Hvernig væri fyrir komandi vetur, að hætta hinni árlegu íslensku bið eftir góðum snjó og almennilegri færð? Leyfðu nú skíðagræjunum þínum virkilega að njóta sín, við fullkomin skilyrði og í stórkostlegu umhverfi. Komdu með okkur í dásamlega skíðaferð til Andorra 2023!
Við hjá Tripical endurtökum nú leikinn og bjóðum aftur upp á okkar vinsælu skíðaferðir til Andorra, enda hafa viðtökurnar til þessa verið frábærar. Hér er boðið upp á stórkostlega aðstöðu, frábæra gistingu og einstök skíða- og snjóbrettasvæði í hinum fjölbreyttu brekkum og hlíðum Andorra. Þeir allra vönustu skella sér beint í næstu lyftu (þær eru 71 að tölu)! Þau sem aldrei hafa farið á skíði eða vilja rifja upp gamla takta, geta skráð sig á skíðanámskeið en á svæðinu eru allt að 6 skíðaskólar, sem bjóða upp á úrvalskennslu fyrir fólk á öllum aldri og færnisstigum. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi, meira að segja þau sem ekki vilja stíga á skíði eða bretti. Í staðinn má til dæmis fara í snjósleðaferðir, zip-lining, gönguferðir á snjóþrúgum, eða slöngusleðaferðir þar sem maður þeytist niður brekkurnar á uppblásnum, hringlaga slöngum, sem er vinsæl fjölskylduskemmtun. Síðast en ekki síst er rétt að nefna hinn mikla fjölda af dýrindis veitingastöðum allt í kring, sem og skemmtistöðum og krám, ef stemmingin kallar á svoleiðis.
Við bókum hópa af öllum stærðum og gerðum, og bjóðum upp á topp fararstjórn og fagfólk í skíðamennsku til að fylgja hópnum þínum út. Er þetta í rauninni nokkur spurning? Gerðu næsta vetur einstakan og ógleymanlegan, hafðu samband og bókaðu skíðaferð til Andorra fyrir hópinn þinn!