Skip to content
  • Umsagnir
  • Áfangastaðir
  • Ferðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Mín Bókun
  • Tripical logo
  • Ferðir
  • Áfangastaðir
  • Blogg
  • Um Tripical
  • Umsagnir
Sjá myndir
  • Ferðalýsing
  • Um áfangastað
  • Hótelin okkar

Hópferð til Dublin

Lengd ferðar:
3 dagar / 2 nætur
Gjaldmiðill:
Evra

,,Home is where the beer is.“

(Írskt máltæki)

Dublin er talin hafa alið af sér mikla víkinga og vígamenn, en rekja má sögu borgarinnar allt aftur til 9. aldar, þegar víkingar sigldu um ríki og héruð, rændu og rupluðu. Nú er öldin önnur og íbúar Dublinar gefa lítið fyrir siði forfeðranna. Í dag eru þeir þekktir fyrir sinn ískrandi húmor, írska glaðværð og mikla gestrisni. Hér er tekið á móti ferðamönnum með opnum huga og kurteisi, og mögulega fylgir með kolla eða krús. Eitt hefur nefnilega ekki breyst, og mun sennilega aldrei gera. Í Dublin er bjórinn elskaður jafn mikið nú og fyrir rúmum 1000 árum síðan. Borgin er heimsfræg fyrir bjórmenningu sína, ekki síst fyrir hinn vel dökka eðalbjór Guinness, sem varð til í Dublin og fyrst bruggaður árið 1759.

Það er fyrirtaks skemmtun, sem við mælum hiklaust með, að taka röltið um miðbæ Dublinar, kíkja á veitingastað, í verslun eða á pöbb og taka spjallið við heimamenn. Það er óþarfi að vera feiminn, þau eru það sannarlega ekki.

,,Liffa og njódda“ hjá Liffey

Þeir sem vilja kynnast Dublin vel ættu að byrja á því að rölta niður með ánni Liffey. Hún liggur í gegnum helstu hluta borgarinnar og gefur þeim sem ganga meðfram bökkum hennar góða yfirsýn yfir það sem Dublin býður upp á.  Áin hefur skipað stóran sess á þessu svæði, allt frá því víkingar settust þar að og til dagsins í dag. Hún er ein helsta vatnsveita borgarinnar, og skiptir henni í tvennt, norður- og suðurhlutann.

Gott að versla

Dublin er enginn eftirbátur annarra borga í verslunarúrvali og góðum kjörum, enda hefur lengi verið vinsælt hjá Íslendingum að fara í sérstakar verslunarferðir þangað. Þar eru búðir sem bjóða upp á allt það nýjasta í tískuheiminum, sem og þekktustu og vinsælustu vörumerkin og keðjurnar. Tvær helstu verslunargötur Dublinborgar eru staðsettar sitthvoru megin við ána og auðvelt að halda sig þar og eyða heilli helgi bara í búðarráp, ef sá gállinn er á manni.

Kodd’á pöbbinn

Dublin er ekki kölluð ,,pöbbaborgin“ af ástæðulausu. Þar er fjöldinn allur af börum, veitingastöðum og klúbbum sem bjóða uppá mismunandi stemmingu, og því lítið mál að finna eitthvað við sitt hæfi. Vinsælustu drykkirnir eru að sjálfsögðu Guiness bjórinn, og svo auðvitað írskt víský. Það er mjög áhugavert að kynnast pöbbamenningu Íra, þótt maður drekki hvorki Guinness né viský, jafnvel líka þótt maður drekki bara alls ekki.

Hápunktar ferðar

  • favorite
    Hressir Írar
  • favorite
    Rölt við Liffey ánna
  • favorite
    Flottar búðir
  • favorite
    Gott úrval af írskum bjór

Innifalið í verði

  • Flug fram og til baka
  • 2 nætur á hóteli í miðbæ Dublin
  • 20kg innritaður farangur
  • Morgunmatur

Ekki innifalið

  • Áhyggjur af því að finna ekki bar sem selur Guinness.
  • Áhyggjur af því að finna ekki H&M
  • Áhyggjur af fjandsamlegu viðmóti
  • …áhyggjur almennt eru ekki innifaldar í þessari ferð.

Elsti bar Dublin er frá 1198

Skemtileg staðreynd um Dublin

Elsti bar Írlands er staðsettur í Dublin. Hann heitir The Brazen Head og hefur verið starfræktur síðan árið 1198. Byggingin sem hýsir barinn í dag er frá 1754. Mögnuð upplifun að kíkja þangað.

Írland

Almennar upplýsingar

  • Fjöldi fólks: 6.572.728
  • Stærð að flatamáli: 84,421 km²
  • Opinbert Tungumál: Enska
  • Gjaldmiðill: Evra 
  • Hitastig: 7°-25°
  • Tímabelti: 0-1 tímum á undan Íslandi

Írland er fallegt land sem hefur rokið upp í vinsældum ferðamanna, rétt eins og Ísland á seinustu árum. Írar eru mjög vinaleg þjóð og upp til hópa þægilegir, æðrulausir og lífsglaðir.

Írland hefur upp á margt að bjóða, fagra náttúra, framandi gamlar byggingar, og hressandi borgir sem vekja bros á öllum þeim sem þangað koma.

Hótelin okkar

  • add InterContinental Dublin 5 ????

    InterContinental Dublin *****

    Þetta fimm stjörnu hótel er eitt það flottasta í Dublin. Það var áður hluti af einni bestu hótelkeðjum heims, Four Seasons. Vel staðsett og umkringt góðum veitingastöðum.

    Herbergi með öllum hugsanlegum nútímaþægindum. Þar er flatskjár, frítt wi-fi, baðherbergi bæði með sturtu og baði, og kósý baðsloppar.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

  • add Ashling Hotel Dublin 4 ????

    Ashling Hotel Dublin ****

    Hótelið er staðsett við Liffey ánna sem liggur í gegnum Dublin. Stutt í öll helstu kennileiti borgarinnar.

    Nýtískuleg herbergi með flatskjá, frítt wi-fi og baðherbergi með sturtu og baði.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

  • add The Fleet 3 ????

    The Fleet ***

    Hótelið er í Temple Bar hverfinu  og aðeins 100 metra frá Liffey ánni.

    Flott herbergi. Flatskjár, frítt wi-fi, baðherbergi með sturtu og baði.

    Sjáðu meira um hótelið hér.

Verð frá 129.990 kr.

Fyrirspurn um ferð

Tripical Ísland ehf

Fiskislóð 31d, 101 Reykjavík

Kt. 490721-0450

+354 519 8900

hallo@tripical.is

Gott að vita

Skilmálar

Persónuverndarstefna

Algengar spurningar

Hafa samband

Áfangastaðir

  • Andorra
  • Bandaríkin
  • Búlgaría
  • Grikkland
  • Indland
  • Ísrael
  • Ítalía
  • Kúba
  • Kýpur
  • Litháen
  • Mexíkó
  • Norður Makedónía
  • Pólland
  • Skotland
  • Slóvenía
  • Spánn
  • Srí Lanka
  • Tékkland
  • Ungverjaland

Skráðu þig á póstlistann

Tripical á samfélagsmiðlum

Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Persónuverndarstefna
stillingarsamþykkja allt
Manage consent

Stillingar á vafrakökum

Tripical notar vefkökur (e. cookies) sem eru litlar textaskrár geymdar á tölvu notandans. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar þú okkur að safna saman upplýsingum um notkun þína á vef okkar. Einungis við og þú höfum aðgang að skránum.

Vefkökur eru notaðar til að geyma upplýsingar um t.d. hvort notandi hefur áður heimsótt síðuna, hversu lengi hann var á síðunni og frá hvaða vefsvæði notandinn kom. Vefkökur geta innihaldið persónulegar upplýsingar. Notendur vefsins geta að sjálfsögðu stillt vafra sína þannig að þeir láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu. Við notum vefkökur til að greina almenna notkun á vefnum. Tilgangur þessa er að þróa vefsíðuna þannig að bæta megi þjónustu við notendur.
Tölfræði
Tölfræðilegar vafrakökur hjálpa okkur að bæta heildarupplifun gesta á vefsvæðinu með því að safna upplýsingum um notkun.
Markaðssetning
Vefkökur fyrir markaðssetningu eru notaðar til að safna upplýsingum um hegðun notanda til að geta birt viðeigandi auglýsingar.
Nauðsynlegar
Sumar vefkökur eru nauðsynlegar til að vefsvæðið virki eðlilega og eru þær sjálfkrafa virkar
SAVE & ACCEPT