Borgin sem aldrei sefur, Stóra eplið, Höfuðborg heimsins, Nafli alheimsins, The city so nice they name it twice. Jebb, New York er og verður ein þekktasta og vinsælasta borg veraldar og ekki að ástæðulausu. Þar er orkan nánast áþreifanleg, stemmingin smitandi, allt ofan í öllu á svo ferskan og skemmtilegan hátt, iðandi og fjölbreyttir menningarstraumar, enda íbúar borgarinnar frá yfir 200 þjóðernum!
Kennileitin eru mörg og glæsileg. Empire State, Frelsisstyttan, Time Square, Metropolitan safnið og Top of the Rock, svo fátt eitt sé nefnt, og svo auðvitað Central Park sem er dásamleg andstæða við skýjakljúfana og stórborgarglauminn allt í kring. Þar má njóta rólegra göngu- eða hjólaferða í friðsæld og ró, skella teppi á fallega grasflöt og taka gott pikknikk. Þá má hiklaust mæla með göngu frá Manhattan yfir Brooklyn brúnna, Brooklyn hverfið er afar skemmtilegt, með flottum veitingastöðum, listagallerýjum og artý andrúmslofti.
Veitingasenan er mögulega hvergi jafn fjölbreytt og í New York, með yfir 24.000 stöðum, allt frá stjörnuprýddum Michelin veitingahúsum til notalegra götumarkaða sem bjóða upp á hinar ljúfengustu krásir, hvaðanæva að úr heiminum. Hverfin bjóða líka hver um sig upp á sína einstöku rétti og valkostirnir eru endalausir! Þá hefur ,,beint frá býli“ menningin vaxið og dafnað hér eins og annars staðar, margir staðir leggja áherslu á ferskt og staðbundið hráefni og sjálfbærni. Flottir veitingastaðir bæði í Brooklyn og á Manhattan bjóða upp á matseðla sem breytast reglulega eftir árstíðum.
Í New York renna dagur og nótt saman, og þegar sólin sest í rólegheitum fyrir aftan Hudson-flóann og stórhýsin lýsa upp borgina, breytist New York í stærðarinnar leiksvið. Þá er hægt að skella sér á Broadway þar sem heimsklassa dansarar og tónlistarmenn láta ljós sín skína. Fara í Comedy kjallara og hlusta á misfyndið fólk segja misfyndna hluti. Hvort sem þú ert að leitað að hámenningu eða ,,lágmenningu“, New York býður upp á bæði og allt þar á milli. Jazz, metall rapp eða klassískan óperusöng, bara nefndu það.
Og svo, þegar búið er að baða sig í hinu magnaða og dýnamíska andrúmslofti og fjölmenningu New York borgar, er kominn tími til að baða sig annars staðar, í ylhýrum sjó og sól við Mexíkóstrendur! Aaaaaaaaríba!!
Verið hjartanlega velkomin á eina af glæsilegustu sólarströndum Mexíkó. Cancún borg er í raun tvenns konar. Annars vegar höfum við glæsilegt hótelsvæði með fögrum hvítum sandströndum við fagurgrænan sæ, æðislegum veitingastöðum og frábæru næturlífi með strandklúbbum og börum sem bjóða upp á taktfasta tónlist, þemaveislur og strandbrennur undir stjörnulogandi himni. Hins vegar höfum við svo meira raunverulegan borgarhluta þar sem kafa má dýpra inn í mjög spenandi menningarheim Mexíkó. Þar er ekki úr vegi vegi að kaupa alvöru taco á einhverri af þeim fjölmörgu búllum sem þar standa í röðum.
Auðvelt er að finna sér áhugaverða staði að skoða í næsta nágrenni, enda býr Yucatán skaginn yfir gríðarlega spenandi menningararfleifð. Til dæmis er lítið mál að taka sér dagsferð og skoðað meira af Quintana Roo svæðinu, eða hinn óspillta þjóðgarð Isla Contoy sem laðar fjölda fólks til sín með sínu fjölbreytta fugla- og plöntulífi. Í norð-austur hlutanum bíður svo strandlengjan Isla Holbox, þar sem sund með gríðarstórum hvalahákörlum hefur orðið vinsælt sport.
Ef þau sem vilja halda þig nær hótelinu, má mæla með hinu magnaða neðansjávar listasafni Museo Subacuático de Arte, þar sem er að finna meira en 500 skúlptúra sem liggja á sjávarbotni, á 5-7 metra dýpi. Aðstandendur hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að koma frekar á safnið og kafa, frekar en að kafa niður á viðkvæm kóralrifin, sem nú eru í bráðri hættu vegna skemmda. Og það svínvirkar! Fólk elskar að skoða skúlptúrana og þetta er fullkomið svæði til að kafa fyrir byrjendur.
Við teljum okkur hafa fundið algerlega skothelda gleðiblöndu með þessum tveimur ólíku áfangastöðum, sem báðir fylla sál og líkama af stórkostlegri upplifun og ógleymanlegum minningum. Leyfðu okkur að gera þessa drauma útskriftarferð að veruleika. Hafið samband við Tripical og við byrjum að plana.
Þvílík paradís sem Mexíkó er, með sínar guðdómlegu strendur við ylvolgan sjó, frumskóga fulla af fjölbreyttu lífi og litríkar gleðihátíðir í borgum og bæjum. Mexíkóar kunna svo sannarlega að krydda upp á tilveruna, ekki síður en þau kunna að krydda matinn sinn. Menningin í Mexíkó er gáskafull og spennandi, og þar er alltaf stutt í dansinn, hvort sem það er djúpt ofan í taktföstum neðanjarðarklúbbum eða í dillandi gleðisveiflu á götum Mexíkóborgar.
Í Mexíkó finnurðu græna frumskóga, rjúkandi eldfjöll og kaktusskreyttar eyðimerkur. Þar finnurðu líka 10.000 km strandlengju, þar sem lónin iða af dýralífi og brimið við strendurnar kallar svo hátt á þig að þig langar mest af öllu að grípa bretti og sigla út, þrátt fyrir að hafa kannski aldrei stigið á brimbretti á ævinni! Í Mexíkó lifirðu lífinu til fulls og landið er endalaust ævintýri fyrir skynfærin.
Víða má finna aldagamlar minjar um sögu siðmenningar í Mexíkó, fornleifar sem þykja með þeim merkilegustu í heimi. Þar má meðal annars nefna píramíta Teotihuacan og hin stórkostlegu Maya-musteri í Palenque. Einnig má benda á gullfallega bæi og borgarhverfi frá spænska nýlendutímabilinu, full af einstökum skúlptúrum, steinkirkjum og glæsihúsum. Til dæmis býður borgin Guanajuato upp á þess háttar umhverfi, fyrir utan að vera eitt fallegasta þéttbýli landsins og sannarlega heimsóknarinnar virði.
Ef þú ert ekki í stemmd/ur fyrir að ferðast inn í landið til að skoða forna staði með eigin augum, má hvarvetna finna fínustu söfn þar sem saga landsins er rakin og skjalfest með hinum ýmsu minjum og gripum.
Hvernig þú ferðast um og gistir í Mexíkó er algjörlega í þínum höndum. Möguleikarnir eru margir, og auðvitað misdýrir. Meðan á dvöl þinni stendur á austurströndinni geturðu gist á glæsilegum lúxus hótelum sem fara temmilega vel með budduna þína. Þú getur einnig sparað við þig með því að gista í krúttlegum strandarskálum við Kyrrahafið. Þegar lengra inn í landið er komið, geturðu mögulega leyft þér þann munað að gista á höfðingjasetri frá nýlendutímanum – og átt það alveg skilið eftir langa og sveitta göngu um einhvern af grænum skógum landsins.
Það er auðvelt að komast frá A til B, til dæmis virðast þægilegar rútur vera nánast alls staðar og bjóða upp á ferðir hvert sem er. Einnig er umfangsmikið innanlandsflugnet í Mexíkó og hægt að bóka ódýrar ferðir hvert sem hugurinn girnist. Þegar kemur að því að næra sig, geturðu verið viss um að fá gæðamat á diskinn, hvort sem þú situr á fínum veitingastað eða bara við eldhúsborðið hjá ömmunni í næsta húsi.
Mexíkóar eru á heildina mjög jákvæðir og heillandi, og leggja sig fram við að þóknast gestum sínum. Þau eru stolt af landi sínu og vilja að þú upplifir allt það besta og merkilegasta sem Mexíkó hefur upp á að bjóða.
Hin mjög svo heillandi Mexíkóborg er að ganga í gegnum mikla endurnýjun, þar á sér stað öflug uppbygging á öllum helstu almenningsrýmum og um leið er borgin að verða einn öruggasti staður landsins.
Það er auðvelt að gleyma sér um lengri eða skemmri tíma í höfuðborginni. Þar er svo margt að sjá og í raun hægt að fylgja ákveðnum söguþræði, allt frá forn-rómverskum grunni hennar, þaðan til fallegra bygginga nýlendutímans og áfram inn í stórbrotin nútímahverfi hlaðin háhýsum og glæsibyggingum.
Cancún er í raun tveir mismunandi staðir. Annars vegar er það glæsilegt hótelsvæði með frægu hvítu sandströndunum, háklassa veitinga- og skemmtistöðum, krám og góðu partýi. Hins vegar er svo hin raunverulega Cancúnborg, þar sem þú ert meira í snertingu við menningu landsins og lífshætti. Þú ert meira í Mexíkó. Við mælum heilshugar með því að eyða tíma þar, ganga um götur borgarinnar og grípa með þér girnilegan taco á einni af fjölmörgum götubúllum á svæðinu.
Þetta er það sem gerir Cancún svo áhugaverða. Ef þér er farið að leiðast lúxuslífið á hótelinu við ströndina geturðu hæglega tekið leigubíl og fyrir fáranlega lítinn pening rúntað inn í hjarta borgarinnar þar sem þú salsadansar um stræti borgarinnar. Og þá er alls ekki allt upp talið. Hægt er að taka sér bátsferð til hinnar óspilltu eyju Isla Contoy og skoða fjölbreytt fugla- og plöntulífið þar. Í norðri bíður svo Isla Holbox strandlengjan, þar sem sund með gríðarstórum hvalahákörlum hefur orðið vinsælt sport.
Skammt frá Cancun er einnig hið magnaða Museo Subacuático de Arte, sem samanstendur af meira en 500 skúlptúrum staðsettum 5-7 metra niður á sjávarbotni. Þar geta gestir kafað og skoðað þetta einstaka styttusafn neðansjávar.