Við viljum vekja sérstaka athygli á einstaklega vel heppnuðum fræðsluferðum til Aberdeen borgar í Skotlandi, sem Tripical býður nú upp á – með beinu flugi frá Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavíkurflugvelli, eins og best hentar hópnum þínum.
Nú þegar hafa hinir ýmsu faghópar kennara, skólastjóra og sérfræðinga, hvaðanæva af landinu, flogið með okkur til Aberdeen, og meðal annars heimsótt skóla sem aðhyllast svonefnda GIRFEC hugmyndafræði. Þar er unnið með svipaðar áherslur og finna má í lögum um farsæld barna sem stofnanir á Íslandi eru að innleiða í skólastarf hér á landi, og því lærdómsríkt og áhugavert að kynnast starfi og reynslu skoskra kollega. Ekki sakar heldur hvað Skotar eru fjári skemmtilegt fólk að heimsækja!
Aberdeen er sjarmerandi og skemmtileg borg. Hún er stundum kölluð Granítborgin, vegna grásteinsbygginga sem þar eru áberandi og setja sérstakan blæ á staðinn. Silfurgrænt granítið sem þar er notað kemur að miklu leyti úr Rubislaw Quarry námunni, sem nú er yfirgefin en var áður talin dýpsta manngerða hola í allri Evrópu.
Hér eru tveir virtir háskólar, sem báðir eiga sér merkilega sögu. University of Aberdeen var stofnaður árið 1495, sem gerir hann að einum af elstu háskólum Bretlandseyja. Hann hefur skapað sér sess sem einn af virtari menntastofnunum í Evrópu og vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á sviði heilbrigðis-, orku- og umhverfisfræða. Robert Gordon University er þekktur fyrir nútímalega nálgun og háþróaða aðstöðu á sviði verkfræði, sem og í skapandi greinum og nýsköpun af ýmsu tagi.
Arkitektúr Aberdeen er afar áhugaverður og eitt helsta aðdráttarafl hennar, þar er úrval bygginga frá Viktoríutímanum, sem dæmi má nefna hina tignarlegu Marischal College, fyrrum háskóli en hefur frá árinu 2011 þjónað hlutverki Ráðhúss borgarinnar, og St. Andrew dómkirkjan sem er ansi glæsileg. Í borginni er líka mjög blómlegt lista- og menningarlíf. Þar er auðvelt að finna lifandi tónlist af öllu tagi, á stærri og minni stöðum og listasöfn eru víða, sem bjóða bæði upp á nýjustu stefnur og fornan menningararf, sem Skotar eru auðvitað einstaklega stoltir af.
Við hvetjum alla þá aðila sem eru í leit að hentugri, áhugaverðri og skemmtilegri fræðsluferð fyrir sinn vinnustað, til að hafa samband. Starfsfólk Tripical býr yfir margra ára reynslu í að skipuleggja fræðsluferðir og skólaheimsóknir landa á milli. Samhent teymi Tripical sér um að ferðirnar skili árangri, verði eftirminnilegar og veiti fullt af ánægju. Við vitum að huga þarf að ótal atriðum í ferðum sem þessum og fagfólk okkar sér til þess að útkoman verði hnökralaus og að samskipti við viðskiptavini séu farsæl, árangursrík og ánægjuleg. Sláðu á þráðinn. Komdu með til Aberdeen!