæla áfangastaði komast Moher björgin (Cliffs of Moher) ofarlega á blað, en þau standa tignarleg á vesturströndinni.
Þetta fimm stjörnu hótel er eitt það flottasta í Dublin. Það var áður hluti af einni bestu hótelkeðjum heims, Four Seasons. Vel staðsett og umkringt góðum veitingastöðum.
Herbergi með öllum hugsanlegum nútímaþægindum. Þar er flatskjár, frítt wi-fi, baðherbergi bæði með sturtu og baði, og kósý baðsloppar.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hótelið er staðsett við Liffey ánna sem liggur í gegnum Dublin. Stutt í öll helstu kennileiti borgarinnar.
Nýtískuleg herbergi með flatskjá, frítt wi-fi og baðherbergi með sturtu og baði.
Sjáðu meira um hótelið hér.
Hótelið er í Temple Bar hverfinu og aðeins 100 metra frá Liffey ánni.
Flott herbergi. Flatskjár, frítt wi-fi, baðherbergi með sturtu og baði.
Sjáðu meira um hótelið hér.